Óháðir eftirlitsmenn í sigtinu hjá Trump Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2020 16:53 Trump forseta hugnast ekki óháð eftirlit með ríkisstjórn hans og hann hefur beitt sér markvisst undanfarið til þess að takmarka það. AP/Evan Vucci Innri endurskoðandi sem átti að hafa eftirlit með hvernig bandaríska alríkisstjórnin ver billjóna dollara björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins varð í gær annar óháði eftirlitsaðilinn sem Donald Trump forseti rekur á einni viku. Forsetinn ýjaði að því að þriðji innri endurskoðandinn léti stjórnast af „pólitík“. Tilkynnt var að Trump hefði rekið Glenn Fine sem starfandi innri endurskoðanda varnarmálaráðuneytisins í gær. Nefnd innri endurskoðenda valdi Fine til að hafa eftirlit með tveggja billjóna dollara björgunarpakka sem Bandaríkjaþing samþykkti í síðasta mánuði til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins. Eftir að Trump leysti Fine frá störfum hjá varnarmálaráðuneytinu var hann ekki lengur gjaldgengur til að annast eftirlit með björgunarpakkanum. Í stað Fine valdi Trump innri endurskoðanda umhverfisráðuneytisins til að gegna einnig embætti starfandi innri endurskoðanda varnarmálaráðuneytisins. Nefnd innri endurskoðenda þarf nú að velja annan úr þeirra röðum til að hafa eftirlit með ráðstöfun björgunarpakkans. Segist ekki þekkja Fine Fine, sem Trump rak í reynd sem eftirlitsaðila með björgunarpakkanum, hefur starfað fyrir forseta úr báðum flokkum. Hann hafði verið starfandi innri endurskoðandi varnarmálaráðuneytisins í meira en fjögur ár. Þar áður gegndi hann sama starfi fyrir dómsmálaráðuneytið. Washington Post segir að brottreksturinn hafi komið honum og starfsliði hans á óvart. Engar skýringar hafi verið gefnar á henni. New York Times segir að Fine sé þekktur fyrir sjálfstæði í starfi. Á blaðamannafundi í gær ýjaði Trump að því að ástæðan fyrir brottrekstrinum væri sú að Fine hefði starfað í forsetatíð Baracks Obama og gæti því verið hlutdrægur. „Við erum með marga innri endurskoðendur frá tíð Obama. Og eins og þið vitið þá er þetta ákvörðun forseta. Og ég skildi þá eftir, að miklu leyti, ég meina, ég skipti um suma, en ég skildi þá eftir…En þegar við erum með, þið vitið, fregnir af hlutdrægni og þegar við fáum ólíka hluti inn. Ég þekki Fine ekki. Ég held að ég hafi aldrei hitt Fine,“ sagði Trump en viðurkenndu þó að hafa heyrt nafn Fine nefnt. Sjá einnig: Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Ólíkt flestum pólitískt skipuðum embættismönnum er alvanalegt að innri endurskoðendur haldi stöðum sínum þrátt fyrir stjórnarskipti. Innri endurskoðendur alríkisstofnana eiga að vera óháðir og hafa eftirlit með því hvort að starfsemi þeirra sé í samræmi við lög og rannsaka kvartanir um framferði þeirra. Embættin voru stofnuð í kjölfar Watergate-hneykslisins á 8. áratug síðustu aldar. Rak eftirlitsmann leyniþjónustunnar vegna Úkraínuhneykslisins Brottrekstur Fine er sagður annað dæmi þess að Trump grafi undan óháðum aðilum sem eiga að hafa eftirlit með athöfnum ríkisstjórnar hans. Áður hefur Trump látið alríkisstjórnarinnar hunsa stefnur þingnefnda um gögn með þeim rökum að þingið skorti valdheimildir til að hafa eftirlit með henni. Fjöldi mála af því tagi velkjast nú um fyrir dómstólum. Á föstudagskvöld rak Trump skyndilega Michael Atkinson, innri endurskoðanda leyniþjónustunnar, að því er virðist vegna þess að forsetinn kennir Atkinson um að hann hafi verið kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi. Atkinson tilkynnti þinginu um að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað formlega undan því að Trump hefði misbeitt valdi sínu í símtali við forseta Úkraínu í fyrra. Innri endurskoðendur eru skipaðir af forseta en þeim eru yfirleitt ekki vikið úr starfi nema þeir hafi gerst sekir um misferli. Trump gaf enga aðra ástæðu fyrir brottrekstri Atkinson en að hann nyti ekki lengur fyllsta trausts forsetans. Atkinson sagði í yfirlýsingu á sunnudag að erfitt væri fyrir hann að álykta ekki að Trump hefði rekið sig fyrir að gegna skyldum sínum sem innri endurskoðandi í Úkraínumálinu. Ýjaði að því að endurskoðandi heilbrigðisráðuneytisins græfi undan sér Þriðji innri endurskoðandinn fékk svo að heyra það frá Trump forseta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í vikunni. Þegar fréttakona spurði Trump út í skýrslu innri endurskoðanda heilbrigðisráðuneytisins um að sjúkrahús í Bandaríkjunum skorti búnað til að taka sýni hafnaði forsetinn því alfarið og krafðist þess að fá að vita nafnið á innri endurskoðandanum. „Heyrði ég orðið „innri endurskoðandi“? Í alvörunni?“ svaraði Trump með nokkru þjósti. „Gefðu mér nafnið á þessum innri endurskoðanda. Gæti pólitík komið inn í þetta?“ sagði forsetinn. Aðgerðir Trump gegn sjálfstæðum eftirlitsaðilum hefur vakið gagnrýni frá demókrötum og félagasamtökum sem beita sér fyrir gegnsæi og eftirlit með stjórnvöldum. „Frá því á föstudag höfum við séð farið með sleggju í gegnum samfélag innri endurskoðenda,“ segir Danielle Brian, forstjóri samtakanna Project on Government Oversight, við AP-fréttastofuna. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþing og leiðtogi demókrata á þingi, segir brottrekstur Fine liður í „óhugnanlegu mynstri hefndaraðgerða forsetans gegn óháðum eftirlitsmönnum“. Trump sé að reyna að hunsa nauðsynlegt eftirlit sem á að tryggja að ríkisstjórn hans sé ábyrg gagnvart lögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans. 6. apríl 2020 15:45 Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að reka eftirlitsaðilann sem lét Bandaríkjaþing vita af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað undan samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Kvörtunin varð upphafið að atburðarás sem leiddi til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. 4. apríl 2020 03:44 Skrifaði undir stærsta björgunarpakka sögunnar Pakkinn hljóðar upp á 2,2 biljónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. 27. mars 2020 21:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Innri endurskoðandi sem átti að hafa eftirlit með hvernig bandaríska alríkisstjórnin ver billjóna dollara björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins varð í gær annar óháði eftirlitsaðilinn sem Donald Trump forseti rekur á einni viku. Forsetinn ýjaði að því að þriðji innri endurskoðandinn léti stjórnast af „pólitík“. Tilkynnt var að Trump hefði rekið Glenn Fine sem starfandi innri endurskoðanda varnarmálaráðuneytisins í gær. Nefnd innri endurskoðenda valdi Fine til að hafa eftirlit með tveggja billjóna dollara björgunarpakka sem Bandaríkjaþing samþykkti í síðasta mánuði til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins. Eftir að Trump leysti Fine frá störfum hjá varnarmálaráðuneytinu var hann ekki lengur gjaldgengur til að annast eftirlit með björgunarpakkanum. Í stað Fine valdi Trump innri endurskoðanda umhverfisráðuneytisins til að gegna einnig embætti starfandi innri endurskoðanda varnarmálaráðuneytisins. Nefnd innri endurskoðenda þarf nú að velja annan úr þeirra röðum til að hafa eftirlit með ráðstöfun björgunarpakkans. Segist ekki þekkja Fine Fine, sem Trump rak í reynd sem eftirlitsaðila með björgunarpakkanum, hefur starfað fyrir forseta úr báðum flokkum. Hann hafði verið starfandi innri endurskoðandi varnarmálaráðuneytisins í meira en fjögur ár. Þar áður gegndi hann sama starfi fyrir dómsmálaráðuneytið. Washington Post segir að brottreksturinn hafi komið honum og starfsliði hans á óvart. Engar skýringar hafi verið gefnar á henni. New York Times segir að Fine sé þekktur fyrir sjálfstæði í starfi. Á blaðamannafundi í gær ýjaði Trump að því að ástæðan fyrir brottrekstrinum væri sú að Fine hefði starfað í forsetatíð Baracks Obama og gæti því verið hlutdrægur. „Við erum með marga innri endurskoðendur frá tíð Obama. Og eins og þið vitið þá er þetta ákvörðun forseta. Og ég skildi þá eftir, að miklu leyti, ég meina, ég skipti um suma, en ég skildi þá eftir…En þegar við erum með, þið vitið, fregnir af hlutdrægni og þegar við fáum ólíka hluti inn. Ég þekki Fine ekki. Ég held að ég hafi aldrei hitt Fine,“ sagði Trump en viðurkenndu þó að hafa heyrt nafn Fine nefnt. Sjá einnig: Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Ólíkt flestum pólitískt skipuðum embættismönnum er alvanalegt að innri endurskoðendur haldi stöðum sínum þrátt fyrir stjórnarskipti. Innri endurskoðendur alríkisstofnana eiga að vera óháðir og hafa eftirlit með því hvort að starfsemi þeirra sé í samræmi við lög og rannsaka kvartanir um framferði þeirra. Embættin voru stofnuð í kjölfar Watergate-hneykslisins á 8. áratug síðustu aldar. Rak eftirlitsmann leyniþjónustunnar vegna Úkraínuhneykslisins Brottrekstur Fine er sagður annað dæmi þess að Trump grafi undan óháðum aðilum sem eiga að hafa eftirlit með athöfnum ríkisstjórnar hans. Áður hefur Trump látið alríkisstjórnarinnar hunsa stefnur þingnefnda um gögn með þeim rökum að þingið skorti valdheimildir til að hafa eftirlit með henni. Fjöldi mála af því tagi velkjast nú um fyrir dómstólum. Á föstudagskvöld rak Trump skyndilega Michael Atkinson, innri endurskoðanda leyniþjónustunnar, að því er virðist vegna þess að forsetinn kennir Atkinson um að hann hafi verið kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi. Atkinson tilkynnti þinginu um að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað formlega undan því að Trump hefði misbeitt valdi sínu í símtali við forseta Úkraínu í fyrra. Innri endurskoðendur eru skipaðir af forseta en þeim eru yfirleitt ekki vikið úr starfi nema þeir hafi gerst sekir um misferli. Trump gaf enga aðra ástæðu fyrir brottrekstri Atkinson en að hann nyti ekki lengur fyllsta trausts forsetans. Atkinson sagði í yfirlýsingu á sunnudag að erfitt væri fyrir hann að álykta ekki að Trump hefði rekið sig fyrir að gegna skyldum sínum sem innri endurskoðandi í Úkraínumálinu. Ýjaði að því að endurskoðandi heilbrigðisráðuneytisins græfi undan sér Þriðji innri endurskoðandinn fékk svo að heyra það frá Trump forseta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í vikunni. Þegar fréttakona spurði Trump út í skýrslu innri endurskoðanda heilbrigðisráðuneytisins um að sjúkrahús í Bandaríkjunum skorti búnað til að taka sýni hafnaði forsetinn því alfarið og krafðist þess að fá að vita nafnið á innri endurskoðandanum. „Heyrði ég orðið „innri endurskoðandi“? Í alvörunni?“ svaraði Trump með nokkru þjósti. „Gefðu mér nafnið á þessum innri endurskoðanda. Gæti pólitík komið inn í þetta?“ sagði forsetinn. Aðgerðir Trump gegn sjálfstæðum eftirlitsaðilum hefur vakið gagnrýni frá demókrötum og félagasamtökum sem beita sér fyrir gegnsæi og eftirlit með stjórnvöldum. „Frá því á föstudag höfum við séð farið með sleggju í gegnum samfélag innri endurskoðenda,“ segir Danielle Brian, forstjóri samtakanna Project on Government Oversight, við AP-fréttastofuna. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþing og leiðtogi demókrata á þingi, segir brottrekstur Fine liður í „óhugnanlegu mynstri hefndaraðgerða forsetans gegn óháðum eftirlitsmönnum“. Trump sé að reyna að hunsa nauðsynlegt eftirlit sem á að tryggja að ríkisstjórn hans sé ábyrg gagnvart lögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans. 6. apríl 2020 15:45 Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að reka eftirlitsaðilann sem lét Bandaríkjaþing vita af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað undan samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Kvörtunin varð upphafið að atburðarás sem leiddi til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. 4. apríl 2020 03:44 Skrifaði undir stærsta björgunarpakka sögunnar Pakkinn hljóðar upp á 2,2 biljónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. 27. mars 2020 21:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans. 6. apríl 2020 15:45
Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að reka eftirlitsaðilann sem lét Bandaríkjaþing vita af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað undan samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Kvörtunin varð upphafið að atburðarás sem leiddi til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. 4. apríl 2020 03:44
Skrifaði undir stærsta björgunarpakka sögunnar Pakkinn hljóðar upp á 2,2 biljónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. 27. mars 2020 21:12