Fimm skiptingar leyfðar og Íslendingarnir gætu fallið Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2020 20:00 Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg eru nokkuð frá fallsvæðinu og mæta Wolfsburg á laugardaginn. Samúel Kári Friðjónsson er með Paderborn í botnsætinu en liðið leikur afar mikilvægan leik við Dusseldorf á laugardaginn. SAMSETT/GETTY Þjóðverjar hefja á laugardaginn keppni á ný í efstu deild karla í fótbolta eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm skiptingar verða leyfðar hjá hvoru liði í hverjum leik, og 2-3 lið munu falla eins og á venjulegri leiktíð. Keppni í frönsku deildinni hefur verið blásin af og enn er óvíst hvort og þá hvenær keppni í ensku, spænsku og ítölsku deildunum hefst að nýju, þó að stefnt sé að því að boltinn fari að rúlla í þeim deildum í júní. Aðeins 213 manns á hverjum leik Í Þýskalandi er hins vegar allt til reiðu. Leikmenn liðanna hafa verið aðskildir frá fjölskyldum og vinum, og aðeins fengið að vera á hóteli eða æfingasvæði síðustu vikuna. Sýni verða tekin af þeim reglulega til að kanna hvort þeir hafi smitast af Covid-19. Þeir mega ekki takast í hendur í leikjum og engar liðsmyndir verða teknar. Alls verða 213 manns á hverjum leik, þar af 98 í kringum völlinn (til að mynda leikmenn, þjálfarar, boltasækjarar og ljósmyndarar). Eftir fund þýsku deildarinnar í dag var tilkynnt að tímabilið myndi halda áfram fram yfir 30. júní ef þess gerðist þörf. Einnig var ákveðið að lið mættu gera fimm skiptingar, í samræmi við tímabundið leyfi sem Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda, IFAB, hefur gefið. Þetta er gert vegna þess mikla leikjaálags sem fram undan er svo að hægt sé að klára mót. Liðin eiga ýmist níu eða tíu leiki eftir á tímabilinu. Bayern München er á toppi deildarinnar og Robert Lewandowski markahæstur. Hér æfa Lewandowski og félagar í aðdraganda þess að keppni hefst að nýju í Þýskalandi.VÍSIR/GETTY Eitt félag vildi að hætt yrði við fall Keppni í þýsku 2. deildinni hefst einnig að nýju um helgina. Af 36 félögum í deildunum tveimur greiddi aðeins eitt atkvæði með því að lið myndu ekki falla úr deild á þessari leiktíð. Því munu tvö neðstu liðin í 1. deildinni falla, og liðið í 16. sæti fara í umspil við lið úr 2. deild upp á að forðast fall. Að sama skapi verður áfram keppt um þýska meistaratitilinn og Evrópusæti. Bayern München var á miklu skriði þegar hlé var gert á leiktíðinni og er á toppnum með 55 stig. Skammt undan eru Dortmund (51), RB Leipzig (50) og Borussia Mönchengladbach (49). Werder Bremen (18 stig) og Paderborn (16) eru í fallsætunum tveimur. Samúel Kári Friðjónsson er leikmaður Paderborn. Fortuna Düsseldorf er í umspilsfallsæti með 22 stig. Paderborn og Düsseldorf mætast einmitt á laugardag en Samúel verður ekki með vegna smávægilegra meiðsla, samkvæmt Fótbolta.net. Augsburg, lið Alfreðs Finnbogasonar, er með 27 stig í 14. sæti. Liðið mætir Wolfsburg á laugardaginn. Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alfreð og leikmenn í þýsku deildinni mega ekki einu sinni hitta börnin sín Þjóðverjar ætla heldur betur að passa upp á það að leikmenn þýsku deildarinnar hvorki smitist eða smiti aðra af kórónuveirunni á næstunni. 13. maí 2020 08:30 Allt liðið sett í sóttkví viku fyrir fyrsta leik Áætlað er að hefja keppni í þýska fótboltanum um næstu helgi en ljóst er að botnlið B-deildarinnar mun ekki ná í lið. 9. maí 2020 22:00 Alfreð: Fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. 8. maí 2020 21:00 Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Þjóðverjar hefja á laugardaginn keppni á ný í efstu deild karla í fótbolta eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm skiptingar verða leyfðar hjá hvoru liði í hverjum leik, og 2-3 lið munu falla eins og á venjulegri leiktíð. Keppni í frönsku deildinni hefur verið blásin af og enn er óvíst hvort og þá hvenær keppni í ensku, spænsku og ítölsku deildunum hefst að nýju, þó að stefnt sé að því að boltinn fari að rúlla í þeim deildum í júní. Aðeins 213 manns á hverjum leik Í Þýskalandi er hins vegar allt til reiðu. Leikmenn liðanna hafa verið aðskildir frá fjölskyldum og vinum, og aðeins fengið að vera á hóteli eða æfingasvæði síðustu vikuna. Sýni verða tekin af þeim reglulega til að kanna hvort þeir hafi smitast af Covid-19. Þeir mega ekki takast í hendur í leikjum og engar liðsmyndir verða teknar. Alls verða 213 manns á hverjum leik, þar af 98 í kringum völlinn (til að mynda leikmenn, þjálfarar, boltasækjarar og ljósmyndarar). Eftir fund þýsku deildarinnar í dag var tilkynnt að tímabilið myndi halda áfram fram yfir 30. júní ef þess gerðist þörf. Einnig var ákveðið að lið mættu gera fimm skiptingar, í samræmi við tímabundið leyfi sem Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda, IFAB, hefur gefið. Þetta er gert vegna þess mikla leikjaálags sem fram undan er svo að hægt sé að klára mót. Liðin eiga ýmist níu eða tíu leiki eftir á tímabilinu. Bayern München er á toppi deildarinnar og Robert Lewandowski markahæstur. Hér æfa Lewandowski og félagar í aðdraganda þess að keppni hefst að nýju í Þýskalandi.VÍSIR/GETTY Eitt félag vildi að hætt yrði við fall Keppni í þýsku 2. deildinni hefst einnig að nýju um helgina. Af 36 félögum í deildunum tveimur greiddi aðeins eitt atkvæði með því að lið myndu ekki falla úr deild á þessari leiktíð. Því munu tvö neðstu liðin í 1. deildinni falla, og liðið í 16. sæti fara í umspil við lið úr 2. deild upp á að forðast fall. Að sama skapi verður áfram keppt um þýska meistaratitilinn og Evrópusæti. Bayern München var á miklu skriði þegar hlé var gert á leiktíðinni og er á toppnum með 55 stig. Skammt undan eru Dortmund (51), RB Leipzig (50) og Borussia Mönchengladbach (49). Werder Bremen (18 stig) og Paderborn (16) eru í fallsætunum tveimur. Samúel Kári Friðjónsson er leikmaður Paderborn. Fortuna Düsseldorf er í umspilsfallsæti með 22 stig. Paderborn og Düsseldorf mætast einmitt á laugardag en Samúel verður ekki með vegna smávægilegra meiðsla, samkvæmt Fótbolta.net. Augsburg, lið Alfreðs Finnbogasonar, er með 27 stig í 14. sæti. Liðið mætir Wolfsburg á laugardaginn.
Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alfreð og leikmenn í þýsku deildinni mega ekki einu sinni hitta börnin sín Þjóðverjar ætla heldur betur að passa upp á það að leikmenn þýsku deildarinnar hvorki smitist eða smiti aðra af kórónuveirunni á næstunni. 13. maí 2020 08:30 Allt liðið sett í sóttkví viku fyrir fyrsta leik Áætlað er að hefja keppni í þýska fótboltanum um næstu helgi en ljóst er að botnlið B-deildarinnar mun ekki ná í lið. 9. maí 2020 22:00 Alfreð: Fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. 8. maí 2020 21:00 Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Alfreð og leikmenn í þýsku deildinni mega ekki einu sinni hitta börnin sín Þjóðverjar ætla heldur betur að passa upp á það að leikmenn þýsku deildarinnar hvorki smitist eða smiti aðra af kórónuveirunni á næstunni. 13. maí 2020 08:30
Allt liðið sett í sóttkví viku fyrir fyrsta leik Áætlað er að hefja keppni í þýska fótboltanum um næstu helgi en ljóst er að botnlið B-deildarinnar mun ekki ná í lið. 9. maí 2020 22:00
Alfreð: Fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. 8. maí 2020 21:00
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki