Tekur því ekki að greiða inn á verðtryggð lán? Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. apríl 2020 09:00 Á hverri kaffistofu er einhver sem virðist alltaf svo viss í sinni sök. Leiðið hugann að ykkar vinnustað, er þetta kannski sá sem sömuleiðis er háværastur? Það er alltaf einn. Fyrir tíma kaffistofunnar voru það götuhorn og torg og nú þegar vinnustaðir eru margir lokaðar eru það ummælakerfin. Aldrei hefur framboðið skort og eftirspurnin virðist sömuleiðis óþrjótandi. Rangar upplýsingar þrífast best þar sem frumheimildina vantar og fullvissa þess háværasta á kaffistofunni er látin duga. Hvað heimilisfjármálin varðar getur misskilningur sem af þessu hlýst valdið meiru en óþægindum og skömm, hann getur kostað fólk heilmiklar fjárhæðir. Dæmi um slíkt eru þau ósannindi sem undanfarið hafa gengið manna á milli að úttekt séreignarsparnaðar skerði ellilífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar. Það er lítið mál að kanna hvað er satt og rétt í þeim efnum en því miður hefur fjöldi fólks greitt himinháa skatta og orðið fyrir miklum skerðingum vegna þess að það trúði þessum orðrómi. Hið rétta er að úttekt séreignar hefur engin áhrif á ellilífeyri TR og hann skerðist heldur ekki um krónu á móti krónu þó því sé sífellt haldið fram. Sömu sögu má segja af þeim fjölda lífeyrisþega sem felur reiðufé undir koddum og í bankahólfum, haldandi að Tryggingastofnun skerði greiðslur vegna eigna, þegar tekjutengingar ná einungis yfir hluta ávöxtunar. Aftur er misskilningurinn dýrkeyptur og lítið mál að komast að hinu rétta. En traustið á fullvissu næsta manns virðist oft það mikið að við gefum okkur ekki tíma fyrir 5 mínútur á Google eða eitt símtal. En hvernig tengist þetta verðtryggðum lánum? Hækkar lánið ekki bara aftur? Húsnæðislán hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið og meðal annars hafa greiðslufrestir, vaxtabreytingar og inngrip í verðtryggingu verið á milli tannanna á fólki, þó svo verðbólgan sé raunar enn undir markmiðum Seðlabankans og engar vísbendingar um annað en að hún verði áfram hófleg. Auk þessa hefur nokkuð verið rætt um möguleika á að borga inn á lán, ýmist með skattfrjálsri ráðstöfun séreignar eða með beinum innborgunum. Í slíkri umræðu bergmálar í ummælakerfum og við kaffivélina „Það tekur því ekki að greiða inn á verðtryggð lán vegna þess að þau hækka bara aftur í verðbólgunni og peningurinn tapast“. Fólki hefur jafnvel verið ráðlagt að greiða séreignina sína ekki inn á húsnæðislánið þar sem hún tapist bara. Það sem greitt er niður mun að sjálfsögðu aldrei bera verðtryggingu eða vexti. Við getum verið þess fullviss sá hluti lánsins er horfinn og getur ekki hækkað. Ef lánið hækkar að nýju vegna verðbólgu er það vegna þess að eftirstöðvar lánsins eru að hækka, ekki það sem greitt var niður. Það gefur því auga leið að ef ekki hefði verið greitt inn á lánið hefði það hækkað enn meira og því er ávinningur uppgreiðslunnar ótvíræður. Dæmi: Ég greiði 2 milljón inn á 20 milljóna króna lán. Eftir standa 18 milljónir. 5% verðbólguskot hækkar lánið upp í 18,9 milljónir. Hefði ég ekki greitt inn á lánið stæði það í 21 milljón í dag. Borgar sig kannski að taka óverðtryggt lán í staðinn? En hvað með að losa sig að fullu við verðtryggða lánið og taka óverðtryggt í staðinn? Nú hafa vextir í landinu lækkað það mikið að fyrir marga eru óverðtryggð húsnæðislán nú í fyrsta sinn raunhæfur kostur og endurfjármögnun er auk þess talsvert ódýrari en hún var á árum áður. Grípið nú tækifærið, á meðan kaffistofan er lokuð, takið upp tólið og heyrið í íbúðalánaráðgjafa um þá möguleika sem í boði eru. Hver veit nema þar sé raunverulega kjarabót að finna. Höfundur er deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á hverri kaffistofu er einhver sem virðist alltaf svo viss í sinni sök. Leiðið hugann að ykkar vinnustað, er þetta kannski sá sem sömuleiðis er háværastur? Það er alltaf einn. Fyrir tíma kaffistofunnar voru það götuhorn og torg og nú þegar vinnustaðir eru margir lokaðar eru það ummælakerfin. Aldrei hefur framboðið skort og eftirspurnin virðist sömuleiðis óþrjótandi. Rangar upplýsingar þrífast best þar sem frumheimildina vantar og fullvissa þess háværasta á kaffistofunni er látin duga. Hvað heimilisfjármálin varðar getur misskilningur sem af þessu hlýst valdið meiru en óþægindum og skömm, hann getur kostað fólk heilmiklar fjárhæðir. Dæmi um slíkt eru þau ósannindi sem undanfarið hafa gengið manna á milli að úttekt séreignarsparnaðar skerði ellilífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar. Það er lítið mál að kanna hvað er satt og rétt í þeim efnum en því miður hefur fjöldi fólks greitt himinháa skatta og orðið fyrir miklum skerðingum vegna þess að það trúði þessum orðrómi. Hið rétta er að úttekt séreignar hefur engin áhrif á ellilífeyri TR og hann skerðist heldur ekki um krónu á móti krónu þó því sé sífellt haldið fram. Sömu sögu má segja af þeim fjölda lífeyrisþega sem felur reiðufé undir koddum og í bankahólfum, haldandi að Tryggingastofnun skerði greiðslur vegna eigna, þegar tekjutengingar ná einungis yfir hluta ávöxtunar. Aftur er misskilningurinn dýrkeyptur og lítið mál að komast að hinu rétta. En traustið á fullvissu næsta manns virðist oft það mikið að við gefum okkur ekki tíma fyrir 5 mínútur á Google eða eitt símtal. En hvernig tengist þetta verðtryggðum lánum? Hækkar lánið ekki bara aftur? Húsnæðislán hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið og meðal annars hafa greiðslufrestir, vaxtabreytingar og inngrip í verðtryggingu verið á milli tannanna á fólki, þó svo verðbólgan sé raunar enn undir markmiðum Seðlabankans og engar vísbendingar um annað en að hún verði áfram hófleg. Auk þessa hefur nokkuð verið rætt um möguleika á að borga inn á lán, ýmist með skattfrjálsri ráðstöfun séreignar eða með beinum innborgunum. Í slíkri umræðu bergmálar í ummælakerfum og við kaffivélina „Það tekur því ekki að greiða inn á verðtryggð lán vegna þess að þau hækka bara aftur í verðbólgunni og peningurinn tapast“. Fólki hefur jafnvel verið ráðlagt að greiða séreignina sína ekki inn á húsnæðislánið þar sem hún tapist bara. Það sem greitt er niður mun að sjálfsögðu aldrei bera verðtryggingu eða vexti. Við getum verið þess fullviss sá hluti lánsins er horfinn og getur ekki hækkað. Ef lánið hækkar að nýju vegna verðbólgu er það vegna þess að eftirstöðvar lánsins eru að hækka, ekki það sem greitt var niður. Það gefur því auga leið að ef ekki hefði verið greitt inn á lánið hefði það hækkað enn meira og því er ávinningur uppgreiðslunnar ótvíræður. Dæmi: Ég greiði 2 milljón inn á 20 milljóna króna lán. Eftir standa 18 milljónir. 5% verðbólguskot hækkar lánið upp í 18,9 milljónir. Hefði ég ekki greitt inn á lánið stæði það í 21 milljón í dag. Borgar sig kannski að taka óverðtryggt lán í staðinn? En hvað með að losa sig að fullu við verðtryggða lánið og taka óverðtryggt í staðinn? Nú hafa vextir í landinu lækkað það mikið að fyrir marga eru óverðtryggð húsnæðislán nú í fyrsta sinn raunhæfur kostur og endurfjármögnun er auk þess talsvert ódýrari en hún var á árum áður. Grípið nú tækifærið, á meðan kaffistofan er lokuð, takið upp tólið og heyrið í íbúðalánaráðgjafa um þá möguleika sem í boði eru. Hver veit nema þar sé raunverulega kjarabót að finna. Höfundur er deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar