„Var mögulega besti fótboltamaðurinn á deginum sínum en kannski líka mesta krabbameinið í liðinu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 14:30 Brandur Olsen hafði spilað tvö sumur í Hafnarfirði. vísir/bára Freyr Alexandersson trúir því að FH geti barist við toppinn en Hjörvar Hafliðason segir að Fimleikafélagið þurfi leikmenn ætli liðið að berjast um gullið í Pepsi Max-deild karla. FH var á meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld á miðvikudagskvöldið þar sem Guðmundur Benediktsson, Freyr Alexandersson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir sviðið. FH var eitt þeirra liða sem var rætt um. „FH getur hiklaust verið að keppa við toppinn. Þú nefnir þennan blástur sem var vegna launagreiðslna og fjármála í kringum áramót. Kannski var það ágætt að þeir voru búnir að rétta af sína reikninga og fara í endurskoðun fyrir þetta Covid sem er yfir okkur núna. Ég held að það hafi verið fleiri lið í sama pakka en FH-liðið var eina liðið sem var í umfjöllun. Það eru fullt af þjálfurum og leikmönnum sem eru búnir að taka á sig launalækkanir núna en það fer ekket endilega í fjölmiðla. Það er misjafnt hvað ratar þangað,“ sagði Freyr. Hann hélt áfram. „FH-liðið er að mínu mati með gríðarlega sterkt byrjunarlið. Það eru sterkir fyrstu ellefu eða tólf en þetta verður mjög áhugavert mót hvernig liðin koma undan þessu tímabili sem við erum að ganga í gegnum núna. Þá ætla ég að leyfa mér að setja ábyrgðina á Óla og hans teymi sem er eitt stærsta þjálfarateymið í deildinni. Gríðarlega reyndir og öflugir menn, allir með tölu, og ég set pressuna og væntingar til þeirra. Gæðin eru í leikmannahópnum.“ Hjörvar Hafliðason er ekki svo sammála aðstoðarlandsliðsþjálfaranum og segir að þeir hvítklæddu úr Hafnarfirði þurfi leikmenn í stað þeirra sem farnir eru. Brandur Olsen var meðal annars seldur til Helsingborgar í Svíþjóð. „Stóru karakterarnir eru farnir; Davíð Þór Viðarsson og Pétur Viðarsson. Leikmannahópurinn er mjög lítill og þeir eru að fara í Evrópukeppni og mögulega verður þessu þjappað enn frekar. Lítill leikmannahópur og búnir að missa alla þessa leikmenn. Brandur er líka farinn. Hann var á sínum degi kannski besti fótboltamaður í liðinu,“ sagði Hjörvar og þá tók Freyr við boltanum á ný: „Brandur var mögulega besti fótboltamaðurinn á deginum sínum en kannski líka mesta krabbameinið í liðinu á deginum sínum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um FH Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld FH Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjá meira
Freyr Alexandersson trúir því að FH geti barist við toppinn en Hjörvar Hafliðason segir að Fimleikafélagið þurfi leikmenn ætli liðið að berjast um gullið í Pepsi Max-deild karla. FH var á meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld á miðvikudagskvöldið þar sem Guðmundur Benediktsson, Freyr Alexandersson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir sviðið. FH var eitt þeirra liða sem var rætt um. „FH getur hiklaust verið að keppa við toppinn. Þú nefnir þennan blástur sem var vegna launagreiðslna og fjármála í kringum áramót. Kannski var það ágætt að þeir voru búnir að rétta af sína reikninga og fara í endurskoðun fyrir þetta Covid sem er yfir okkur núna. Ég held að það hafi verið fleiri lið í sama pakka en FH-liðið var eina liðið sem var í umfjöllun. Það eru fullt af þjálfurum og leikmönnum sem eru búnir að taka á sig launalækkanir núna en það fer ekket endilega í fjölmiðla. Það er misjafnt hvað ratar þangað,“ sagði Freyr. Hann hélt áfram. „FH-liðið er að mínu mati með gríðarlega sterkt byrjunarlið. Það eru sterkir fyrstu ellefu eða tólf en þetta verður mjög áhugavert mót hvernig liðin koma undan þessu tímabili sem við erum að ganga í gegnum núna. Þá ætla ég að leyfa mér að setja ábyrgðina á Óla og hans teymi sem er eitt stærsta þjálfarateymið í deildinni. Gríðarlega reyndir og öflugir menn, allir með tölu, og ég set pressuna og væntingar til þeirra. Gæðin eru í leikmannahópnum.“ Hjörvar Hafliðason er ekki svo sammála aðstoðarlandsliðsþjálfaranum og segir að þeir hvítklæddu úr Hafnarfirði þurfi leikmenn í stað þeirra sem farnir eru. Brandur Olsen var meðal annars seldur til Helsingborgar í Svíþjóð. „Stóru karakterarnir eru farnir; Davíð Þór Viðarsson og Pétur Viðarsson. Leikmannahópurinn er mjög lítill og þeir eru að fara í Evrópukeppni og mögulega verður þessu þjappað enn frekar. Lítill leikmannahópur og búnir að missa alla þessa leikmenn. Brandur er líka farinn. Hann var á sínum degi kannski besti fótboltamaður í liðinu,“ sagði Hjörvar og þá tók Freyr við boltanum á ný: „Brandur var mögulega besti fótboltamaðurinn á deginum sínum en kannski líka mesta krabbameinið í liðinu á deginum sínum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um FH Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld FH Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn