Bandaríski heimsmeistarinn æfir enn á fullu komin níu mánuði á leið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 12:30 Alex Morgan á fullu við æfingarnar í myndbandinu á Instagram síðu hennar. Mynd/Instagram Bandaríska knattspyrnukonan Alex Morgan hefur ekkert slakað á við æfingarnar nú þegar líður að fæðingu frumburðarins og bumbu æfingamyndbönd hennar hafa vakið talsverða athygli að undanförnu. Alex Morgan er í hópi bestu knattspyrnukvenna heims og var í lykilhlutverki þegar bandaríska landsliðið tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Frakklandi í fyrrasumar. Morgan er mjög öflugur framherji og hefur verið í fremstu röð síðan að hún vann sér sæti í bandaríska landsliðinu þegar hún var tvítug eða fyrir áratug. Morgan fékk silfurskóinn á HM 2019 sem næstmarkahæsti leikmaður mótsins á eftir liðfélaga sínum Megan Rapinoe en Alex Morgan var með 6 mörk og 3 stoðsendingar á heimsmeistaramótinu. Alex Morgan og maður hennar Servando Carrasco tilkynntu það í október síðastliðnum að þau ættu von á dóttur í apríl. The World Cup winner is due to have her baby any time now, but that hasn't stopped her from working out. https://t.co/vRR6UlbIvq— SPORTbible (@sportbible) April 13, 2020 Alex Morgan gaf það strax út að hún ætlaði sér að ná Ólympíuleikunum í Tókýó sem áttu að fara fram í sumar en hefur nú verið frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldarins. Alex Morgan hefur verið dugleg að gefa aðdáendum sínum innsýn í æfingar sínar og hún hefur ekkert slakað á þótt að bumban stækki með hverjum deginum. Nú þegar Ólympíuleikunum hefur verið frestað og engir fótboltaleikir eru á dagskránni bjuggust samt flestir við að Alex Morgan myndi róa æfingarnar og fara að undirbúa sig fyrir það að fæða barnið. Alex Morgan ætlar hins vegar að æfa alla níu mánuðina eins og sjá má á þessum myndum hér fyrir neðan. Being nine months pregnant and in quarantine isn't stopping Alex Morgan from working out ??(via @alexmorgan13) pic.twitter.com/Bsu36AThxI— Sports Illustrated (@SInow) April 13, 2020 Fyrir tveimur mánuðum þá var Alex Morgan enn út á knattspyrnuvellinum að gera æfingar með boltann en nú er æfir hún í sóttkví þar sem eiginmaðurinn hvetur hana áfram. Alex Morgan hefur skorað 107 mörk í 169 leikjum fyrir bandaríska landsliðið og hún hefur tvisvar orðið bandarískur meistari auk þess að vinna þrennuna með Lyon tímabilið 2016-17. Alex Morgan varð heimsmeistari með bandaríska landsliðinu 2015 og 2018 en hún varð líka Ólympíumeistari með liðinu í London 2012. HM 2019 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Sjá meira
Bandaríska knattspyrnukonan Alex Morgan hefur ekkert slakað á við æfingarnar nú þegar líður að fæðingu frumburðarins og bumbu æfingamyndbönd hennar hafa vakið talsverða athygli að undanförnu. Alex Morgan er í hópi bestu knattspyrnukvenna heims og var í lykilhlutverki þegar bandaríska landsliðið tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Frakklandi í fyrrasumar. Morgan er mjög öflugur framherji og hefur verið í fremstu röð síðan að hún vann sér sæti í bandaríska landsliðinu þegar hún var tvítug eða fyrir áratug. Morgan fékk silfurskóinn á HM 2019 sem næstmarkahæsti leikmaður mótsins á eftir liðfélaga sínum Megan Rapinoe en Alex Morgan var með 6 mörk og 3 stoðsendingar á heimsmeistaramótinu. Alex Morgan og maður hennar Servando Carrasco tilkynntu það í október síðastliðnum að þau ættu von á dóttur í apríl. The World Cup winner is due to have her baby any time now, but that hasn't stopped her from working out. https://t.co/vRR6UlbIvq— SPORTbible (@sportbible) April 13, 2020 Alex Morgan gaf það strax út að hún ætlaði sér að ná Ólympíuleikunum í Tókýó sem áttu að fara fram í sumar en hefur nú verið frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldarins. Alex Morgan hefur verið dugleg að gefa aðdáendum sínum innsýn í æfingar sínar og hún hefur ekkert slakað á þótt að bumban stækki með hverjum deginum. Nú þegar Ólympíuleikunum hefur verið frestað og engir fótboltaleikir eru á dagskránni bjuggust samt flestir við að Alex Morgan myndi róa æfingarnar og fara að undirbúa sig fyrir það að fæða barnið. Alex Morgan ætlar hins vegar að æfa alla níu mánuðina eins og sjá má á þessum myndum hér fyrir neðan. Being nine months pregnant and in quarantine isn't stopping Alex Morgan from working out ??(via @alexmorgan13) pic.twitter.com/Bsu36AThxI— Sports Illustrated (@SInow) April 13, 2020 Fyrir tveimur mánuðum þá var Alex Morgan enn út á knattspyrnuvellinum að gera æfingar með boltann en nú er æfir hún í sóttkví þar sem eiginmaðurinn hvetur hana áfram. Alex Morgan hefur skorað 107 mörk í 169 leikjum fyrir bandaríska landsliðið og hún hefur tvisvar orðið bandarískur meistari auk þess að vinna þrennuna með Lyon tímabilið 2016-17. Alex Morgan varð heimsmeistari með bandaríska landsliðinu 2015 og 2018 en hún varð líka Ólympíumeistari með liðinu í London 2012.
HM 2019 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Sjá meira