Guðni forseti spókar sig við Reykjavíkurtjörn Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2020 19:04 Forseti Íslands nýtti embættiserindi til að fá sér göngutúr við Reykjavíkurtjörn í veðurblíðunni í dag. Stöð 2/Frikki Forseti Íslands spókaði sig um við Tjörnina í góða veðrinu í Reykjavík í dag þar sem hann tók þátt í kynningu á nýsköpunarátaki. Hann hvetur þjóðina til áframhaldandi samstöðu á tímum kórónuveirunnar. Þegar við biðum í dag eftir að ríkisstjórnarfundi lyki til að ná tali af ráðherrum rákumst við á Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á spjalli við ráðherrabílstjóra í góða veðrinu. Forsetinn bara hér á tali undir styttunni af Ólafi Thors við ráðherrabílstjóra. Er eitthvað mikið um að vera? „Nei ekki get ég nú sagt það. Ég er hér í embættiserindum á fund við fólk sem er að taka upp kveðju vegna Hakkaþons. Þegar ég var ungur Heimir var hakk bara eitthvað sem maður fékks sér í matinn. En það eru breyttir tímar,“ sagði Guðni léttur í bragði. Þú ert auðvitað með skrifstofu hérna rétt hjá. Í svona góðu veðri ferðu stundum í göngutúr hérna við Tjörnina? „Já, ég geri það," sagði forsetinn og benti á skrifstofu sína við Sóleyjargötu. „Og reyni að ganga það sem er í göngufæri frekar en láta skutla mér. En hér er nú einvalalið bílstjóra og ekki ætlar maður að gera þá alla atvinnulausa,“ sagði forsetinn sposkur á svip. „Þannig að þetta helst bara í hendur. Maður vegur það og metur hverju sinni hvernig maður kemst frá einum stað til annars.“ Hér er verið að taka upp hvatningu Guðna til fólks að taka þátt í hakkaþon á netinu og leggja þar fram hugmyndir til nýsköpunar.Stöð 2/Frikki Hakkaþonið sem Guðni minntist á er nýsköpunarkeppni á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar sem fram fer á netinu dagana 22. til 25 maí til að virkja samfélagið til að vinna að nýsköpunarlausnum. Tekin var upp hvatning frá forsetanum og fleirum við Tjörnina til þátttöku. Hann segir að þótt nú sé að birta til í faraldrinum þurfi þjóðin áfram að standa saman. „Við höfum séð það svartara og við munum sjá það bjartara. Halda í góða skapið? Já og hlúa að þeim semþurfa á aðhlynningu að halda. Hugsa vel um þá sem hafa veikst. Hugsa hlítt til þeirra sem hafa misst ástvini. Finna mátt samstöðunnar. Þannig mun okkur vel farnast," segir forseti Íslands. Forseti Íslands Reykjavík Forsetakosningar 2020 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Forseti Íslands spókaði sig um við Tjörnina í góða veðrinu í Reykjavík í dag þar sem hann tók þátt í kynningu á nýsköpunarátaki. Hann hvetur þjóðina til áframhaldandi samstöðu á tímum kórónuveirunnar. Þegar við biðum í dag eftir að ríkisstjórnarfundi lyki til að ná tali af ráðherrum rákumst við á Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á spjalli við ráðherrabílstjóra í góða veðrinu. Forsetinn bara hér á tali undir styttunni af Ólafi Thors við ráðherrabílstjóra. Er eitthvað mikið um að vera? „Nei ekki get ég nú sagt það. Ég er hér í embættiserindum á fund við fólk sem er að taka upp kveðju vegna Hakkaþons. Þegar ég var ungur Heimir var hakk bara eitthvað sem maður fékks sér í matinn. En það eru breyttir tímar,“ sagði Guðni léttur í bragði. Þú ert auðvitað með skrifstofu hérna rétt hjá. Í svona góðu veðri ferðu stundum í göngutúr hérna við Tjörnina? „Já, ég geri það," sagði forsetinn og benti á skrifstofu sína við Sóleyjargötu. „Og reyni að ganga það sem er í göngufæri frekar en láta skutla mér. En hér er nú einvalalið bílstjóra og ekki ætlar maður að gera þá alla atvinnulausa,“ sagði forsetinn sposkur á svip. „Þannig að þetta helst bara í hendur. Maður vegur það og metur hverju sinni hvernig maður kemst frá einum stað til annars.“ Hér er verið að taka upp hvatningu Guðna til fólks að taka þátt í hakkaþon á netinu og leggja þar fram hugmyndir til nýsköpunar.Stöð 2/Frikki Hakkaþonið sem Guðni minntist á er nýsköpunarkeppni á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar sem fram fer á netinu dagana 22. til 25 maí til að virkja samfélagið til að vinna að nýsköpunarlausnum. Tekin var upp hvatning frá forsetanum og fleirum við Tjörnina til þátttöku. Hann segir að þótt nú sé að birta til í faraldrinum þurfi þjóðin áfram að standa saman. „Við höfum séð það svartara og við munum sjá það bjartara. Halda í góða skapið? Já og hlúa að þeim semþurfa á aðhlynningu að halda. Hugsa vel um þá sem hafa veikst. Hugsa hlítt til þeirra sem hafa misst ástvini. Finna mátt samstöðunnar. Þannig mun okkur vel farnast," segir forseti Íslands.
Forseti Íslands Reykjavík Forsetakosningar 2020 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira