Aðstandendur fá að fylgja konum á kvennadeild eftir helgi Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2020 17:36 Nýjar og rýmri reglur um viðveru aðstandenda á kvennadeild Landspítalans taka gildi á mánudag. Vísir/Stöð 2 Opnað verður fyrir að aðstandendur fái að fylgja konum á meðgöngu, fæðingu og sængurlegu á Landspítalanum í flestum tilfellum frá og með mánudeginum 18. maí, þar á meðal í ómskoðun og eftir fæðingu. Ákveðnar takmarkanir verða þó áfram í gildi. Viðveranda maka eða aðstandenda á kvennadeild hefur verið takmörkuð vegna kórónuveirufaraldursins undanfarnar vikur. Frá og með mánudeginum verður slakað verulega á þeim takmörkunum. Nú fá aðstandendur að fylgja konum í fósturgreiningu og meðgönguvernd, maki má dvelja hjá sængurkonu eftir fæðingu nema hún sé á stofu með annarri konu og einn aðstandandi fær að vera með konu frá því hún er flutt á fæðingarstofu, í keisara. Engar heimsóknir verða þó leyfðar á fæðingarvakt, að því er segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Þá eru aðstandendur beðnir um að virða tveggja metra fjarlægðarviðmið, spritta hendur og ekki nota sameiginleg rými nema brýna nauðsyn beri til. Eftirfarandi eru reglur um viðveru aðstandenda á meðgöngu, við fæðingu og sængurlegu sem taka gildi mánudaginn 18. maí: Bókaðir tímar og bráðakomur Gildir á meðgönguvernd, fósturgreiningu og bráðþjónustu kvennadeilda, meðgöngu- og sængurlegudeild og fæðingarvakt. Konur sem eiga bókaðan tíma í fósturgreiningu (ómskoðun) mega hafa aðstandanda með sér í skoðuninni. Konur sem eiga tíma í meðgönguvernd mega hafa aðstandanda með sér í viðtöl og skoðanir. Við beinum þeim tilmælum til kvenna að hugleiða vel þörfina á því og aðeins koma með aðstandanda með sér í viðtöl ef þeim finnst það mjög mikilvægt. Ekki er hægt að hafa aðstandanda með í dagannareftirlit á 22-B. Konur sem fá tíma á bráðaþjónustu 22B mega hafa með sér aðstandanda í viðtal og skoðun en vegna þrengsla á sumum skoðunarstofum getur verið að aðstandandi verði beðinn að bíða á biðstofu á meðan skoðun fer fram. Aðstandendur þurfa því að vera viðbúnir því að víkja af deildinni óski starfsfólk eftir því. Það sama gildir um bráðakomur á meðgöngu- og sængurlegudeild 22-A og skoðanir á fæðingarvakt 23-B, utan opnunartíma bráðaþjónustu. Sængurlega Gildir á meðgöngu- og sængurlegudeild og fæðingarvakt. Maki má vera hjá sængurkonu eftir fæðingu. Gert er ráð fyrir að maki haldi sig sem mest inni á stofu hjá konunni og fari ekki í sameiginleg rými. Maki má gista, fær morgunmat og þarf að greiða gistigjald eins og hefur verið. Aðrar máltíðir þarf maki að kaupa sér í matsal LSH eða sjálfsala/kaffistofum. Ef maka vanhagar um eitthvað utan úr bæ, má biðja aðstandendur um að koma með það til viðkomandi og afhenda það í anddyri Kvennadeildar á 1. hæð. Maki getur ekki dvalið á deildinni ef konan liggur með annarri konu á stofu en getur komið í heimsókn milli kl. 16:00 og 19:00 í að hámarki eina klukkustund. Innlögn á meðgöngu og endurinnlögn eftir fæðingu Gildir á meðgöngu- og sængurlegudeild og fæðingarvakt. Aðstandandi getur ekki fylgt konum sem þurfa innlögn á meðgöngu og í aðdraganda fæðingar, s.s. vegna gangsetningar, verkjameðferðar eða sérstaks eftirlits. Sama gildir um endurinnlagnir eftir fæðingu. Samkvæmt reglum spítalans um heimsóknir frá 18. maí getur einn aðstandandi komið í heimsókn milli kl. 16:00 og 19:00 í að hámarki eina klukkustund. Hér er eingöngu átt við maka eða einn náin aðstandanda. Aðrar heimsóknir eru ekki leyfðar. Fæðing Gildir á fæðingarvakt og meðgöngu- og sængurlegudeild (valkeisarar) Einn aðstandandi getur verið hjá konu frá því að hún er flutt á fæðingarstofu. Einn aðstandandi getur fylgt konu í keisara, hvort sem er bráða- eða valkeisari. Eingöngu er hægt að leyfa einum aðstandanda að vera með konu í fæðingu, engar undantekningar verða leyfðar á því. Engar heimsóknir eru leyfðar á fæðingarvakt. Aðstandendur eru vinsamlegast beðnir um að: Virða 2 m fjarlægðarviðmið og víkja frá heilbrigðisstarfsfólki þegar verið er að sinna konu og barni. Spritta hendur við komu á deild og fylgja leiðbeiningum varðandi sóttvarnir. Nota ekki sameiginleg rými nema brýna nauðsyn beri til. Koma ekki á sjúkrahúsið ef þeir hafa einkenni sem gætu bent til COVID-19 sýkingar. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
