Tók strætó með Zlatan í miðju útihlaupi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 11:30 Ætli Zlatan Ibrahimovic hlýtur líka að muna eftir strákapörum hans og Guðmundar Viðar Mete undir lok síðustu aldar þegar þeir voru báðir hjá Malmö FF. EPA-EFE/ROBERTO BREGANI Guðmundur Viðar Mete er góður vinur sænsku stórstjörnunnar Zlatan Ibrahimovic en þeir eru æskuvinir og halda enn sambandi í dag. Guðmundur Viðar Mete ræddi tímann með Zlatan Ibrahimovic í hlaðvarpsþættinum Miðjan á vefsíðunni Fótbolta.net. Í viðtalinu fjallar Guðmundur Viðar meðal annars um strákapör hans og Zlatan í Malmö í Svíþjóð. „Við hittumst mikið og hann var í öðrum bekk í sama skóla og ég," sagði Guðmundur Viðar í Miðjunni. Guðmundur Viðar er fæddur í apríl 1981 en Zlatan Ibrahimovic fæddist í október sama ár. Báðir voru þeir að banka á dyrnar hjá Malmö FF í upphafi aldarinnar. Zlatan spilaði sína fyrstu leiki með Malmö FF á 1999 tímabilinu en Guðmundur Mete spilaði sína fyrstu leiki ári síðar. Strákapör Guðmundar Mete og Zlatans í Svíþjóð https://t.co/RolYAU1lfM— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 14, 2020 „Þegar við Zlatan komum upp í meistaraflokkinn ákváðum við að taka strætókortið með okkur í útihlaup," sagði Guðmundur í viðtalinu á Fótbolta.net. „Eftir fjóra til fimm kílómetra fórum við á næstu strætóstoppistöð og tókum hringinn með strætó. Við sáum Ómar Jó sem var þarna á þessum tíma alveg búinn á því síðastur og við enduðum í miðjunni. Þetta komst ekki upp," sagði Guðmundur Viðar Mete. Ómar Jóhannsson er fyrrum markvörður Keflvíkinga sem var þarna í unglingaliði Malmö FF með Zlatan og Guðmundi Mete. Þeir unnu sem dæmi saman unglingatitil með félaginu árið 1998. Ómar lék í tíu ár með Keflavík og er næstleikjahæsti markvörður félagsins í efstu deild á eftir Þorsteini Bjarnasyni. Guðmundur Viðar Mete fór endanlega frá Malmö FF eftir 2002 tímabilið en hafði einnig verið lánaður til danska félagsins FC Midtjylland árið 2001. Hann fór til IFK Norrköping árið 2003 en var síðan kominn til Keflavíkur sumarið 2005. Malmö FF seldi Zlatan Ibrahimovic til Ajax í mars 2001 og hann hefur í framhaldinu átt magnaðan feril og spilaði í öllum stærstu deildum Evrópu nema þeirri þýsku. Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Guðmundur Viðar Mete er góður vinur sænsku stórstjörnunnar Zlatan Ibrahimovic en þeir eru æskuvinir og halda enn sambandi í dag. Guðmundur Viðar Mete ræddi tímann með Zlatan Ibrahimovic í hlaðvarpsþættinum Miðjan á vefsíðunni Fótbolta.net. Í viðtalinu fjallar Guðmundur Viðar meðal annars um strákapör hans og Zlatan í Malmö í Svíþjóð. „Við hittumst mikið og hann var í öðrum bekk í sama skóla og ég," sagði Guðmundur Viðar í Miðjunni. Guðmundur Viðar er fæddur í apríl 1981 en Zlatan Ibrahimovic fæddist í október sama ár. Báðir voru þeir að banka á dyrnar hjá Malmö FF í upphafi aldarinnar. Zlatan spilaði sína fyrstu leiki með Malmö FF á 1999 tímabilinu en Guðmundur Mete spilaði sína fyrstu leiki ári síðar. Strákapör Guðmundar Mete og Zlatans í Svíþjóð https://t.co/RolYAU1lfM— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 14, 2020 „Þegar við Zlatan komum upp í meistaraflokkinn ákváðum við að taka strætókortið með okkur í útihlaup," sagði Guðmundur í viðtalinu á Fótbolta.net. „Eftir fjóra til fimm kílómetra fórum við á næstu strætóstoppistöð og tókum hringinn með strætó. Við sáum Ómar Jó sem var þarna á þessum tíma alveg búinn á því síðastur og við enduðum í miðjunni. Þetta komst ekki upp," sagði Guðmundur Viðar Mete. Ómar Jóhannsson er fyrrum markvörður Keflvíkinga sem var þarna í unglingaliði Malmö FF með Zlatan og Guðmundi Mete. Þeir unnu sem dæmi saman unglingatitil með félaginu árið 1998. Ómar lék í tíu ár með Keflavík og er næstleikjahæsti markvörður félagsins í efstu deild á eftir Þorsteini Bjarnasyni. Guðmundur Viðar Mete fór endanlega frá Malmö FF eftir 2002 tímabilið en hafði einnig verið lánaður til danska félagsins FC Midtjylland árið 2001. Hann fór til IFK Norrköping árið 2003 en var síðan kominn til Keflavíkur sumarið 2005. Malmö FF seldi Zlatan Ibrahimovic til Ajax í mars 2001 og hann hefur í framhaldinu átt magnaðan feril og spilaði í öllum stærstu deildum Evrópu nema þeirri þýsku.
Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira