Eins og barn í sælgætisbúð Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 07:00 Matthijs de Ligt er á sinni fyrstu leiktíð með Juventus en ekki er ljóst hvernig eða hvenær þeirri leiktíð lýkur. VÍSIR/EPA Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt var hreinskilinn þegar hann lýsti því hvernig það hefði verið að koma fyrst til Juventus og hitta menn á borð við Cristiano Ronaldo og Gianluigi Buffon. De Ligt kom til Juventus frá Ajax í fyrrasumar eftir magnað tímabil með hollenska liðinu. Þessi tvítugi miðvörður hefur leikið 20 deildarleiki með Juventus í vetur, þar af 17 í byrjunarliði, en hann viðurkennir að það hafi verið ansi mikil upplifun að mæta á fyrstu æfingarnar hjá liðinu: „Þegar ég kom fyrst inn í búningsklefann þá var þetta svolítið eins og að vera barn í sælgætisbúð. „Þarna er Buffon… þarna er Ronaldo“,“ sagði De Ligt í viðtali við liðsfélaga sinn, markvörðinn Wojciech Szczesny fyrir pólsku Youtube-rásina Foot Truck. Hann segir það hafa tekið sig fyrstu tvo mánuðina að komast yfir það að vera mættur til ítölsku meistaranna, en Juventus keypti hann fyrir andvirði 67,5 milljóna punda. Byrjunin var ekki ýkja góð því De Ligt skoraði sjálfsmark í vináttuleik gegn Inter fyrir tímabilið, og fékk dæmda á sig hendi og víti í leikjum við Lecce og Torino snemma leiktíðar. Orð Ronaldos ekki ástæðan „Það voru þegar margir að fylgjast með mér. Síðan jókst pressan enn meira en mér leið vel á æfingum. Það tók sinn tíma að aðlagast í leikjunum en mér tókst það skref fyrir skref,“ sagði De Ligt og var léttur í bragði þegar hann rifjaði upp vítin sem hann fékk á sig. „Ég man eftir því að hafa verið að fara í sturtuna eftir leik og fólk var að segja að þetta væri ótrúlegt. Það var eins og að það væri segull í hendinni minni,“ sagði De Ligt. Orðrómur var uppi um að það hefði verið Ronaldo sem hefði sannfært hann um að ganga til liðs við Juventus, í stað Manchester United, Barcelona eða PSG, en Ronaldo sást hvísla einhverju til De Ligt eftir leik Hollands og Portúgals í Þjóðadeildinni í júní 2019. De Ligt sagði það hafa verið heiður að Ronaldo skyldi tala við sig, en „það er ekki ástæðan. Ég hafði mikinn tíma til að velja á milli félaga og taldi Juventus vera besta kostinn.“ Ítalski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Sjá meira
Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt var hreinskilinn þegar hann lýsti því hvernig það hefði verið að koma fyrst til Juventus og hitta menn á borð við Cristiano Ronaldo og Gianluigi Buffon. De Ligt kom til Juventus frá Ajax í fyrrasumar eftir magnað tímabil með hollenska liðinu. Þessi tvítugi miðvörður hefur leikið 20 deildarleiki með Juventus í vetur, þar af 17 í byrjunarliði, en hann viðurkennir að það hafi verið ansi mikil upplifun að mæta á fyrstu æfingarnar hjá liðinu: „Þegar ég kom fyrst inn í búningsklefann þá var þetta svolítið eins og að vera barn í sælgætisbúð. „Þarna er Buffon… þarna er Ronaldo“,“ sagði De Ligt í viðtali við liðsfélaga sinn, markvörðinn Wojciech Szczesny fyrir pólsku Youtube-rásina Foot Truck. Hann segir það hafa tekið sig fyrstu tvo mánuðina að komast yfir það að vera mættur til ítölsku meistaranna, en Juventus keypti hann fyrir andvirði 67,5 milljóna punda. Byrjunin var ekki ýkja góð því De Ligt skoraði sjálfsmark í vináttuleik gegn Inter fyrir tímabilið, og fékk dæmda á sig hendi og víti í leikjum við Lecce og Torino snemma leiktíðar. Orð Ronaldos ekki ástæðan „Það voru þegar margir að fylgjast með mér. Síðan jókst pressan enn meira en mér leið vel á æfingum. Það tók sinn tíma að aðlagast í leikjunum en mér tókst það skref fyrir skref,“ sagði De Ligt og var léttur í bragði þegar hann rifjaði upp vítin sem hann fékk á sig. „Ég man eftir því að hafa verið að fara í sturtuna eftir leik og fólk var að segja að þetta væri ótrúlegt. Það var eins og að það væri segull í hendinni minni,“ sagði De Ligt. Orðrómur var uppi um að það hefði verið Ronaldo sem hefði sannfært hann um að ganga til liðs við Juventus, í stað Manchester United, Barcelona eða PSG, en Ronaldo sást hvísla einhverju til De Ligt eftir leik Hollands og Portúgals í Þjóðadeildinni í júní 2019. De Ligt sagði það hafa verið heiður að Ronaldo skyldi tala við sig, en „það er ekki ástæðan. Ég hafði mikinn tíma til að velja á milli félaga og taldi Juventus vera besta kostinn.“
Ítalski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Sjá meira