Opnað verður fyrir að aðstandendur fái að fylgja konum á meðgöngu, fæðingu og sængurlegu á Landspítalanum í flestum tilfellum frá og með mánudeginum 18. maí, þar á meðal í ómskoðun og eftir fæðingu. Ákveðnar takmarkanir verða þó áfram í gildi. Viðveranda maka eða aðstandenda á kvennadeild hefur verið takmörkuð vegna kórónuveirufaraldursins undanfarnar vikur. Frá og með mánudeginum verður slakað verulega á þeim takmörkunum. Nú fá aðstandendur að fylgja konum í fósturgreiningu og meðgönguvernd, maki má dvelja hjá sængurkonu eftir fæðingu nema hún sé á stofu með annarri konu og einn aðstandandi fær að vera með konu frá því hún er flutt á fæðingarstofu, í keisara. Engar heimsóknir verða þó leyfðar á fæðingarvakt, að því er segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Þá eru aðstandendur beðnir um að virða tveggja metra fjarlægðarviðmið, spritta hendur og ekki nota sameiginleg rými nema brýna nauðsyn beri til. Eftirfarandi eru reglur um viðveru aðstandenda á meðgöngu, við fæðingu og sængurlegu sem taka gildi mánudaginn 18. maí: Bókaðir tímar og bráðakomur Gildir á meðgönguvernd, fósturgreiningu og bráðþjónustu kvennadeilda, meðgöngu- og sængurlegudeild og fæðingarvakt. Konur sem eiga bókaðan tíma í fósturgreiningu (ómskoðun) mega hafa aðstandanda með sér í skoðuninni. Konur sem eiga tíma í meðgönguvernd mega hafa aðstandanda með sér í viðtöl og skoðanir. Við beinum þeim tilmælum til kvenna að hugleiða vel þörfina á því og aðeins koma með aðstandanda með sér í viðtöl ef þeim finnst það mjög mikilvægt. Ekki er hægt að hafa aðstandanda með í dagannareftirlit á 22-B. Konur sem fá tíma á bráðaþjónustu 22B mega hafa með sér aðstandanda í viðtal og skoðun en vegna þrengsla á sumum skoðunarstofum getur verið að aðstandandi verði beðinn að bíða á biðstofu á meðan skoðun fer fram. Aðstandendur þurfa því að vera viðbúnir því að víkja af deildinni óski starfsfólk eftir því. Það sama gildir um bráðakomur á meðgöngu- og sængurlegudeild 22-A og skoðanir á fæðingarvakt 23-B, utan opnunartíma bráðaþjónustu. Sængurlega Gildir á meðgöngu- og sængurlegudeild og fæðingarvakt. Maki má vera hjá sængurkonu eftir fæðingu. Gert er ráð fyrir að maki haldi sig sem mest inni á stofu hjá konunni og fari ekki í sameiginleg rými. Maki má gista, fær morgunmat og þarf að greiða gistigjald eins og hefur verið. Aðrar máltíðir þarf maki að kaupa sér í matsal LSH eða sjálfsala/kaffistofum. Ef maka vanhagar um eitthvað utan úr bæ, má biðja aðstandendur um að koma með það til viðkomandi og afhenda það í anddyri Kvennadeildar á 1. hæð. Maki getur ekki dvalið á deildinni ef konan liggur með annarri konu á stofu en getur komið í heimsókn milli kl. 16:00 og 19:00 í að hámarki eina klukkustund. Innlögn á meðgöngu og endurinnlögn eftir fæðingu Gildir á meðgöngu- og sængurlegudeild og fæðingarvakt. Aðstandandi getur ekki fylgt konum sem þurfa innlögn á meðgöngu og í aðdraganda fæðingar, s.s. vegna gangsetningar, verkjameðferðar eða sérstaks eftirlits. Sama gildir um endurinnlagnir eftir fæðingu. Samkvæmt reglum spítalans um heimsóknir frá 18. maí getur einn aðstandandi komið í heimsókn milli kl. 16:00 og 19:00 í að hámarki eina klukkustund. Hér er eingöngu átt við maka eða einn náin aðstandanda. Aðrar heimsóknir eru ekki leyfðar. Fæðing Gildir á fæðingarvakt og meðgöngu- og sængurlegudeild (valkeisarar) Einn aðstandandi getur verið hjá konu frá því að hún er flutt á fæðingarstofu. Einn aðstandandi getur fylgt konu í keisara, hvort sem er bráða- eða valkeisari. Eingöngu er hægt að leyfa einum aðstandanda að vera með konu í fæðingu, engar undantekningar verða leyfðar á því. Engar heimsóknir eru leyfðar á fæðingarvakt. Aðstandendur eru vinsamlegast beðnir um að: Virða 2 m fjarlægðarviðmið og víkja frá heilbrigðisstarfsfólki þegar verið er að sinna konu og barni. Spritta hendur við komu á deild og fylgja leiðbeiningum varðandi sóttvarnir. Nota ekki sameiginleg rými nema brýna nauðsyn beri til. Koma ekki á sjúkrahúsið ef þeir hafa einkenni sem gætu bent til COVID-19 sýkingar.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira