Finnair og Juneyao í samstarf eftir faraldurinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. apríl 2020 11:39 Flugfélagið Juneyao Air er ekki af baki dottið þó svo að áform þess um áætlunarflug til Vestur-Evrópu hafi farið úr skorðum vegna kórónuveirunnar. Vísir/EPA Finnska ríkisflugfélagið Finnair hefur undirritað viljayfirlýsingu með hinu kínverska Juneyao Airlines um fyrirhugaða stofnun samáhættufélags. Samstarfinu er ætlað að stórauka möguleika þeirra á að samnýta flugnúmer við áætlunarflug í framtíðinni. Í yfirlýsingu frá Finnair er haft eftir Ole Orver, forstjóra flugfélagsins, að undirritunin muni ekki aðeins efla þjónustu við viðskiptavini Finnair heldur jafnframt leggja grunninn að stórsókn þegar flugbransinn hefur jafnað sig af kórónuveirunni. Samstarf sem þetta þykir algengt í þessum geira. Þegar félög bjóða upp á sammerkt flug felur það jafnan í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru. Með þessu samstarfi vonast Finnair og Juneyao Airlines þannig til að fjölga áfangastöðum sínum, það fyrrnefnda í Asíu og það kínverska í Evrópu. Finnair hefur reitt sig verulega á Asíuflug á síðustu árum. Það, eins og önnur flugfélög, hefur þó þurft að bregðast við kórónuveirufaraldrinum og hefur þegar gefið út afkomuviðvörun fyrir yfirstandandi ár. Finnair hefur að sama skapi dregið úr starfsemi sinni um næstum 90 prósent frá aprílbyrjun vegna veirunnar. Juneyao Airlines hefur einnig þurft að breyta áætlunum sínum fyrir árið. Það gerði félagið til að mynda með því að aflýsa fyrirhuguðu áætlunarflugi til Íslands. Ætlunin var að fljúga til Keflavíkur tvisvar í viku frá og með 31. mars síðastliðnum. Fréttir af flugi Finnland Kína Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Finnska ríkisflugfélagið Finnair hefur undirritað viljayfirlýsingu með hinu kínverska Juneyao Airlines um fyrirhugaða stofnun samáhættufélags. Samstarfinu er ætlað að stórauka möguleika þeirra á að samnýta flugnúmer við áætlunarflug í framtíðinni. Í yfirlýsingu frá Finnair er haft eftir Ole Orver, forstjóra flugfélagsins, að undirritunin muni ekki aðeins efla þjónustu við viðskiptavini Finnair heldur jafnframt leggja grunninn að stórsókn þegar flugbransinn hefur jafnað sig af kórónuveirunni. Samstarf sem þetta þykir algengt í þessum geira. Þegar félög bjóða upp á sammerkt flug felur það jafnan í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru. Með þessu samstarfi vonast Finnair og Juneyao Airlines þannig til að fjölga áfangastöðum sínum, það fyrrnefnda í Asíu og það kínverska í Evrópu. Finnair hefur reitt sig verulega á Asíuflug á síðustu árum. Það, eins og önnur flugfélög, hefur þó þurft að bregðast við kórónuveirufaraldrinum og hefur þegar gefið út afkomuviðvörun fyrir yfirstandandi ár. Finnair hefur að sama skapi dregið úr starfsemi sinni um næstum 90 prósent frá aprílbyrjun vegna veirunnar. Juneyao Airlines hefur einnig þurft að breyta áætlunum sínum fyrir árið. Það gerði félagið til að mynda með því að aflýsa fyrirhuguðu áætlunarflugi til Íslands. Ætlunin var að fljúga til Keflavíkur tvisvar í viku frá og með 31. mars síðastliðnum.
Fréttir af flugi Finnland Kína Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira