Sport

Dagskráin í dag: Seinni bylgjan með breyttu sniði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það verður spurningakeppni í Seinni bylgjunni í kvöld.
Það verður spurningakeppni í Seinni bylgjunni í kvöld. vísir/S2s

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Stöð 2 Sport

Það verður sitt lítið af hverju sem verður á Stöð 2 Sport í dag. Ýmsir fréttaþættir, klassískir Meistaradeildarleikir, frábærir íslenskir knattspyrnuleikir og Seinni bylgjan er á meðal þess sem er á dagskránni í dag og kvöld. Þátturinn verður brotinn upp í tilefni páskanna og sérfræðingar þáttarins munu reyna fyrir sér í spurningakeppni um handbolta.

Stöð 2 Sport 2

Það verður bikarstemning á Stöð 2 Sport 2 í dag. Ýmsir bikarúrslitaleikir karla og kvenna í fótbolta munu verða sýndir á tvistinum í dag.

Stöð 2 Sport 3

Meistaradeildin er á ís eins og flest allar keppnir Evrópu þessa daganna vegna kórónuveirunnar. Saknar fólks Meistaradeildarinnar getur það stillt á Stöð 2 Sport 3 í dag þar sem rifjaðir verða upp margir frábærir úrslitaleikir í gegnum tíðina.

Stöð 2 eSport

GT kappakstur, Lenovo-deildin og svo margt fleira má finna á rafíþróttastöð Stöð 2 í dag.

Stöð 2 Golf

Það helsta frá ferli Tiger Woods og útsendingar frá Augusta-meistaramótinu árið 2019 er á dagskrá Stöð 2 Golf í dag.

Allar útsendingar dagsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×