Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 22:00 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta bíður þess enn að fá að mæta Rúmeníu í umspili um sæti á EM. VÍSIR/DANÍEL Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. Leikur Íslands og Rúmeníu átti að fara fram 26. mars en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrst var leiknum frestað fram í júní en svo tilkynnti UEFA að engir landsleikir yrðu í júní. Nú er því óvíst hvenær spilað verður. Lokakeppni EM var færð til sumarsins 2021. „Það er verið að velta upp nokkrum möguleikum. Mögulega að spyrða þetta [EM-umspilið] við Þjóðadeildarprógrammið í september eða október, eða mögulega fara með þetta í nóvember. Við yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur,“ sagði Guðni og brosti, þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. KSÍ leigði sérstakan hitadúk, eða pylsu, til að leggja yfir Laugardalsvöll í mars svo að grasið yrði sem best á leikdegi. Hið sama þyrfti væntanlega að gera ef leika ætti á vellinum í nóvember, líkt og þegar Ísland mætti Króatíu í umspili um sæti á HM í nóvember 2013. Heljarinnar púsluspil fyrir knattspyrnuyfirvöld Staða Evrópuþjóða í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn er mjög mismunandi og UEFA á erfitt með að gefa skýr svör um framhaldið: „Þetta er auðvitað heljarinnar púsluspil fyrir knattspyrnuyfirvöld úti um allan heim, og UEFA og FIFA, að koma þessu öllu fyrir, reyna að ljúka deildarkeppnum í Evrópu og víðar til þess að passa upp á þær skyldur sem fylgja samningum, svo að menn fái sínar tekjur sem þeir þurfa til að borga leikmönnum laun og svo framvegis. Það er heljarinnar skipulag og samspil í þessu öllu, og það þarf að koma fyrir þessum alþjóðlegu leikdögum fyrir landsliðin. Við eigum leiki eftir í riðlakeppninni hjá kvennalandsliðinu, svo er Þjóðadeildin að koma og svo umspilið. Fyrir utan svo yngri landsliðin öll. Þetta er það sem verið er að reyna að greiða úr hjá yfirvöldum um allan heim,“ sagði Guðni. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergs um Rúmeníuleikinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta Sportið í dag KSÍ Tengdar fréttir Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 Júní nú út úr myndinni hjá UEFA UEFA hefur nú frestað öllum landsleikjum í júní og öllum leikjum í Evrópukeppnum um óákveðinn tíma. Þetta kom fram í tilkynningu frá UEFA fyrir skömmu en leikur Íslands og Rúmeníu mun þá ekki fara fram í júní eins og vonir stóðu til. 1. apríl 2020 14:40 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. Leikur Íslands og Rúmeníu átti að fara fram 26. mars en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrst var leiknum frestað fram í júní en svo tilkynnti UEFA að engir landsleikir yrðu í júní. Nú er því óvíst hvenær spilað verður. Lokakeppni EM var færð til sumarsins 2021. „Það er verið að velta upp nokkrum möguleikum. Mögulega að spyrða þetta [EM-umspilið] við Þjóðadeildarprógrammið í september eða október, eða mögulega fara með þetta í nóvember. Við yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur,“ sagði Guðni og brosti, þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. KSÍ leigði sérstakan hitadúk, eða pylsu, til að leggja yfir Laugardalsvöll í mars svo að grasið yrði sem best á leikdegi. Hið sama þyrfti væntanlega að gera ef leika ætti á vellinum í nóvember, líkt og þegar Ísland mætti Króatíu í umspili um sæti á HM í nóvember 2013. Heljarinnar púsluspil fyrir knattspyrnuyfirvöld Staða Evrópuþjóða í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn er mjög mismunandi og UEFA á erfitt með að gefa skýr svör um framhaldið: „Þetta er auðvitað heljarinnar púsluspil fyrir knattspyrnuyfirvöld úti um allan heim, og UEFA og FIFA, að koma þessu öllu fyrir, reyna að ljúka deildarkeppnum í Evrópu og víðar til þess að passa upp á þær skyldur sem fylgja samningum, svo að menn fái sínar tekjur sem þeir þurfa til að borga leikmönnum laun og svo framvegis. Það er heljarinnar skipulag og samspil í þessu öllu, og það þarf að koma fyrir þessum alþjóðlegu leikdögum fyrir landsliðin. Við eigum leiki eftir í riðlakeppninni hjá kvennalandsliðinu, svo er Þjóðadeildin að koma og svo umspilið. Fyrir utan svo yngri landsliðin öll. Þetta er það sem verið er að reyna að greiða úr hjá yfirvöldum um allan heim,“ sagði Guðni. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergs um Rúmeníuleikinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta Sportið í dag KSÍ Tengdar fréttir Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 Júní nú út úr myndinni hjá UEFA UEFA hefur nú frestað öllum landsleikjum í júní og öllum leikjum í Evrópukeppnum um óákveðinn tíma. Þetta kom fram í tilkynningu frá UEFA fyrir skömmu en leikur Íslands og Rúmeníu mun þá ekki fara fram í júní eins og vonir stóðu til. 1. apríl 2020 14:40 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00
Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33
Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41
Júní nú út úr myndinni hjá UEFA UEFA hefur nú frestað öllum landsleikjum í júní og öllum leikjum í Evrópukeppnum um óákveðinn tíma. Þetta kom fram í tilkynningu frá UEFA fyrir skömmu en leikur Íslands og Rúmeníu mun þá ekki fara fram í júní eins og vonir stóðu til. 1. apríl 2020 14:40