Hluthafi stefnir Zoom fyrir meintar öryggisblekkingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 22:05 Fjarfundafyrirtækið Zoom hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu, eftir að hafa átt stórauknum vinsældum að fagna. Getty/Olivier Doiliery Hluthafi í fjarfundafyrirtækinu Zoom hefur hafið hópmálsókn gegn fyrirtækinu vegna fullyrðinga þess fyrir um öryggismál. Lítil innistæða hafi reynst fyrir persónuverndarloforðum Zoom og auglýst dulkóðun hafi ekki verið upp á marga fiska. Í stefnu hluthafans, Michael Dreu, segir að afhjúpanir fjölmiðla síðustu daga hafi varpað ljósi á umrædda öryggisgalla í fjarfundabúnaði Zoom. Fyrir vikið hafi hlutabréfaverð í fyrirtækinu hrapað skarpt á síðustu vikum, markaðsvirði Zoom hefur þannig lækkað um þriðjung frá því í lok mars. Það hafði hækkað ört meðfylgjandi kórónuveirufaraldrinum og aukinna vinsælda fjarfundabúnaða í samkomubönnum um allan heim. Eins og Vísir greindi frá fyrir helgi hafa forsvarsmenn Zoom lofað að taka öryggismál sín í gegn. Stóraukin ásókn í Zoom, úr 10 milljón mánaðarlegum notendum í rúmlega 200 milljónir á dag, hafi afhjúpað hina ýmsu galla sem forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu ekki getað gert sér í hugarlund. Nú þegar sé búið að gefa út nokkrar uppfærslur og ætlar Zoom sér að vera búin að stoppa í öll göt innan 90 daga. Mörgum þykja þær yfirlýsingar þó ekki traustvekjandi. Þannig hefur tæknifrumkvöðullinn Elon Musk bannað starfsmönnum geimfyrirtækisins SpaceX að nota Zoom vegna „alvarlegra efasemda [þess] um öryggis- og persónuverndarmál.“ Stjórnvöld í Tævan hafa að sama skapi bannað ríkisstarfsmönnum að nota fjarfundabúnað fyrirtækisins. Tækni Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Netöryggi Fjarvinna Tengdar fréttir Þúsundir Zoom-funda rata á netið Hægt er að finna þúsundir myndbanda af samtölum og fundum fólks í gegnum fjarfundaforritið Zoom. 4. apríl 2020 09:15 Zoom lofar bót og betrun Forriturum fjarfundafyrirtækisins Zoom hefur verið gert að einbeita sér alfarið að öryggismálum næstu mánuðina. 3. apríl 2020 10:56 Tröll herja á fjarfundi alkóhólista í New York Þetta athæfi kallast Zoom bombing þar sem nettröll leita uppi fundi og deila hlekkjum sín á milli sem þeir nota til að skemma fundina. 1. apríl 2020 12:07 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hluthafi í fjarfundafyrirtækinu Zoom hefur hafið hópmálsókn gegn fyrirtækinu vegna fullyrðinga þess fyrir um öryggismál. Lítil innistæða hafi reynst fyrir persónuverndarloforðum Zoom og auglýst dulkóðun hafi ekki verið upp á marga fiska. Í stefnu hluthafans, Michael Dreu, segir að afhjúpanir fjölmiðla síðustu daga hafi varpað ljósi á umrædda öryggisgalla í fjarfundabúnaði Zoom. Fyrir vikið hafi hlutabréfaverð í fyrirtækinu hrapað skarpt á síðustu vikum, markaðsvirði Zoom hefur þannig lækkað um þriðjung frá því í lok mars. Það hafði hækkað ört meðfylgjandi kórónuveirufaraldrinum og aukinna vinsælda fjarfundabúnaða í samkomubönnum um allan heim. Eins og Vísir greindi frá fyrir helgi hafa forsvarsmenn Zoom lofað að taka öryggismál sín í gegn. Stóraukin ásókn í Zoom, úr 10 milljón mánaðarlegum notendum í rúmlega 200 milljónir á dag, hafi afhjúpað hina ýmsu galla sem forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu ekki getað gert sér í hugarlund. Nú þegar sé búið að gefa út nokkrar uppfærslur og ætlar Zoom sér að vera búin að stoppa í öll göt innan 90 daga. Mörgum þykja þær yfirlýsingar þó ekki traustvekjandi. Þannig hefur tæknifrumkvöðullinn Elon Musk bannað starfsmönnum geimfyrirtækisins SpaceX að nota Zoom vegna „alvarlegra efasemda [þess] um öryggis- og persónuverndarmál.“ Stjórnvöld í Tævan hafa að sama skapi bannað ríkisstarfsmönnum að nota fjarfundabúnað fyrirtækisins.
Tækni Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Netöryggi Fjarvinna Tengdar fréttir Þúsundir Zoom-funda rata á netið Hægt er að finna þúsundir myndbanda af samtölum og fundum fólks í gegnum fjarfundaforritið Zoom. 4. apríl 2020 09:15 Zoom lofar bót og betrun Forriturum fjarfundafyrirtækisins Zoom hefur verið gert að einbeita sér alfarið að öryggismálum næstu mánuðina. 3. apríl 2020 10:56 Tröll herja á fjarfundi alkóhólista í New York Þetta athæfi kallast Zoom bombing þar sem nettröll leita uppi fundi og deila hlekkjum sín á milli sem þeir nota til að skemma fundina. 1. apríl 2020 12:07 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þúsundir Zoom-funda rata á netið Hægt er að finna þúsundir myndbanda af samtölum og fundum fólks í gegnum fjarfundaforritið Zoom. 4. apríl 2020 09:15
Zoom lofar bót og betrun Forriturum fjarfundafyrirtækisins Zoom hefur verið gert að einbeita sér alfarið að öryggismálum næstu mánuðina. 3. apríl 2020 10:56
Tröll herja á fjarfundi alkóhólista í New York Þetta athæfi kallast Zoom bombing þar sem nettröll leita uppi fundi og deila hlekkjum sín á milli sem þeir nota til að skemma fundina. 1. apríl 2020 12:07