Apple og Google hanna búnað sem tilkynnir um hættu á smiti Sylvía Hall skrifar 10. apríl 2020 23:00 Tæknirisarnir Apple og Google munu leiða saman hesta sína. Vísir/Getty Tæknirisarnir Apple og Google munu leiða saman hesta sína í því skyni að þróa hugbúnað sem lætur fólk vita ef það hefur verið nálægt einhverjum sem smitaður er af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hugbúnaðurinn myndi þannig auðvelda smitrakningu. Þetta kemur fram á vef BBC. Notendur myndu njóta nafnleyndar og yrðu að leyfa notkun búnaðarins, verði hann að veruleika. Þannig myndi búnaðurinn fylgjast með því í gegnum Bluetooth-merki símans hvort notandi hefði verið nægilega nálægt smitbera til þess að vera í hættu á að hafa smitast af veirunni. Ef það þykir líklegt að viðkomandi sé smitaður fær hann tilkynningu í símann sinn. To help public health officials slow the spread of #COVID19, Google & @Apple are working on a contact tracing approach designed with strong controls and protections for user privacy. @tim_cook and I are committed to working together on these efforts.https://t.co/T0j88YBcFu— Sundar Pichai (@sundarpichai) April 10, 2020 Hugbúnaðurinn mun hvorki geyma GPS-upplýsingar um staðsetningu né aðrar persónulegar upplýsingar um notandann. „Einkalíf, gegnsæi og samþykki eru það mikilvægasta í þessari vinnu og við hlökkum til að þróa þetta í samráði við áhugasama hagsmunaaðila,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu Apple og Google. Þá segja fyrirtækin aldrei hafa verið mikilvægara að vinna saman til að leysa þetta vandamál sem kórónuveirufaraldurinn er. Með þessu væri hægt að sporna frekar gegn útbreiðslunni. Contact tracing can help slow the spread of COVID-19 and can be done without compromising user privacy. We’re working with @sundarpichai & @Google to help health officials harness Bluetooth technology in a way that also respects transparency & consent. https://t.co/94XlbmaGZV— Tim Cook (@tim_cook) April 10, 2020 Smitrakningarforritið Rakning C-19 var gert aðgengilegt hér á landi fyrir rúmlega viku síðan og hafa um 120 þúsund símtæki sótt smitrakningarforritið. Forritið sem um ræðir geymir þó ferðaupplýsingar fólks, ólíkt hugmyndum Apple og Google, í um tvær vikur og er þannig hægt að óska eftir aðgangi að staðsetningargögnum ef smit kemur upp. Að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmaður smitrakningateymisins, hefur forritið hjálpað mikið til við vinnu smitrakningateymisins. Í fyrradag hafði forritið verið notað til þess að rekja ferðir fjögurra einstaklinga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Apple Google Tengdar fréttir Forritið „frískaði upp á minni“ smitaðs landshornaflakka Smitrakningaforrit almannavarna hefur þegar komið að góðum notum 8. apríl 2020 23:00 Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17 Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tæknirisarnir Apple og Google munu leiða saman hesta sína í því skyni að þróa hugbúnað sem lætur fólk vita ef það hefur verið nálægt einhverjum sem smitaður er af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hugbúnaðurinn myndi þannig auðvelda smitrakningu. Þetta kemur fram á vef BBC. Notendur myndu njóta nafnleyndar og yrðu að leyfa notkun búnaðarins, verði hann að veruleika. Þannig myndi búnaðurinn fylgjast með því í gegnum Bluetooth-merki símans hvort notandi hefði verið nægilega nálægt smitbera til þess að vera í hættu á að hafa smitast af veirunni. Ef það þykir líklegt að viðkomandi sé smitaður fær hann tilkynningu í símann sinn. To help public health officials slow the spread of #COVID19, Google & @Apple are working on a contact tracing approach designed with strong controls and protections for user privacy. @tim_cook and I are committed to working together on these efforts.https://t.co/T0j88YBcFu— Sundar Pichai (@sundarpichai) April 10, 2020 Hugbúnaðurinn mun hvorki geyma GPS-upplýsingar um staðsetningu né aðrar persónulegar upplýsingar um notandann. „Einkalíf, gegnsæi og samþykki eru það mikilvægasta í þessari vinnu og við hlökkum til að þróa þetta í samráði við áhugasama hagsmunaaðila,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu Apple og Google. Þá segja fyrirtækin aldrei hafa verið mikilvægara að vinna saman til að leysa þetta vandamál sem kórónuveirufaraldurinn er. Með þessu væri hægt að sporna frekar gegn útbreiðslunni. Contact tracing can help slow the spread of COVID-19 and can be done without compromising user privacy. We’re working with @sundarpichai & @Google to help health officials harness Bluetooth technology in a way that also respects transparency & consent. https://t.co/94XlbmaGZV— Tim Cook (@tim_cook) April 10, 2020 Smitrakningarforritið Rakning C-19 var gert aðgengilegt hér á landi fyrir rúmlega viku síðan og hafa um 120 þúsund símtæki sótt smitrakningarforritið. Forritið sem um ræðir geymir þó ferðaupplýsingar fólks, ólíkt hugmyndum Apple og Google, í um tvær vikur og er þannig hægt að óska eftir aðgangi að staðsetningargögnum ef smit kemur upp. Að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmaður smitrakningateymisins, hefur forritið hjálpað mikið til við vinnu smitrakningateymisins. Í fyrradag hafði forritið verið notað til þess að rekja ferðir fjögurra einstaklinga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Apple Google Tengdar fréttir Forritið „frískaði upp á minni“ smitaðs landshornaflakka Smitrakningaforrit almannavarna hefur þegar komið að góðum notum 8. apríl 2020 23:00 Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17 Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Forritið „frískaði upp á minni“ smitaðs landshornaflakka Smitrakningaforrit almannavarna hefur þegar komið að góðum notum 8. apríl 2020 23:00
Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17
Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42