Börnin geta ekki beðið Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 10. apríl 2020 20:23 Fyrstu viðbrögð Garðabæjar vegna Covid-19 faraldursins voru samþykkt í bæjarstjórn nýlega. Nú reynir á innviði sveitarfélagsins, getu og styrk til þess að mæta þeim sem munu af ólíkum ástæðum verða fyrir vágestinum. Atvinnuleysi eykst til muna, allt skólahald er skert og íþrótta- og tómstundastarf liggur niðri, sem ógnar öryggi barna og ungmenna sem búa við einhvers konar vanrækslu. Velferð þeirra er í húfi þegar hefðbundna öryggisnetið í skólum, íþrótta- og tómstundastarfi er rofið. Við verðum að grípa til sértækra aðgerða til að tryggja velferð þeirra sem allra best. Fjölmargir sem koma að málefnum barna, þar á meðal barnamálaráðherra, hafa kallað eftir því að við öll sem eitt stöndum vaktina. Verðum á varðbergi og hikum ekki við að láta vita ef við höfum einhverjar áhyggjur af velferð barna og ungmenna í kringum okkur. Ekki treysta á að aðrir geri það ef þú gerir það ekki sjálf/ur. Í aðgerðaáætlun Garðabæjar segir að auðvelda þurfi íbúum að senda inn ábendingar vegna vanrækslu barna og ungmenna sem og vegna gruns um heimilisofbeldi og var það sérstök áhersla okkar í Garðabæjarlistanum. Mörg sveitarfélög brugðust hratt við breyttri stöðu með aðgengi og upplýsingum á heimasíðum þar sem annars vegar er auðvelt fyrir barn að láta vita af áhyggjum sínum og hinsvegar fyrir almenning að láta vita af áhyggjum sínum af velferð náungans. Þetta skiptir máli og því til mikils að vinna að hraða þessum einföldu aðgerðum einnig hér í Garðabæ. Ekkert samfélag er laust við vanrækslu á börnum og ungmennum eða heimilisofbeldi, það er sorgleg staðreynd. Það eru því vonbrigði að ekki hafi þegar verið brugðist við þessu ákalli í Garðabæ. Það er ekki nóg að vísa til vinnu við velferð barna og innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar allt leikur í lyndi. Núna hefur öllu verið kollvarpað og nauðsynlegt að bregðast hratt, ákveðið og örugglega við. Ekkert getur staðið okkur nær. Og við getum ekki látið börnin bíða. Tökum öll ábyrgð. Stöndum saman um velferð allra. Fyrir utan að ráðast gegn heilsu okkar mun vágesturinn óhjákvæmilega valda miklu efnahagslegu tjóni og hann gerir sitt besta til að ráðast að andlegri heilsu okkar. Við eigum að taka saman höndum og berjast af fullu afli við hann, sérstaklega þar sem mikil og góð sóknarfæri bjóðast. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fyrstu viðbrögð Garðabæjar vegna Covid-19 faraldursins voru samþykkt í bæjarstjórn nýlega. Nú reynir á innviði sveitarfélagsins, getu og styrk til þess að mæta þeim sem munu af ólíkum ástæðum verða fyrir vágestinum. Atvinnuleysi eykst til muna, allt skólahald er skert og íþrótta- og tómstundastarf liggur niðri, sem ógnar öryggi barna og ungmenna sem búa við einhvers konar vanrækslu. Velferð þeirra er í húfi þegar hefðbundna öryggisnetið í skólum, íþrótta- og tómstundastarfi er rofið. Við verðum að grípa til sértækra aðgerða til að tryggja velferð þeirra sem allra best. Fjölmargir sem koma að málefnum barna, þar á meðal barnamálaráðherra, hafa kallað eftir því að við öll sem eitt stöndum vaktina. Verðum á varðbergi og hikum ekki við að láta vita ef við höfum einhverjar áhyggjur af velferð barna og ungmenna í kringum okkur. Ekki treysta á að aðrir geri það ef þú gerir það ekki sjálf/ur. Í aðgerðaáætlun Garðabæjar segir að auðvelda þurfi íbúum að senda inn ábendingar vegna vanrækslu barna og ungmenna sem og vegna gruns um heimilisofbeldi og var það sérstök áhersla okkar í Garðabæjarlistanum. Mörg sveitarfélög brugðust hratt við breyttri stöðu með aðgengi og upplýsingum á heimasíðum þar sem annars vegar er auðvelt fyrir barn að láta vita af áhyggjum sínum og hinsvegar fyrir almenning að láta vita af áhyggjum sínum af velferð náungans. Þetta skiptir máli og því til mikils að vinna að hraða þessum einföldu aðgerðum einnig hér í Garðabæ. Ekkert samfélag er laust við vanrækslu á börnum og ungmennum eða heimilisofbeldi, það er sorgleg staðreynd. Það eru því vonbrigði að ekki hafi þegar verið brugðist við þessu ákalli í Garðabæ. Það er ekki nóg að vísa til vinnu við velferð barna og innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar allt leikur í lyndi. Núna hefur öllu verið kollvarpað og nauðsynlegt að bregðast hratt, ákveðið og örugglega við. Ekkert getur staðið okkur nær. Og við getum ekki látið börnin bíða. Tökum öll ábyrgð. Stöndum saman um velferð allra. Fyrir utan að ráðast gegn heilsu okkar mun vágesturinn óhjákvæmilega valda miklu efnahagslegu tjóni og hann gerir sitt besta til að ráðast að andlegri heilsu okkar. Við eigum að taka saman höndum og berjast af fullu afli við hann, sérstaklega þar sem mikil og góð sóknarfæri bjóðast. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun