Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2020 14:08 Farið, sem kallast X-37B, mun bera mörg tilraunaverkefni og er þetta í sjötta sinn sem því verður skotið út í geim. EPA/Flugher Bandaríkjanna Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. Þetta er í sjötta sinn sem því verður skotið út í geim. Síðast var því lent í október í fyrra og hafði það þá verið á braut um jörðu í 780 daga. X-37B verður skotið á loft með Atlas V geimflaug United Launch Alliance. Áætlað er að geimskotið eigi sér stað um klukkan hálf eitt á morgun og mun hinn nýstofnaði geimher Bandaríkjanna halda utan um geimskotið. Það eru þó ekki taldar miklar líkur á að veður muni leyfa geimskotið á morgun. #AtlasV is on the pad for Saturday's launch of #USSF7 with the #X37B Orbital Test Vehicle. Our live countdown blog will start at 1amEDT (0500 UTC) and the webcast begins at 8:04amEDT (1204 UTC). Liftoff is targeted for 8:24amEDT (1224 UTC). https://t.co/5ZftXlaW5X📸 by ULA pic.twitter.com/VJ4nCJsDTX— ULA (@ulalaunch) May 14, 2020 Farið var upprunalega þróað af NASA og smíðað af Boeing árið 1999. Herinn tók við farinu árið 2004 en það svipar mjög til gömlu geimskutlnanna. Flugherinn segir að markmið tilraunaverkefna sem flytja á út í heim sé að betrumbæta getu Bandaríkjanna út í geimi og tryggja yfirráð þeirra. Að þessu sinni verða þó fleiri verkefni send með en áður. Flestar þeirra eru leynilegar en búið er að opinbera nokkrar og er ein þeirra tiltölulega merkileg Sérstakur gervihnöttur frá flughernum verður líklega um borð í farinu. Hann verður sendur á braut um jörðu og inniheldur fimm tilraunaverkefni, samkvæmt frétt The Verge. Þá mun NASA senda eitt verkefni sem á að varpa ljósi á því hvaða áhrif geislun út í geimi hefur á ýmis efni. Vilja senda sólarorku úr geimnum Rannsóknarstofa sjóhers Bandaríkjanna stendur að baki merkilegustu rannsóknarinnar sem snýr að notkun sólarorku og það hvernig beisla má hana í geimnum og senda til jarðarinnar. Bandaríkin etja nú kappi við Kína í þróun þessarar tækni. Tæknilega séð gæti slík tækni boðið upp á stöðuga sólarorku sem væri að engu leyti háð snúningi jarðarinnar um sólina. Kínverjar opinberuðu fyrir rúmu ári síðan að verið væri að vinna að þessari tækni í Kína og markmiðið væri að koma orkustöð í geiminn fyrir árið 2050. Bandaríkin hafa einnig unnið að þróun þessarar tækni og sýndi smá tilraun í Alþjóðlegu geimstöðinni í síðasta mánuði fram á að tæknin getur virkað. Geimfarinn Jessica Meir notaði rafbylgjur til að mynda ljós þráðlaust. Nú virðist sem að taka eigi þessa þróun áfram með notkun gervihnattar og kanna hvort hann geti safnað sólarorku á braut um jörðu og beint henni til jarðarinnar sem örbylgjum, sem er svo umbreytt aftur í orku á jörðu niðri. Geimurinn Bandaríkin Kína Vísindi Tækni Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. Þetta er í sjötta sinn sem því verður skotið út í geim. Síðast var því lent í október í fyrra og hafði það þá verið á braut um jörðu í 780 daga. X-37B verður skotið á loft með Atlas V geimflaug United Launch Alliance. Áætlað er að geimskotið eigi sér stað um klukkan hálf eitt á morgun og mun hinn nýstofnaði geimher Bandaríkjanna halda utan um geimskotið. Það eru þó ekki taldar miklar líkur á að veður muni leyfa geimskotið á morgun. #AtlasV is on the pad for Saturday's launch of #USSF7 with the #X37B Orbital Test Vehicle. Our live countdown blog will start at 1amEDT (0500 UTC) and the webcast begins at 8:04amEDT (1204 UTC). Liftoff is targeted for 8:24amEDT (1224 UTC). https://t.co/5ZftXlaW5X📸 by ULA pic.twitter.com/VJ4nCJsDTX— ULA (@ulalaunch) May 14, 2020 Farið var upprunalega þróað af NASA og smíðað af Boeing árið 1999. Herinn tók við farinu árið 2004 en það svipar mjög til gömlu geimskutlnanna. Flugherinn segir að markmið tilraunaverkefna sem flytja á út í heim sé að betrumbæta getu Bandaríkjanna út í geimi og tryggja yfirráð þeirra. Að þessu sinni verða þó fleiri verkefni send með en áður. Flestar þeirra eru leynilegar en búið er að opinbera nokkrar og er ein þeirra tiltölulega merkileg Sérstakur gervihnöttur frá flughernum verður líklega um borð í farinu. Hann verður sendur á braut um jörðu og inniheldur fimm tilraunaverkefni, samkvæmt frétt The Verge. Þá mun NASA senda eitt verkefni sem á að varpa ljósi á því hvaða áhrif geislun út í geimi hefur á ýmis efni. Vilja senda sólarorku úr geimnum Rannsóknarstofa sjóhers Bandaríkjanna stendur að baki merkilegustu rannsóknarinnar sem snýr að notkun sólarorku og það hvernig beisla má hana í geimnum og senda til jarðarinnar. Bandaríkin etja nú kappi við Kína í þróun þessarar tækni. Tæknilega séð gæti slík tækni boðið upp á stöðuga sólarorku sem væri að engu leyti háð snúningi jarðarinnar um sólina. Kínverjar opinberuðu fyrir rúmu ári síðan að verið væri að vinna að þessari tækni í Kína og markmiðið væri að koma orkustöð í geiminn fyrir árið 2050. Bandaríkin hafa einnig unnið að þróun þessarar tækni og sýndi smá tilraun í Alþjóðlegu geimstöðinni í síðasta mánuði fram á að tæknin getur virkað. Geimfarinn Jessica Meir notaði rafbylgjur til að mynda ljós þráðlaust. Nú virðist sem að taka eigi þessa þróun áfram með notkun gervihnattar og kanna hvort hann geti safnað sólarorku á braut um jörðu og beint henni til jarðarinnar sem örbylgjum, sem er svo umbreytt aftur í orku á jörðu niðri.
Geimurinn Bandaríkin Kína Vísindi Tækni Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira