Níu ríki Bandaríkjanna undirbúa afléttingu hafta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2020 23:05 Götur New York borgar eru nánast mannlausar en borgin hefur orðið mjög illa úti í kórónuveirufaraldrinum. EPA/JASON SZENES Níu ríki Bandaríkjanna tilkynntu í dag að vinna sé hafin við að undirbúa afléttingu þeirra hafta sem sett hafa verið til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá sé vinna einnig hafin til að koma efnahagslífi þeirra aftur á réttan kjöl. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagði í dag að Norðausturríkin New York, New Jersey og Connecticut muni vinna með Delaware, Pennsylvania og Rhode Island að því að samhæfa þau skref sem verða tekin á næstunni við að koma efnahagslífi aftur í réttan farveg. „Enginn hefur verið í þessari stöðu áður, enginn er með öll svörin,“ sagði Cuomo á opnum fjarskiptafundi með ríkisstjórum hinna fimm ríkjanna. „Varðandi heilsu almennings og efnahaginn: hvort kemur á undan? Þessir tveir hlutir eru báðir í forgangi.“ Þá tilkynntu ríkisstjórar Kaliforníu, Oregon og Washington að þeir hefðu einnig komist að samkomulagi um samhæfðar aðgerðir við enduropnun fyrirtækja, þótt þeir hafi ekki kynnt nákvæma tímalínu og sögðu að heilsa almennings myndi stjórna áætlunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði fyrr í dag að allar ákvarðanir um að koma efnahagslífi aftur af stað væru í hans höndum. Streita milli ríkisstjóra og Trumps hefur verið mikil síðan faraldurinn versnaði í Bandaríkjunum fyrir um mánuði síðan og hefur hún verið sérstaklega áberandi í umræðunni um efnahagslíf ríkjanna. Lagasérfræðingar vestanhafs hafa bent á það að Bandaríkjaforseti hafi takmörkuð völd samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna til að skipta sér af atvinnu- og efnahagsmálum í ríkjum. Hann geti ekki skipað íbúum ríkja að snúa aftur til starfa, borgum að opna opinberar stofnanir á ný, eða að skipa almenningssamgöngum eða fyrirtækjum að hefja aftur þjónustu. „Það er ákvörðun forsetans og liggja þar margar góðar ástæður að baki,“ skrifaði Trump á Twitter á mánudag. Þá bætti hann því við að ríkisstjórn hans ynni náið með ríkisstjórunum. ....It is the decision of the President, and for many good reasons. With that being said, the Administration and I are working closely with the Governors, and this will continue. A decision by me, in conjunction with the Governors and input from others, will be made shortly!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 13, 2020 „Ákvörðun mín, sem verður tekin í samstarfi við ríkisstjóra og aðra, verður tilkynnt fljótlega!“ sagði Trump á Twitter. Pólitískir leiðtogar hafa hamrað á því að ákvörðun um að opna á efnahagslífið á ný verði að vera tekin í samræmi við þróun faraldursins. Þeir hafa einnig varað við því að aflétta útgöngubanni of fljótt enda gæti það valdið því að faraldurinn verði enn verri. Ríkisstjórn Trump hefur gefið það í skyn að aflétting hafta muni hefjast þann 1. maí næstkomandi. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fjöldi smita fór yfir hálfa milljón sama dag og yfir 2000 létust Yfir 2000 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær, hvergi hefur slíkur fjöldi dauðsfalla sést á einum degi frá því að faraldurinn hóf að breiða úr sér 11. apríl 2020 08:37 Telja sig vera að ná tökum á útbreiðslunni Covid-19 sérfræðingateymi Hvíta hússins segir útlit vera fyrir að útbreiðslan sé að ná einhvers konar jafnvægi í landinu. 10. apríl 2020 21:20 Tíundi hver Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna Tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna síðan stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls hafa 16,8 milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum, samkvæmt tölum Vinnumálaráðuneytisins í Washington. 9. apríl 2020 18:14 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Níu ríki Bandaríkjanna tilkynntu í dag að vinna sé hafin við að undirbúa afléttingu þeirra hafta sem sett hafa verið til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá sé vinna einnig hafin til að koma efnahagslífi þeirra aftur á réttan kjöl. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagði í dag að Norðausturríkin New York, New Jersey og Connecticut muni vinna með Delaware, Pennsylvania og Rhode Island að því að samhæfa þau skref sem verða tekin á næstunni við að koma efnahagslífi aftur í réttan farveg. „Enginn hefur verið í þessari stöðu áður, enginn er með öll svörin,“ sagði Cuomo á opnum fjarskiptafundi með ríkisstjórum hinna fimm ríkjanna. „Varðandi heilsu almennings og efnahaginn: hvort kemur á undan? Þessir tveir hlutir eru báðir í forgangi.“ Þá tilkynntu ríkisstjórar Kaliforníu, Oregon og Washington að þeir hefðu einnig komist að samkomulagi um samhæfðar aðgerðir við enduropnun fyrirtækja, þótt þeir hafi ekki kynnt nákvæma tímalínu og sögðu að heilsa almennings myndi stjórna áætlunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði fyrr í dag að allar ákvarðanir um að koma efnahagslífi aftur af stað væru í hans höndum. Streita milli ríkisstjóra og Trumps hefur verið mikil síðan faraldurinn versnaði í Bandaríkjunum fyrir um mánuði síðan og hefur hún verið sérstaklega áberandi í umræðunni um efnahagslíf ríkjanna. Lagasérfræðingar vestanhafs hafa bent á það að Bandaríkjaforseti hafi takmörkuð völd samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna til að skipta sér af atvinnu- og efnahagsmálum í ríkjum. Hann geti ekki skipað íbúum ríkja að snúa aftur til starfa, borgum að opna opinberar stofnanir á ný, eða að skipa almenningssamgöngum eða fyrirtækjum að hefja aftur þjónustu. „Það er ákvörðun forsetans og liggja þar margar góðar ástæður að baki,“ skrifaði Trump á Twitter á mánudag. Þá bætti hann því við að ríkisstjórn hans ynni náið með ríkisstjórunum. ....It is the decision of the President, and for many good reasons. With that being said, the Administration and I are working closely with the Governors, and this will continue. A decision by me, in conjunction with the Governors and input from others, will be made shortly!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 13, 2020 „Ákvörðun mín, sem verður tekin í samstarfi við ríkisstjóra og aðra, verður tilkynnt fljótlega!“ sagði Trump á Twitter. Pólitískir leiðtogar hafa hamrað á því að ákvörðun um að opna á efnahagslífið á ný verði að vera tekin í samræmi við þróun faraldursins. Þeir hafa einnig varað við því að aflétta útgöngubanni of fljótt enda gæti það valdið því að faraldurinn verði enn verri. Ríkisstjórn Trump hefur gefið það í skyn að aflétting hafta muni hefjast þann 1. maí næstkomandi.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fjöldi smita fór yfir hálfa milljón sama dag og yfir 2000 létust Yfir 2000 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær, hvergi hefur slíkur fjöldi dauðsfalla sést á einum degi frá því að faraldurinn hóf að breiða úr sér 11. apríl 2020 08:37 Telja sig vera að ná tökum á útbreiðslunni Covid-19 sérfræðingateymi Hvíta hússins segir útlit vera fyrir að útbreiðslan sé að ná einhvers konar jafnvægi í landinu. 10. apríl 2020 21:20 Tíundi hver Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna Tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna síðan stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls hafa 16,8 milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum, samkvæmt tölum Vinnumálaráðuneytisins í Washington. 9. apríl 2020 18:14 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Fjöldi smita fór yfir hálfa milljón sama dag og yfir 2000 létust Yfir 2000 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær, hvergi hefur slíkur fjöldi dauðsfalla sést á einum degi frá því að faraldurinn hóf að breiða úr sér 11. apríl 2020 08:37
Telja sig vera að ná tökum á útbreiðslunni Covid-19 sérfræðingateymi Hvíta hússins segir útlit vera fyrir að útbreiðslan sé að ná einhvers konar jafnvægi í landinu. 10. apríl 2020 21:20
Tíundi hver Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna Tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna síðan stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls hafa 16,8 milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum, samkvæmt tölum Vinnumálaráðuneytisins í Washington. 9. apríl 2020 18:14