Víðir ánægður með páskana en boðar hænuskref Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2020 10:18 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Þetta gekk bara vel,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um hvort að landsmenn hafi fylgt fyrirmælum um að ferðast innanhús um páskana. Breytingar á samkomubanni sem kynntar verða í hádeginu verða gerðar í litlum skömmtum í einu. Víðir ræddi páskahelgina Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að það hafi verið ánægjulegt að vakna í morgun eftir stórslysalausa páska. „Það voru engin stórslys og ekkert sem gerðist sem jók álagið á heilbrigðiskerfið. Það var það sem maður var að leitast eftir og auðvitað er maður bara alsæll með það að þetta hafi gengið. Við höfðum verulegar áhyggjur af þessu fyrir páska eins og kom skýrt fram að ef eitthvað myndi ganga á þannig að kerfið myndi fá meira álag sem það má ekki við,“ sagði Víðir. Líkt og kom fram á Vísi um helgina var töluvert af fólki sem lagði leið sína í sumarbústaði um páskana. Sagðist Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar meðal annars vera mjög hneykslaður á öllu því fólki sem hafi ætlað sér að vera í sumarbústöðum í sveitarfélaginu yfir páskana. Var Víðir spurður að því hvort að þessar fregnir hafi valdið honum vonbrigðum. „Nei, maður veit ekki hvað maður á að segja. Maður veit alveg hvernig þetta er í mörgum tilfellum. Fjölskyldan kannski búin að vera saman heima og svo fer fjölskyldan bara saman í bústað og er þar og hittir engann og gerir ekkert öðruvísi en heima þá kannski minnka líkurnar,“ sagði Víðir. Ástæðan fyrir því að fólk hafi verið hvatt til að ferðast innanhús hafi meðal annars verið hættan á því að ferðalög um páskana myndu losa um samkomubannið. Hvort það hafi gerst mun koma í ljós síðar. „Það vitum við svo sem ekki fyrr en eftir 10-14 daga hvort eitthvað hafi gengið á um páskana sem veldur því hvort smitum fjölgi. Við sjáum þá ekki fyrr en um mánaðarmótin,“ sagði Víðir. Ekki allt búið 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag, þar sem meðal annars verða kynnt fyrstu skrefin sem tekin verða í átt að því að afnema yfirstandi samkomubann sem stendur til 4. maí. Það verður gert í litlum skrefum í einu að sögn Víðis. „Við erum ekki að fara að standa 4. maí þannig að allt sé bara búið og við klöppum hverju öðru á bakið og fögnum því að þetta sé búið og við förum að gera eitthvað allt annað. Það er ekki það sem er að fara að gerast,“ sagði Víðir. Ýmsir lögðu leið sína um Suðurland um páskana.Vísir/vilhelm Líklega verði breytingar á samkomubanninni gerðar með þriggja til fjögurra vikna millibili. „Það er eitt af því fáa sem mér finnst sérfræðingar þessa heims vera sammála um, að þessar afléttingar verði að gerast mjög hægt. Það er mjög skynsamlegt að bíða í þrjár til fjórar vikur til að sjá hver áhrifin af breytingunni verða.“ Þannig munu áhrifin af þeim breytingum á samkomubanninu sem kynntar verða í dag koma í ljós undir lok næsta mánaðar. „Þá geta menn farið að taka ákvörðum um hvað sé óhætt að gera í næstu skrefum.“ Páskar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Þetta gekk bara vel,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um hvort að landsmenn hafi fylgt fyrirmælum um að ferðast innanhús um páskana. Breytingar á samkomubanni sem kynntar verða í hádeginu verða gerðar í litlum skömmtum í einu. Víðir ræddi páskahelgina Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að það hafi verið ánægjulegt að vakna í morgun eftir stórslysalausa páska. „Það voru engin stórslys og ekkert sem gerðist sem jók álagið á heilbrigðiskerfið. Það var það sem maður var að leitast eftir og auðvitað er maður bara alsæll með það að þetta hafi gengið. Við höfðum verulegar áhyggjur af þessu fyrir páska eins og kom skýrt fram að ef eitthvað myndi ganga á þannig að kerfið myndi fá meira álag sem það má ekki við,“ sagði Víðir. Líkt og kom fram á Vísi um helgina var töluvert af fólki sem lagði leið sína í sumarbústaði um páskana. Sagðist Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar meðal annars vera mjög hneykslaður á öllu því fólki sem hafi ætlað sér að vera í sumarbústöðum í sveitarfélaginu yfir páskana. Var Víðir spurður að því hvort að þessar fregnir hafi valdið honum vonbrigðum. „Nei, maður veit ekki hvað maður á að segja. Maður veit alveg hvernig þetta er í mörgum tilfellum. Fjölskyldan kannski búin að vera saman heima og svo fer fjölskyldan bara saman í bústað og er þar og hittir engann og gerir ekkert öðruvísi en heima þá kannski minnka líkurnar,“ sagði Víðir. Ástæðan fyrir því að fólk hafi verið hvatt til að ferðast innanhús hafi meðal annars verið hættan á því að ferðalög um páskana myndu losa um samkomubannið. Hvort það hafi gerst mun koma í ljós síðar. „Það vitum við svo sem ekki fyrr en eftir 10-14 daga hvort eitthvað hafi gengið á um páskana sem veldur því hvort smitum fjölgi. Við sjáum þá ekki fyrr en um mánaðarmótin,“ sagði Víðir. Ekki allt búið 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag, þar sem meðal annars verða kynnt fyrstu skrefin sem tekin verða í átt að því að afnema yfirstandi samkomubann sem stendur til 4. maí. Það verður gert í litlum skrefum í einu að sögn Víðis. „Við erum ekki að fara að standa 4. maí þannig að allt sé bara búið og við klöppum hverju öðru á bakið og fögnum því að þetta sé búið og við förum að gera eitthvað allt annað. Það er ekki það sem er að fara að gerast,“ sagði Víðir. Ýmsir lögðu leið sína um Suðurland um páskana.Vísir/vilhelm Líklega verði breytingar á samkomubanninni gerðar með þriggja til fjögurra vikna millibili. „Það er eitt af því fáa sem mér finnst sérfræðingar þessa heims vera sammála um, að þessar afléttingar verði að gerast mjög hægt. Það er mjög skynsamlegt að bíða í þrjár til fjórar vikur til að sjá hver áhrifin af breytingunni verða.“ Þannig munu áhrifin af þeim breytingum á samkomubanninu sem kynntar verða í dag koma í ljós undir lok næsta mánaðar. „Þá geta menn farið að taka ákvörðum um hvað sé óhætt að gera í næstu skrefum.“
Páskar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira