Með betri árangri sem sést hefur í Evrópu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2020 17:51 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mikilvægt að tryggja að faraldurinn blossi ekki upp aftur. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins. Vænta má þess að tillögurnar verði kynntar á morgun en sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að aflétta aðgerðum hægt til að faraldurinn blossi ekki upp aftur. „Við munum reyna að fara í svona öfugri röð við það hvernig þær voru settar á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Búast má við að minnisblað sóttvarnalæknis verði rætt á ríkisstjórnarfundi á morgun og tillögurnar væntanlega kynntar í framhaldinu. Þórólfur vill lítið gefa upp um tillögur sínar fyrr en heilbrigðisráðherra hefur farið yfir þær en útilokar ekki að hægt verði að bjóða börnum upp á meiri tíma í skólum og leikskólum strax í maí. Þeim hefur fækkað hratt síðustu daga sem greinast með kórónuveiruna en síðastliðinn sólarhring voru þeir aðeins tíu. Níu af þeim voru í sóttkví. Þá hefur þeim fjölgað hratt sem hafa náð sér eftir að hafa greinst með veiruna. Sjö eru á gjörgæsludeild Landspítalans en fjórir þeirra eru í öndunar vél. Þá eru tveir á gjörgæsludeildinni á Sjúkrahúsinu á Akureyri. „Við höfum náð mjög góðum árangri hérna með því bæla faraldurinn niður og ég held að við séum bara með betri árangri sem að sést hefur í Evrópu hvað það varðar en það þýðir líka það að við þurfum að fara mjög hægt í að aflétta þessu og við þurfum að gefa okkur nokkra mánuði í að gera það. Því að annars fáum við faraldurinn aftur og það getur skapað mjög mikið álag fyrir spítalann og samfélagið allt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tillögur sóttvarnarlæknis um hvernig aflétta eigi aðgerðum liggja fyrir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur sent Svandísi Svavarsdóttur minnisblað sem felur í sér tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. apríl 2020 15:29 Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Sóttvarnalæknir segir landsmönnum að búa sig undir áframhaldandi takmarkanir að minnsta kosti fram á haust. Andlát vegna kórónuveirunnar varð á Landspítalanum síðasta sólarhring. Átta hafa látist af völdum veirunnar. 11. apríl 2020 20:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins. Vænta má þess að tillögurnar verði kynntar á morgun en sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að aflétta aðgerðum hægt til að faraldurinn blossi ekki upp aftur. „Við munum reyna að fara í svona öfugri röð við það hvernig þær voru settar á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Búast má við að minnisblað sóttvarnalæknis verði rætt á ríkisstjórnarfundi á morgun og tillögurnar væntanlega kynntar í framhaldinu. Þórólfur vill lítið gefa upp um tillögur sínar fyrr en heilbrigðisráðherra hefur farið yfir þær en útilokar ekki að hægt verði að bjóða börnum upp á meiri tíma í skólum og leikskólum strax í maí. Þeim hefur fækkað hratt síðustu daga sem greinast með kórónuveiruna en síðastliðinn sólarhring voru þeir aðeins tíu. Níu af þeim voru í sóttkví. Þá hefur þeim fjölgað hratt sem hafa náð sér eftir að hafa greinst með veiruna. Sjö eru á gjörgæsludeild Landspítalans en fjórir þeirra eru í öndunar vél. Þá eru tveir á gjörgæsludeildinni á Sjúkrahúsinu á Akureyri. „Við höfum náð mjög góðum árangri hérna með því bæla faraldurinn niður og ég held að við séum bara með betri árangri sem að sést hefur í Evrópu hvað það varðar en það þýðir líka það að við þurfum að fara mjög hægt í að aflétta þessu og við þurfum að gefa okkur nokkra mánuði í að gera það. Því að annars fáum við faraldurinn aftur og það getur skapað mjög mikið álag fyrir spítalann og samfélagið allt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tillögur sóttvarnarlæknis um hvernig aflétta eigi aðgerðum liggja fyrir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur sent Svandísi Svavarsdóttur minnisblað sem felur í sér tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. apríl 2020 15:29 Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Sóttvarnalæknir segir landsmönnum að búa sig undir áframhaldandi takmarkanir að minnsta kosti fram á haust. Andlát vegna kórónuveirunnar varð á Landspítalanum síðasta sólarhring. Átta hafa látist af völdum veirunnar. 11. apríl 2020 20:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Tillögur sóttvarnarlæknis um hvernig aflétta eigi aðgerðum liggja fyrir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur sent Svandísi Svavarsdóttur minnisblað sem felur í sér tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. apríl 2020 15:29
Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31
Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Sóttvarnalæknir segir landsmönnum að búa sig undir áframhaldandi takmarkanir að minnsta kosti fram á haust. Andlát vegna kórónuveirunnar varð á Landspítalanum síðasta sólarhring. Átta hafa látist af völdum veirunnar. 11. apríl 2020 20:00