Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. apríl 2020 20:00 Sóttvarnalæknir segir landsmönnum að búa sig undir áframhaldandi takmarkanir að minnsta kosti fram á haust. Andlát vegna kórónuveirunnar varð á Landspítalanum síðasta sólarhring. Átta hafa látist af völdum veirunnar. Sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi í dag að þær aðgerðir og takmarkanir sem settar hafa verið á hafi gefist vel í faraldrinum. Fjórtán greindust með smit síðasta sólarhringinn og er heildarfjöldi þeirra sem hafa sýkst tæplega sautjánhundruð. Níutíu batnaði. Þá hefur jafn mörgum batnað og eru nú í einangrun. Sóttvarnalæknir segir að þrátt fyrir að faraldurinn sé á hægri niðurleið og lítið samfélagslegt smit í gangi þurfi landsmenn að undirbúa sig undir áframhaldandi takmarkanir. Frá upplýsingafundi Almannavarna og landlæknis í dagMynd/Lögreglan Mótefnamælingar síðar í mánuðinum „Við þurfum að vera við því búin að litlar hópsýkingar geti brotist út ef við gætum ekki að okkur sem þýðir að við þurfum að halda áfram árvekni eins og við höfum gert fram að þessu,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að ráðist verði í mótefnamælingar síðar í mánuðinum til þess að kanna hverjir séu út settir fyrir smiti. Eins og fram hefur komið verður aðgerðum í samfélaginu aflétt í skrefum frá 4. maí. „Hvert skref mun örugglega þurfa taka svona þrjár til fjórar vikur og það mun ábyggilega ná yfir einhverja vikur og mánuði og örugglega yfir sumartímann,“ segir Þórólfur. Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Ef í ljós komi að aflétting aðgerða verði til þess að smitum fjölgi megi gera ráð fyrir að þær verði hertar aftur. „Ég bið landsmenn um að vera undir það búna að takmarkanir verði settar á stórar samkomur í sumar. Hvernig það verður gert verður auglýst síðar,“ segir Þórólfur. Út árið þurfi almenningur að viðhalda almennu hreinlæti, virða tveggja metra fjarlægðarmörk, vernda viðkvæma hópa og forðast mannmarga staði. Þórólfur segir einnig að takmarkanir verði settar á komu erlendra ferðamanna hingað til lands sem og á ferðir Íslendinga til útlanda. Tengdar fréttir Svona var 42. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. 11. apríl 2020 13:00 Framlengja aðgerðaáætlun á norðanverðum Vestfjörðum Óbreytt fyrirkomulag verður á sóttvarnaraðgerðum á norðanverðum Vestfjörðum að minnsta kosti til 26. apríl næstkomandi. 11. apríl 2020 17:27 Jafnmargir hafa náð bata og eru í einangrun Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.689 hér á landi. 11. apríl 2020 13:01 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir landsmönnum að búa sig undir áframhaldandi takmarkanir að minnsta kosti fram á haust. Andlát vegna kórónuveirunnar varð á Landspítalanum síðasta sólarhring. Átta hafa látist af völdum veirunnar. Sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi í dag að þær aðgerðir og takmarkanir sem settar hafa verið á hafi gefist vel í faraldrinum. Fjórtán greindust með smit síðasta sólarhringinn og er heildarfjöldi þeirra sem hafa sýkst tæplega sautjánhundruð. Níutíu batnaði. Þá hefur jafn mörgum batnað og eru nú í einangrun. Sóttvarnalæknir segir að þrátt fyrir að faraldurinn sé á hægri niðurleið og lítið samfélagslegt smit í gangi þurfi landsmenn að undirbúa sig undir áframhaldandi takmarkanir. Frá upplýsingafundi Almannavarna og landlæknis í dagMynd/Lögreglan Mótefnamælingar síðar í mánuðinum „Við þurfum að vera við því búin að litlar hópsýkingar geti brotist út ef við gætum ekki að okkur sem þýðir að við þurfum að halda áfram árvekni eins og við höfum gert fram að þessu,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að ráðist verði í mótefnamælingar síðar í mánuðinum til þess að kanna hverjir séu út settir fyrir smiti. Eins og fram hefur komið verður aðgerðum í samfélaginu aflétt í skrefum frá 4. maí. „Hvert skref mun örugglega þurfa taka svona þrjár til fjórar vikur og það mun ábyggilega ná yfir einhverja vikur og mánuði og örugglega yfir sumartímann,“ segir Þórólfur. Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Ef í ljós komi að aflétting aðgerða verði til þess að smitum fjölgi megi gera ráð fyrir að þær verði hertar aftur. „Ég bið landsmenn um að vera undir það búna að takmarkanir verði settar á stórar samkomur í sumar. Hvernig það verður gert verður auglýst síðar,“ segir Þórólfur. Út árið þurfi almenningur að viðhalda almennu hreinlæti, virða tveggja metra fjarlægðarmörk, vernda viðkvæma hópa og forðast mannmarga staði. Þórólfur segir einnig að takmarkanir verði settar á komu erlendra ferðamanna hingað til lands sem og á ferðir Íslendinga til útlanda.
Tengdar fréttir Svona var 42. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. 11. apríl 2020 13:00 Framlengja aðgerðaáætlun á norðanverðum Vestfjörðum Óbreytt fyrirkomulag verður á sóttvarnaraðgerðum á norðanverðum Vestfjörðum að minnsta kosti til 26. apríl næstkomandi. 11. apríl 2020 17:27 Jafnmargir hafa náð bata og eru í einangrun Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.689 hér á landi. 11. apríl 2020 13:01 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Svona var 42. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. 11. apríl 2020 13:00
Framlengja aðgerðaáætlun á norðanverðum Vestfjörðum Óbreytt fyrirkomulag verður á sóttvarnaraðgerðum á norðanverðum Vestfjörðum að minnsta kosti til 26. apríl næstkomandi. 11. apríl 2020 17:27
Jafnmargir hafa náð bata og eru í einangrun Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.689 hér á landi. 11. apríl 2020 13:01