Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2020 22:45 Trump hélt því fram að hann hefði öll völd á hendi sér hvað varðar afléttingu aðgerða gegn kórónuveirunni á upplýsingafundi í Hvíta húsinu í gær. Hann hefur ítrekað magnað upp deilur við ríkisstjóra úr Demókrataflokknum í miðjum faraldrinum. Vísir/EPA Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. Ríkisstjórar nokkurra ríkja, þar á meðal New York, ræða nú saman um hvernig aðgerðum til að hefta útbreiðslu faraldursins verður aflétt. Trump brást illa við þeim umleitunum ríkisstjóranna í gær og hélt því fram rakalaust að hann hefði sjálfur „algert“ vald til að ákveða hvenær aðgerðunum verður aflétt á blaðamannafundi þar sem forsetinn skeytti skapi sínu á fréttamönnum. Stjórnarskrá Bandaríkjanna felur einstökum ríkjum að tryggja allsherjarreglu og öryggi íbúa sinna, þvert á yfirlýsingar Trump um allsherjarvöld forsetans. Áður hefur Trump sagt ríkisstjórum að bjarga sér sjálfum með neyðarbúnað vegna faraldursins og skipað Mike Pence, varaforseta sem hefur stýrt viðbragðsteymi Hvíta hússins, að tala ekki við ríkisstjóra sem Trump finnst ekki sýna sér nægilega mikið þakklæti. Trump hélt áfram að troða illsakir við ríkisstjórana í dag og líkti þeim við skipverja á bresku skútunni HMS Bounty sem gerðu uppreisn gegn skipstjóranum William Bligh árið 1789. Forsetinn sagði í tísti að kvikmyndin „Uppreisnin á Bounty“ væri ein uppáhaldsmyndin sín. „Gömul og góð uppreisn við og við er spennandi og endurnærandi að fylgjast með, sérstaklega þegar uppreisnarmennirnir þurfa svo mikið frá skipstjóranum. Of auðvelt!“ tísti Trump og virtist þar með líkja sjálfum sér við skipstjórann sem var illmennið í þremur Hollywood-myndum sem voru gerðar um uppreisnina á Bounty á síðustu öld. Tell the Democrat Governors that Mutiny On The Bounty was one of my all time favorite movies. A good old fashioned mutiny every now and then is an exciting and invigorating thing to watch, especially when the mutineers need so much from the Captain. Too easy!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 14, 2020 Tímaritið Vanity Fair bendir á að Bligh skipstjóri hafi jafnframt verið talinn hrokafullur, illkvittinn, vænisjúkur og hrottafenginn. Trump hafi annað hvort ruglast á kvikmyndum eða hann þekki hreinlega ekki til myndarinnar. Segir forsetann snapa slag Sérstaklega beindi Trump þó spjótum sínum að Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, sem er demókrati. Fullyrti forsetinn að Cuomo hringdi í sig daglega eða jafnvel á hverri klukkustund til þess að „grátbiðja um allt“, þar á meðal sjúkrahús, rúm, öndunarvélar fyrir New York sem er miðpunktur faraldursins. Cuomo gaf lítið fyrir fullyrðingar Trump á blaðamannafundi í dag. Hann taldi Trump reyna að kynda undir átökum við ríkisstjórana en sjálfur hefði hann ekki áhuga á að taka þátt í þeim. Sjá einnig: Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Á upplýsingafundi í Hvíta húsinu í kvöld reyndi Trump enn að láta sem að það væri í hans höndum á ákveða hvenær einstök ríki afléttu aðgerðum sínum. Sagðist hann ætla að „leyfa“ hverjum og einum ríkisstjóra að aflétta höftum þegar þeir vildu. Hann ætlaði að gera ríkisstjórana „ábyrga“ og fylgjast grannt með þeim. Alríkisstjórn Trump forseta hefur verið sökuð um að hafa trassað undirbúning fyrir faraldur í Bandaríkjunum. Trump hefur hreykt sér af því að hafa takmarkað ferðalög frá Kína snemma en ríkisstjórn hans nýtti ekki tímann sem sú aðgerð keypti henni til þess að birgja sig upp af nauðsynlegum búnaði eða hefja víðtæka skimun fyrir veirunni. Trump hefur hafnað því alfarið að axla ábyrgð á viðbrögðum alríkisstjórnar. „Ég tek alls enga ábyrgð,“ sagði Trump á blaðamannafundi í síðasta mánuði. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Trump gefur í skyn að brottrekstur sóttvarnasérfræðings sé yfirvofandi Donald Trump Bandaríkjaforseti deildi í gær tísti á Twitter-síðu sinni þar sem kallað var eftir brottrekstri Anthonys Fauci, forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. 13. apríl 2020 10:57 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49 Níu ríki Bandaríkjanna undirbúa afléttingu hafta Níu ríki Bandaríkjanna tilkynntu í dag að vinna sé hafin við að undirbúa afléttingu þeirra hafta sem sett hafa verið til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 23:11 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. Ríkisstjórar nokkurra ríkja, þar á meðal New York, ræða nú saman um hvernig aðgerðum til að hefta útbreiðslu faraldursins verður aflétt. Trump brást illa við þeim umleitunum ríkisstjóranna í gær og hélt því fram rakalaust að hann hefði sjálfur „algert“ vald til að ákveða hvenær aðgerðunum verður aflétt á blaðamannafundi þar sem forsetinn skeytti skapi sínu á fréttamönnum. Stjórnarskrá Bandaríkjanna felur einstökum ríkjum að tryggja allsherjarreglu og öryggi íbúa sinna, þvert á yfirlýsingar Trump um allsherjarvöld forsetans. Áður hefur Trump sagt ríkisstjórum að bjarga sér sjálfum með neyðarbúnað vegna faraldursins og skipað Mike Pence, varaforseta sem hefur stýrt viðbragðsteymi Hvíta hússins, að tala ekki við ríkisstjóra sem Trump finnst ekki sýna sér nægilega mikið þakklæti. Trump hélt áfram að troða illsakir við ríkisstjórana í dag og líkti þeim við skipverja á bresku skútunni HMS Bounty sem gerðu uppreisn gegn skipstjóranum William Bligh árið 1789. Forsetinn sagði í tísti að kvikmyndin „Uppreisnin á Bounty“ væri ein uppáhaldsmyndin sín. „Gömul og góð uppreisn við og við er spennandi og endurnærandi að fylgjast með, sérstaklega þegar uppreisnarmennirnir þurfa svo mikið frá skipstjóranum. Of auðvelt!“ tísti Trump og virtist þar með líkja sjálfum sér við skipstjórann sem var illmennið í þremur Hollywood-myndum sem voru gerðar um uppreisnina á Bounty á síðustu öld. Tell the Democrat Governors that Mutiny On The Bounty was one of my all time favorite movies. A good old fashioned mutiny every now and then is an exciting and invigorating thing to watch, especially when the mutineers need so much from the Captain. Too easy!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 14, 2020 Tímaritið Vanity Fair bendir á að Bligh skipstjóri hafi jafnframt verið talinn hrokafullur, illkvittinn, vænisjúkur og hrottafenginn. Trump hafi annað hvort ruglast á kvikmyndum eða hann þekki hreinlega ekki til myndarinnar. Segir forsetann snapa slag Sérstaklega beindi Trump þó spjótum sínum að Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, sem er demókrati. Fullyrti forsetinn að Cuomo hringdi í sig daglega eða jafnvel á hverri klukkustund til þess að „grátbiðja um allt“, þar á meðal sjúkrahús, rúm, öndunarvélar fyrir New York sem er miðpunktur faraldursins. Cuomo gaf lítið fyrir fullyrðingar Trump á blaðamannafundi í dag. Hann taldi Trump reyna að kynda undir átökum við ríkisstjórana en sjálfur hefði hann ekki áhuga á að taka þátt í þeim. Sjá einnig: Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Á upplýsingafundi í Hvíta húsinu í kvöld reyndi Trump enn að láta sem að það væri í hans höndum á ákveða hvenær einstök ríki afléttu aðgerðum sínum. Sagðist hann ætla að „leyfa“ hverjum og einum ríkisstjóra að aflétta höftum þegar þeir vildu. Hann ætlaði að gera ríkisstjórana „ábyrga“ og fylgjast grannt með þeim. Alríkisstjórn Trump forseta hefur verið sökuð um að hafa trassað undirbúning fyrir faraldur í Bandaríkjunum. Trump hefur hreykt sér af því að hafa takmarkað ferðalög frá Kína snemma en ríkisstjórn hans nýtti ekki tímann sem sú aðgerð keypti henni til þess að birgja sig upp af nauðsynlegum búnaði eða hefja víðtæka skimun fyrir veirunni. Trump hefur hafnað því alfarið að axla ábyrgð á viðbrögðum alríkisstjórnar. „Ég tek alls enga ábyrgð,“ sagði Trump á blaðamannafundi í síðasta mánuði.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Trump gefur í skyn að brottrekstur sóttvarnasérfræðings sé yfirvofandi Donald Trump Bandaríkjaforseti deildi í gær tísti á Twitter-síðu sinni þar sem kallað var eftir brottrekstri Anthonys Fauci, forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. 13. apríl 2020 10:57 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49 Níu ríki Bandaríkjanna undirbúa afléttingu hafta Níu ríki Bandaríkjanna tilkynntu í dag að vinna sé hafin við að undirbúa afléttingu þeirra hafta sem sett hafa verið til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 23:11 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Trump gefur í skyn að brottrekstur sóttvarnasérfræðings sé yfirvofandi Donald Trump Bandaríkjaforseti deildi í gær tísti á Twitter-síðu sinni þar sem kallað var eftir brottrekstri Anthonys Fauci, forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. 13. apríl 2020 10:57
Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00
Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49
Níu ríki Bandaríkjanna undirbúa afléttingu hafta Níu ríki Bandaríkjanna tilkynntu í dag að vinna sé hafin við að undirbúa afléttingu þeirra hafta sem sett hafa verið til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 23:11