Hjörvar telur Ríkharð Jónsson bestan í sögu efstu deildar en hvert er besta liðið? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2020 18:00 Ríkharður Jónsson skoraði 17 mörk í 33 landsleikjum á árunum 1947 til 1965. Guðmundur Benediktsson, eða Gummi Ben, fékk Hjörvar Hafliðason og Frey Alexandersson, aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins, til sín í Sportið í kvöld sem sýnt var á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar var farið yfir víðan völl og meðal annars farið yfir hvaða leikmaður væri besti leikmaður í sögu efstu deildar hér á landi sem og hvað væri besta liðið. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér neðst í fréttinni. „Stóri sannleikurinn, það er Ríkharður Jónsson,“ svaraði Hjörvar glettinn þegar Gummi spurði hann. Hjörvar hélt svo áfram. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. „Þú veist það er ómögulegt að svara svona því það er ekki hægt að bera saman mismunandi tímabil og annað slíkt. En svo þegar öllu er á botninn hvolft þá vann Skaginn ekki leik í þrjú, fjögur ár eftir að félagið var stofnað. Svo flytur hann heim eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Fram. Verður þjálfari, fyrirliði og aðalmarkaskorari. Þeir fara frá því að vinna ekki leik í að verða Íslandsmeistarar, held það sé í kringum 1950 eða 1951.“ „Svo verður hann markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Skorar þessi fjögur mörk gegn sænska landsliðinu sem var eitt af þeim bestu á þessum tíma,“ sagði Hjörvar er hann færði rök fyrir því að Ríkharður væri mögulega besti leikmaður efstu deildar frá upphafi. „Ég held að þetta sé mjög viðunandi niðurstaða,“ sagði Hjörvar að lokum. Tóku Guðmundur og Freyr undir það. Stjarnan fór taplaus í gegnum tímabilið 2014 ásamt því að ná stórkostlegum árangri í Evrópudeildinni.Vísir/Andri Marinó Í kjölfarið barst umræðan yfir í besta lið efstu deildar frá upphafi. „Þetta er fyrsta liðið sem kemur upp í hugann minn, Fram 1988 með Pétur Ormslev og fleiri,“ sagði Gummi. Hann nefndi einnig lið Skagamanna árin 1995 og 1996, lið KR árið 1999. „Það eru svo mörg lið sem voru svo góð, það er hægt að telja upp nokkur ár með FH. 2005, 2009 eða 2012 voru allt stórkostleg lið. Stjarnan að sjálfsögðu 2014 þar sem þeir ná í 52 stig og tapa ekki leik. Svo erum við með Valsmenn sem hafa undanfarin ár verið mjög góðir og fengu 50 stig árið 2017,“ sagði Gummi einnig áður en Freyr greip orðið. „Það sem mér fannst erfitt í þessu var að bera saman þessi lið út frá niðurstöðu töflunnar einungis. Þá þarftu að taka með hversu sterk voru liðin sem voru í deildinni og hvernig þetta þróaðist allt. Mér fannst betra að horfa á hversu góðum árangri þau náðu og hverjir voru í þessum liðum.“ „Ef við ætlum bara að horfa út frá árangri þá er 2014 lið Stjörnunnar eina taplausa liðið,“ sagði Freyr um mögulegt besta lið efstu deildar frá upphafi. Hjörvar gat að vissu leytið tekið undir það. „Stjörnuliðið var ekki bara taplausir í deildinni heldur fóru þeir lengra en lið höfðu áður gert í Evrópukeppninni. Þeir tóku úr leik Motherwell frá Skotlandi, Lech Poznan frá Póllandi og detta svo út gegn Inter Mílan á San Siro.“ Þegar Gummi þrýsti svo á Hjörvar þá var komið annað hljóð í skrokkinn. „Ég hef sagt Stjarnan út af árangrinum en þegar ég horfi á leikmannahópinn þá er þetta ekki besta liðið. Þetta er á milli Fram árið 1988 og ÍA. Ég held að Skaginn 1995 hljóti að vera besta lið sem ég hef séð í fótbolta. „Það er mjög auðvelt að samþykkja það en við erum alltaf að berjast við tímavélina og þetta FH-lið frá 2005 er geggjað lið,“ svaraði Freyr og Guðmundur tók undir það. Í spilaranum hér að neðan má sjá þessa skemmtilegu umræðu sem og hvaða niðurstöðu þeir félagar komust að með besta lið í sögu efstu deildar. Klippa: Besta lið í sögu Efstu deildar Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Guðmundur Benediktsson, eða Gummi Ben, fékk Hjörvar Hafliðason og Frey Alexandersson, aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins, til sín í Sportið í kvöld sem sýnt var á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar var farið yfir víðan völl og meðal annars farið yfir hvaða leikmaður væri besti leikmaður í sögu efstu deildar hér á landi sem og hvað væri besta liðið. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér neðst í fréttinni. „Stóri sannleikurinn, það er Ríkharður Jónsson,“ svaraði Hjörvar glettinn þegar Gummi spurði hann. Hjörvar hélt svo áfram. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. „Þú veist það er ómögulegt að svara svona því það er ekki hægt að bera saman mismunandi tímabil og annað slíkt. En svo þegar öllu er á botninn hvolft þá vann Skaginn ekki leik í þrjú, fjögur ár eftir að félagið var stofnað. Svo flytur hann heim eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Fram. Verður þjálfari, fyrirliði og aðalmarkaskorari. Þeir fara frá því að vinna ekki leik í að verða Íslandsmeistarar, held það sé í kringum 1950 eða 1951.“ „Svo verður hann markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Skorar þessi fjögur mörk gegn sænska landsliðinu sem var eitt af þeim bestu á þessum tíma,“ sagði Hjörvar er hann færði rök fyrir því að Ríkharður væri mögulega besti leikmaður efstu deildar frá upphafi. „Ég held að þetta sé mjög viðunandi niðurstaða,“ sagði Hjörvar að lokum. Tóku Guðmundur og Freyr undir það. Stjarnan fór taplaus í gegnum tímabilið 2014 ásamt því að ná stórkostlegum árangri í Evrópudeildinni.Vísir/Andri Marinó Í kjölfarið barst umræðan yfir í besta lið efstu deildar frá upphafi. „Þetta er fyrsta liðið sem kemur upp í hugann minn, Fram 1988 með Pétur Ormslev og fleiri,“ sagði Gummi. Hann nefndi einnig lið Skagamanna árin 1995 og 1996, lið KR árið 1999. „Það eru svo mörg lið sem voru svo góð, það er hægt að telja upp nokkur ár með FH. 2005, 2009 eða 2012 voru allt stórkostleg lið. Stjarnan að sjálfsögðu 2014 þar sem þeir ná í 52 stig og tapa ekki leik. Svo erum við með Valsmenn sem hafa undanfarin ár verið mjög góðir og fengu 50 stig árið 2017,“ sagði Gummi einnig áður en Freyr greip orðið. „Það sem mér fannst erfitt í þessu var að bera saman þessi lið út frá niðurstöðu töflunnar einungis. Þá þarftu að taka með hversu sterk voru liðin sem voru í deildinni og hvernig þetta þróaðist allt. Mér fannst betra að horfa á hversu góðum árangri þau náðu og hverjir voru í þessum liðum.“ „Ef við ætlum bara að horfa út frá árangri þá er 2014 lið Stjörnunnar eina taplausa liðið,“ sagði Freyr um mögulegt besta lið efstu deildar frá upphafi. Hjörvar gat að vissu leytið tekið undir það. „Stjörnuliðið var ekki bara taplausir í deildinni heldur fóru þeir lengra en lið höfðu áður gert í Evrópukeppninni. Þeir tóku úr leik Motherwell frá Skotlandi, Lech Poznan frá Póllandi og detta svo út gegn Inter Mílan á San Siro.“ Þegar Gummi þrýsti svo á Hjörvar þá var komið annað hljóð í skrokkinn. „Ég hef sagt Stjarnan út af árangrinum en þegar ég horfi á leikmannahópinn þá er þetta ekki besta liðið. Þetta er á milli Fram árið 1988 og ÍA. Ég held að Skaginn 1995 hljóti að vera besta lið sem ég hef séð í fótbolta. „Það er mjög auðvelt að samþykkja það en við erum alltaf að berjast við tímavélina og þetta FH-lið frá 2005 er geggjað lið,“ svaraði Freyr og Guðmundur tók undir það. Í spilaranum hér að neðan má sjá þessa skemmtilegu umræðu sem og hvaða niðurstöðu þeir félagar komust að með besta lið í sögu efstu deildar. Klippa: Besta lið í sögu Efstu deildar
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira