Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. apríl 2020 18:30 Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. Í yfirlýsingu frá lögmanni konunnar kemur fram að hún hafi ekki á neinum tíma falsað eða villt á sér heimildir sem heilbrigðisstarfsmaður og að hún hafi upplýst yfirboðara sína um menntun sína og reynslu þegar hún réð sig í bakvarðasveit. Þegar málið kom upp í gær voru allir bakverðir og konan sett í sóttkví en henni aflétt strax í dag eftir að sýni reyndust neikvæð. Agnes Veronika Hauksdóttir og Valgerður Pálsdóttir, störfuðu sem bakverðir með konunni.Vísir/Hafþór Starfsfólki brugðið þegar málið kom upp „Ég fékk algjört áfall af því að ég trúi því bara og treysti að fólk sem er að bjóða sig fram sé hér að heilum hug,“ segir Agnes Veronika Hauksdóttir, einn bakvarðanna sem starfaði með konunni. „Ég sem betur fer var ekki til staðar þegar lögreglan kom og sótti hana. Ég var mjög feginn að þurfa ekki að verða vitni að því,“ segir Valgerður Pálsdóttir, sem einnig starfaði með konunni. „Það voru grunsemdir þegar hún framvísaði þessu breska leyfisbréfi þannig að þau höfðu alltaf vaðið fyrir neðan sig. Þannig að það var alltaf hjúkrunarfræðinemi, sem hafði réttindi, með henni til að sinna hennar störfum,“ segir Agnes. Alma Möller, landlæknirLögreglan Ráðning alltaf á ábyrgð heilbrigðisstofnunar Í samtali við fréttastofu í dag gagnrýnir konan Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fyrir framgöngu stofnunarinnar í málinu. Hún sé með hreina sakaskrá og viðurkenningu á menntun frá breskum skóla sem ekki sé búið að meta til starfsleyfis hér. Landlæknir segir allar ráðningar á ábyrgð hverrar stofnunar fyrir sig. „Það er bara eins og alltaf við allar ráðningar það er að fara yfir gögn sem að viðkomandi leggur fram,“ segir Alma Möller, landlæknir. Þá kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag að konan hafi starfað á Landspítalanum árið 2017. Forstjóri spítalans segir konuna ekki hafa starfað í fagstarfi. Millifærsla mannsins til konunnar.Skjáskot/Stöð 2 Konan kærð fyrir fjársvik á síðasta ári Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar í dag um að konan hafi áður villt á sér heimildir. Meðal annars þóst vera lögmaður. Örvar Friðriksson sem starfar sem kerfisfræðingur kærði hana í maí í fyrra fyrir fjársvik eftir að hafa millifært á hana hálfa milljón fyrir lögmannsaðstoð. Hann segir konuna hafa unnið fyrir fyrirtæki sitt í eina viku og sagst vera með meistaragráðu í lögfræði frá háskóla í Edinborg. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið í rannsókn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lögfræðingur segir ásakanir á hendur konunni fjarstæðukenndar Lögfræðingur konunnar sem sökuð er um að hafa villt á sér heimildir þegar hún gekk til liðs við bakvarðasveit og er grunuð um skjalafals og þjófnað á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík þvertekur fyrir það að konan hafi brotið af sér. 11. apríl 2020 10:50 Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24 Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. 10. apríl 2020 19:17 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. Í yfirlýsingu frá lögmanni konunnar kemur fram að hún hafi ekki á neinum tíma falsað eða villt á sér heimildir sem heilbrigðisstarfsmaður og að hún hafi upplýst yfirboðara sína um menntun sína og reynslu þegar hún réð sig í bakvarðasveit. Þegar málið kom upp í gær voru allir bakverðir og konan sett í sóttkví en henni aflétt strax í dag eftir að sýni reyndust neikvæð. Agnes Veronika Hauksdóttir og Valgerður Pálsdóttir, störfuðu sem bakverðir með konunni.Vísir/Hafþór Starfsfólki brugðið þegar málið kom upp „Ég fékk algjört áfall af því að ég trúi því bara og treysti að fólk sem er að bjóða sig fram sé hér að heilum hug,“ segir Agnes Veronika Hauksdóttir, einn bakvarðanna sem starfaði með konunni. „Ég sem betur fer var ekki til staðar þegar lögreglan kom og sótti hana. Ég var mjög feginn að þurfa ekki að verða vitni að því,“ segir Valgerður Pálsdóttir, sem einnig starfaði með konunni. „Það voru grunsemdir þegar hún framvísaði þessu breska leyfisbréfi þannig að þau höfðu alltaf vaðið fyrir neðan sig. Þannig að það var alltaf hjúkrunarfræðinemi, sem hafði réttindi, með henni til að sinna hennar störfum,“ segir Agnes. Alma Möller, landlæknirLögreglan Ráðning alltaf á ábyrgð heilbrigðisstofnunar Í samtali við fréttastofu í dag gagnrýnir konan Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fyrir framgöngu stofnunarinnar í málinu. Hún sé með hreina sakaskrá og viðurkenningu á menntun frá breskum skóla sem ekki sé búið að meta til starfsleyfis hér. Landlæknir segir allar ráðningar á ábyrgð hverrar stofnunar fyrir sig. „Það er bara eins og alltaf við allar ráðningar það er að fara yfir gögn sem að viðkomandi leggur fram,“ segir Alma Möller, landlæknir. Þá kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag að konan hafi starfað á Landspítalanum árið 2017. Forstjóri spítalans segir konuna ekki hafa starfað í fagstarfi. Millifærsla mannsins til konunnar.Skjáskot/Stöð 2 Konan kærð fyrir fjársvik á síðasta ári Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar í dag um að konan hafi áður villt á sér heimildir. Meðal annars þóst vera lögmaður. Örvar Friðriksson sem starfar sem kerfisfræðingur kærði hana í maí í fyrra fyrir fjársvik eftir að hafa millifært á hana hálfa milljón fyrir lögmannsaðstoð. Hann segir konuna hafa unnið fyrir fyrirtæki sitt í eina viku og sagst vera með meistaragráðu í lögfræði frá háskóla í Edinborg. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið í rannsókn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lögfræðingur segir ásakanir á hendur konunni fjarstæðukenndar Lögfræðingur konunnar sem sökuð er um að hafa villt á sér heimildir þegar hún gekk til liðs við bakvarðasveit og er grunuð um skjalafals og þjófnað á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík þvertekur fyrir það að konan hafi brotið af sér. 11. apríl 2020 10:50 Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24 Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. 10. apríl 2020 19:17 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Lögfræðingur segir ásakanir á hendur konunni fjarstæðukenndar Lögfræðingur konunnar sem sökuð er um að hafa villt á sér heimildir þegar hún gekk til liðs við bakvarðasveit og er grunuð um skjalafals og þjófnað á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík þvertekur fyrir það að konan hafi brotið af sér. 11. apríl 2020 10:50
Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24
Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. 10. apríl 2020 19:17