Sannfærður um að Austurríkisfararnir hafi smitast fyrir flugferðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. mars 2020 17:14 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er sannfærður um að fólkið hefur smitast fyrir flugferðina heim til Íslands. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alveg víst að Íslendingarnir sem smitaðir eru af kórónuveirunni eftir dvöl í Ischgl í Tyrol í Austurríki hafi smitast áður en það steig upp í flugvélina á leiðinni heim. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarna, sóttvarnalæknis og Landlæknis í dag. Þórólfur var spurður að því hvers vegna Ísland virðist vera eina þjóðin sem sé að skilgreina skíðasvæðið Ischgl sem áhættusvæði. „Við teljum að það sé mjög nauðsynlegt að taka á þessum málum eins hart og mögulegt er strax í byrjun. Ég er í reglulegu sambandi við félaga mína og kollega á hinum Norðurlöndunum og líka í Evrópu. Mér sýnist þau vera einu til tveimur skrefum á eftir okkur,“ segir Þórólfur. Yfir fjórar milljónir króna tapaðar „Þau eru enn þá að skilgreina nokkur svæði á Norður-Ítalíu sem áhættusvæði meðan það er greinilegt að smit er miklu víðar. Ég tel að við séum hreinlega á undan. Það má vel vera vegna þess að boðleiðirnar og það að lýsa yfir hættusvæðum á hinum Norðurlöndunum er erfiðara í framkvæmd en hér.“ Baldur Oddur Baldursson, sem er hluti af 22 manna hópi sem átti bókaða ferð til Ischl, segir ferðinni hafa verið aflýst. Um sé að ræða glataðan pening upp á fimmtu milljón króna. Fólkið sé svekkt en hann hafi ákveðið að kanna stöðuna nánar. „Ég ákvað í morgun að reyna að kynna mér þetta aðeins betur, þar sem mér þótti einkennilegt að þessi litli bær í Tyrol héraði væri sá eini í Austurríki með þessa skilgreiningu. Ég hafði því samband við heilbrigðisstofnun Austurríkis. Sá sem ég talaði við þar kom af fjöllum og tjáði mér að ekkert tilfelli vírussins hefði komið upp í Ischgl og það væri alls ekki skilgreint sem áhættusvæði af nokkurri þjóð, nema þá Íslandi, sem þau voru ekki meðvituð um þegar að ég hringdi,“ segir Baldur Oddur. Í framhaldinu hafi hann farið inn á heimasíðu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, og skoðaði tölfræði um smit á COVID-19 í heiminu. Þar hafi hann séð á þriðja tug smita tilkynnt í Austurríki og þar af tvö í Tyrol. og samkvæmt heilbrigðisstofnun Austurríkis hafi þau tvö tilfelli komið upp í Innsbruck. Þegar þessu símtali var lokið hafði hann samband við tryggingafélagið sem undirritar tryggingar á Mastercard Premium kreditkorti mínu og státar sig af afburða ferðatryggingum. Ekkert tryggt hjá VÍS „Árgjaldið er að ég held kr. 41.500. Þetta háa árgjald er réttlætt meðal annars með kostnaði við þessar afburða tryggingar. Starfsmaður VÍS tjáði mér að þetta félli ekki undir forfallatrygginguna þar sem það væri mitt val hvort ég færi eða ekki, mér væri í sjálfsvald sett að vera í tveggja vikna einangrun þegar ég kæmi heim frá Ischgl.“ Svo hringdi hann í hótelið ytra. Þar kom starfsmaður af fjöllum varðandi smithættu og fékk í framhaldinu tölvupóst. Þar kom fram að fjórtán Íslendingar sem hefðu verið á hótelinu væru nú komnir til síns heima. Þau hefðu greinst á Íslandi. Fólkið hefði að öllum líkindum smitast í flugvélinni á leiðinni heim. Þetta var borið undir Þórólf í dag. „Það er mjög ólíklegt. Við erum í sambandi við yfirvöld bæði í Austurríki og á Ítalíu um þetta smit. Vandinn er sá að það er kannski erfitt að segja nákvæmlega til um það hvar smitið varð. Það er alveg ljóst í mínum huga að það hefur verið áður fólkið fór í þetta flug. Þau greindust það snemma eftir að þau voru í fluginu, og öll á sama tíma, þannig að það er mjög ólíklegt.“ Blaðamannafundinn í heild má sjá hér að neðan. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alveg víst að Íslendingarnir sem smitaðir eru af kórónuveirunni eftir dvöl í Ischgl í Tyrol í Austurríki hafi smitast áður en það steig upp í flugvélina á leiðinni heim. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarna, sóttvarnalæknis og Landlæknis í dag. Þórólfur var spurður að því hvers vegna Ísland virðist vera eina þjóðin sem sé að skilgreina skíðasvæðið Ischgl sem áhættusvæði. „Við teljum að það sé mjög nauðsynlegt að taka á þessum málum eins hart og mögulegt er strax í byrjun. Ég er í reglulegu sambandi við félaga mína og kollega á hinum Norðurlöndunum og líka í Evrópu. Mér sýnist þau vera einu til tveimur skrefum á eftir okkur,“ segir Þórólfur. Yfir fjórar milljónir króna tapaðar „Þau eru enn þá að skilgreina nokkur svæði á Norður-Ítalíu sem áhættusvæði meðan það er greinilegt að smit er miklu víðar. Ég tel að við séum hreinlega á undan. Það má vel vera vegna þess að boðleiðirnar og það að lýsa yfir hættusvæðum á hinum Norðurlöndunum er erfiðara í framkvæmd en hér.“ Baldur Oddur Baldursson, sem er hluti af 22 manna hópi sem átti bókaða ferð til Ischl, segir ferðinni hafa verið aflýst. Um sé að ræða glataðan pening upp á fimmtu milljón króna. Fólkið sé svekkt en hann hafi ákveðið að kanna stöðuna nánar. „Ég ákvað í morgun að reyna að kynna mér þetta aðeins betur, þar sem mér þótti einkennilegt að þessi litli bær í Tyrol héraði væri sá eini í Austurríki með þessa skilgreiningu. Ég hafði því samband við heilbrigðisstofnun Austurríkis. Sá sem ég talaði við þar kom af fjöllum og tjáði mér að ekkert tilfelli vírussins hefði komið upp í Ischgl og það væri alls ekki skilgreint sem áhættusvæði af nokkurri þjóð, nema þá Íslandi, sem þau voru ekki meðvituð um þegar að ég hringdi,“ segir Baldur Oddur. Í framhaldinu hafi hann farið inn á heimasíðu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, og skoðaði tölfræði um smit á COVID-19 í heiminu. Þar hafi hann séð á þriðja tug smita tilkynnt í Austurríki og þar af tvö í Tyrol. og samkvæmt heilbrigðisstofnun Austurríkis hafi þau tvö tilfelli komið upp í Innsbruck. Þegar þessu símtali var lokið hafði hann samband við tryggingafélagið sem undirritar tryggingar á Mastercard Premium kreditkorti mínu og státar sig af afburða ferðatryggingum. Ekkert tryggt hjá VÍS „Árgjaldið er að ég held kr. 41.500. Þetta háa árgjald er réttlætt meðal annars með kostnaði við þessar afburða tryggingar. Starfsmaður VÍS tjáði mér að þetta félli ekki undir forfallatrygginguna þar sem það væri mitt val hvort ég færi eða ekki, mér væri í sjálfsvald sett að vera í tveggja vikna einangrun þegar ég kæmi heim frá Ischgl.“ Svo hringdi hann í hótelið ytra. Þar kom starfsmaður af fjöllum varðandi smithættu og fékk í framhaldinu tölvupóst. Þar kom fram að fjórtán Íslendingar sem hefðu verið á hótelinu væru nú komnir til síns heima. Þau hefðu greinst á Íslandi. Fólkið hefði að öllum líkindum smitast í flugvélinni á leiðinni heim. Þetta var borið undir Þórólf í dag. „Það er mjög ólíklegt. Við erum í sambandi við yfirvöld bæði í Austurríki og á Ítalíu um þetta smit. Vandinn er sá að það er kannski erfitt að segja nákvæmlega til um það hvar smitið varð. Það er alveg ljóst í mínum huga að það hefur verið áður fólkið fór í þetta flug. Þau greindust það snemma eftir að þau voru í fluginu, og öll á sama tíma, þannig að það er mjög ólíklegt.“ Blaðamannafundinn í heild má sjá hér að neðan.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira