Finnair og Juneyao í samstarf eftir faraldurinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. apríl 2020 11:39 Flugfélagið Juneyao Air er ekki af baki dottið þó svo að áform þess um áætlunarflug til Vestur-Evrópu hafi farið úr skorðum vegna kórónuveirunnar. Vísir/EPA Finnska ríkisflugfélagið Finnair hefur undirritað viljayfirlýsingu með hinu kínverska Juneyao Airlines um fyrirhugaða stofnun samáhættufélags. Samstarfinu er ætlað að stórauka möguleika þeirra á að samnýta flugnúmer við áætlunarflug í framtíðinni. Í yfirlýsingu frá Finnair er haft eftir Ole Orver, forstjóra flugfélagsins, að undirritunin muni ekki aðeins efla þjónustu við viðskiptavini Finnair heldur jafnframt leggja grunninn að stórsókn þegar flugbransinn hefur jafnað sig af kórónuveirunni. Samstarf sem þetta þykir algengt í þessum geira. Þegar félög bjóða upp á sammerkt flug felur það jafnan í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru. Með þessu samstarfi vonast Finnair og Juneyao Airlines þannig til að fjölga áfangastöðum sínum, það fyrrnefnda í Asíu og það kínverska í Evrópu. Finnair hefur reitt sig verulega á Asíuflug á síðustu árum. Það, eins og önnur flugfélög, hefur þó þurft að bregðast við kórónuveirufaraldrinum og hefur þegar gefið út afkomuviðvörun fyrir yfirstandandi ár. Finnair hefur að sama skapi dregið úr starfsemi sinni um næstum 90 prósent frá aprílbyrjun vegna veirunnar. Juneyao Airlines hefur einnig þurft að breyta áætlunum sínum fyrir árið. Það gerði félagið til að mynda með því að aflýsa fyrirhuguðu áætlunarflugi til Íslands. Ætlunin var að fljúga til Keflavíkur tvisvar í viku frá og með 31. mars síðastliðnum. Fréttir af flugi Finnland Kína Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Finnska ríkisflugfélagið Finnair hefur undirritað viljayfirlýsingu með hinu kínverska Juneyao Airlines um fyrirhugaða stofnun samáhættufélags. Samstarfinu er ætlað að stórauka möguleika þeirra á að samnýta flugnúmer við áætlunarflug í framtíðinni. Í yfirlýsingu frá Finnair er haft eftir Ole Orver, forstjóra flugfélagsins, að undirritunin muni ekki aðeins efla þjónustu við viðskiptavini Finnair heldur jafnframt leggja grunninn að stórsókn þegar flugbransinn hefur jafnað sig af kórónuveirunni. Samstarf sem þetta þykir algengt í þessum geira. Þegar félög bjóða upp á sammerkt flug felur það jafnan í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru. Með þessu samstarfi vonast Finnair og Juneyao Airlines þannig til að fjölga áfangastöðum sínum, það fyrrnefnda í Asíu og það kínverska í Evrópu. Finnair hefur reitt sig verulega á Asíuflug á síðustu árum. Það, eins og önnur flugfélög, hefur þó þurft að bregðast við kórónuveirufaraldrinum og hefur þegar gefið út afkomuviðvörun fyrir yfirstandandi ár. Finnair hefur að sama skapi dregið úr starfsemi sinni um næstum 90 prósent frá aprílbyrjun vegna veirunnar. Juneyao Airlines hefur einnig þurft að breyta áætlunum sínum fyrir árið. Það gerði félagið til að mynda með því að aflýsa fyrirhuguðu áætlunarflugi til Íslands. Ætlunin var að fljúga til Keflavíkur tvisvar í viku frá og með 31. mars síðastliðnum.
Fréttir af flugi Finnland Kína Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira