Harry Redknapp dreymir um að kaupa fótboltafélag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2020 16:00 Harry Redknapp horfir nú til þess að eignast fótboltafélag í framtíðinni. EPA/LINDSEY PARNABY Harry Redknapp hefur verið atvinnulaus síðan að hann var rekinn frá Birmingham City árið 2017. Þessi litríki knattspyrnustjóri virðist hafa gefist upp á því að bíða eftir tilboði og vill þess í stað taka stjórnina sjálfur. Redknapp þekkir knattspyrnuheiminn vel eftir að hafa verið stjóri Bournemouth, West Ham United, Portsmouth, Southampton, Tottenham Hotspur, Queens Park Rangers og Birmingham City. Nú vill hann komast hinum meginn við borðið. Hinn 73 ára gamli Harry Redknapp hefur nú sagt frá því opinberlega að hann sé að leita sér að fótboltafélagi. Ekki til að setjast í knattspyrnustjórastólinn þar heldur til að kaupa það. Harry Redknapp sagði frá þessi í hlaðvarpsþætti Peter Crouch. Þeir félagar þekkjast vel enda báðir búnir að vera lengi í boltanum auk þess að þeir unnu saman hjá Portsmouth. Redknapp segist vilja kaupa félag þegar kórónuveirufaraldurinn er yfirstaðinn. „Þegar við sleppum úr þessum lokunum þá vil ég kaupa fótboltafélag,“ sagði Redknapp og hélt áfram: „Þar liggur minn metnaður. Þetta yrði alltaf neðrideildarklúbbur, lið í C-deildinni, D-deildinni eða jafnvel enn neðar. Yrði samt að vera félag með einhverja framtíðarmöguleika. Ég myndi elska að fá það tækifæri og fá að setja pressuna á stjórann á laugardögum,“ sagði Redknapp. Redknapp grínaðist líka með það að Peter Crouch kæmi ekki til greina sem knattspyrnustjóri liðsins. „Ég held að ég hefði ekki efni á launum Crouchy,“ sagði Redknapp. „Ég ætla ekki að eyða miklum peningi og við myndum þurfa að vinna með lítið fjármagn. Ég þarf því stjóra sem þekkir viðkomandi deild vel. Þess vegna kemur Crouchy ekki til greina,“ sagði Redknapp. Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Harry Redknapp hefur verið atvinnulaus síðan að hann var rekinn frá Birmingham City árið 2017. Þessi litríki knattspyrnustjóri virðist hafa gefist upp á því að bíða eftir tilboði og vill þess í stað taka stjórnina sjálfur. Redknapp þekkir knattspyrnuheiminn vel eftir að hafa verið stjóri Bournemouth, West Ham United, Portsmouth, Southampton, Tottenham Hotspur, Queens Park Rangers og Birmingham City. Nú vill hann komast hinum meginn við borðið. Hinn 73 ára gamli Harry Redknapp hefur nú sagt frá því opinberlega að hann sé að leita sér að fótboltafélagi. Ekki til að setjast í knattspyrnustjórastólinn þar heldur til að kaupa það. Harry Redknapp sagði frá þessi í hlaðvarpsþætti Peter Crouch. Þeir félagar þekkjast vel enda báðir búnir að vera lengi í boltanum auk þess að þeir unnu saman hjá Portsmouth. Redknapp segist vilja kaupa félag þegar kórónuveirufaraldurinn er yfirstaðinn. „Þegar við sleppum úr þessum lokunum þá vil ég kaupa fótboltafélag,“ sagði Redknapp og hélt áfram: „Þar liggur minn metnaður. Þetta yrði alltaf neðrideildarklúbbur, lið í C-deildinni, D-deildinni eða jafnvel enn neðar. Yrði samt að vera félag með einhverja framtíðarmöguleika. Ég myndi elska að fá það tækifæri og fá að setja pressuna á stjórann á laugardögum,“ sagði Redknapp. Redknapp grínaðist líka með það að Peter Crouch kæmi ekki til greina sem knattspyrnustjóri liðsins. „Ég held að ég hefði ekki efni á launum Crouchy,“ sagði Redknapp. „Ég ætla ekki að eyða miklum peningi og við myndum þurfa að vinna með lítið fjármagn. Ég þarf því stjóra sem þekkir viðkomandi deild vel. Þess vegna kemur Crouchy ekki til greina,“ sagði Redknapp.
Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira