Segist hafa átt að svara meira fyrir sig opinberlega eftir úrslitaleikinn 2018 Anton Ingi Leifsson skrifar 16. apríl 2020 07:32 Karius átti ekki sjö dagana sæla hjá Liverpool. vísir/getty Markvörðurinn Loris Karius, sem hefur verið á láni hjá Besiktas undanfarin tvö tímabil frá Liverpool, sér eftir því hvernig hann brást við gagnrýninni sem hann fékk eftir að hafa gert tvö afdrífarik mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018. Markvörðurinn gerði tvö skelfileg mistök er Liverpool tapaði gegn Real Madrid í Kiev árið 2018 en lokatölur urðu 3-1. Fyrru mistökin gerði hann þegar hann rétti Karim Benzema næstum því boltann og hann missti svo skot Gareth Bale af löngu færi í netið. Stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en sáttir við þann þýska. Sumir gengu þó langt yfir strikið og fékk hann meðal annars líflátshótanir eftir leikinn en hann hefur ekki spilað leik fyrir félagið eftir leikinn afdrifaríka. Hann opnaði sig um þetta í viðtali við þýska blaðið Bild. „Trúðu mér. Ég hef lært mikið af þessu. Þegar ég lít í baksýnisspegilinn þá hefði ég átt að svara meira opinberlega fyrir mig. Ég fékk heilahristing eftir samstuð við Ramos sem takmarkaði sjón mína. Þetta var staðfest af einum færasta heilalækni í heimi,“ sagði sá þýski við Bild. „Ég var ánægður að vita hvað hafði gerst í leiknum og ég vildi ekki gera það opinbert. Þegar niðurstöðurnar koma út, þá voru margir sem komu með móðganir og illsku ummæli, sem voru oftast fyrir neðan belti. Ég notaði þetta aldrei sem afsökun en þegar fólk gerir grín að einhverjum sem meiddist illa á höfði þá skil ég ekkert.“ Loris Karius regrets how he dealt with fallout of Liverpool's 2018 Champions League final defeat following his costly errors https://t.co/6lK5UCE8yo— MailOnline Sport (@MailSport) April 15, 2020 „Leikmenn mæta miklum fjandskap á netinu. Ef þú myndir lesa öll skilaboð sem væru skrifuð um þig þá myndiru ekki sofa í tvo daga. Það er ótrúlegt hvað fólk skrifar um annað fólk undir nafnleysi og sumir eru einfaldlega rasistar.“ „Þú getur ekki skellt skuldinni á stuðningsmenn ef þeir púa á leikmann. Þú borgar þig inn og átt þinn rétt á að verða ósáttur. Leikmenn verða þola það. Þegar leikmaður fær líflátshótanir þá er farið yfir línuna. Það voru nokkrar þannig en ég tók þeim ekki alvarlega. Þetta er fólk sem skrifar ekki undir nafni og er ekki einu sinni með mynd af andlitinu þeirra á prófílnum þeirra,“ sagði Karus. Hann hefur eins og áður segir ekki spilað leik fyrir rauða herinn eftir mistökin 2018 en hann hefur verið á láni hjá Besiktas í Tyrklandi þar sem hann hefur ekki vakið mikla lukku. Óvíst er hvað verður um hann í sumar en hann er á samningi hjá Liverpool til ársins 2022. #Loris #Karius über #Bundesliga-Rückkehr, #Jürgen #Klopp und Patzer gegen #Real #Madrid https://t.co/nFjnF5Tdej— SPORT BILD (@SPORTBILD) April 15, 2020 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Markvörðurinn Loris Karius, sem hefur verið á láni hjá Besiktas undanfarin tvö tímabil frá Liverpool, sér eftir því hvernig hann brást við gagnrýninni sem hann fékk eftir að hafa gert tvö afdrífarik mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018. Markvörðurinn gerði tvö skelfileg mistök er Liverpool tapaði gegn Real Madrid í Kiev árið 2018 en lokatölur urðu 3-1. Fyrru mistökin gerði hann þegar hann rétti Karim Benzema næstum því boltann og hann missti svo skot Gareth Bale af löngu færi í netið. Stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en sáttir við þann þýska. Sumir gengu þó langt yfir strikið og fékk hann meðal annars líflátshótanir eftir leikinn en hann hefur ekki spilað leik fyrir félagið eftir leikinn afdrifaríka. Hann opnaði sig um þetta í viðtali við þýska blaðið Bild. „Trúðu mér. Ég hef lært mikið af þessu. Þegar ég lít í baksýnisspegilinn þá hefði ég átt að svara meira opinberlega fyrir mig. Ég fékk heilahristing eftir samstuð við Ramos sem takmarkaði sjón mína. Þetta var staðfest af einum færasta heilalækni í heimi,“ sagði sá þýski við Bild. „Ég var ánægður að vita hvað hafði gerst í leiknum og ég vildi ekki gera það opinbert. Þegar niðurstöðurnar koma út, þá voru margir sem komu með móðganir og illsku ummæli, sem voru oftast fyrir neðan belti. Ég notaði þetta aldrei sem afsökun en þegar fólk gerir grín að einhverjum sem meiddist illa á höfði þá skil ég ekkert.“ Loris Karius regrets how he dealt with fallout of Liverpool's 2018 Champions League final defeat following his costly errors https://t.co/6lK5UCE8yo— MailOnline Sport (@MailSport) April 15, 2020 „Leikmenn mæta miklum fjandskap á netinu. Ef þú myndir lesa öll skilaboð sem væru skrifuð um þig þá myndiru ekki sofa í tvo daga. Það er ótrúlegt hvað fólk skrifar um annað fólk undir nafnleysi og sumir eru einfaldlega rasistar.“ „Þú getur ekki skellt skuldinni á stuðningsmenn ef þeir púa á leikmann. Þú borgar þig inn og átt þinn rétt á að verða ósáttur. Leikmenn verða þola það. Þegar leikmaður fær líflátshótanir þá er farið yfir línuna. Það voru nokkrar þannig en ég tók þeim ekki alvarlega. Þetta er fólk sem skrifar ekki undir nafni og er ekki einu sinni með mynd af andlitinu þeirra á prófílnum þeirra,“ sagði Karus. Hann hefur eins og áður segir ekki spilað leik fyrir rauða herinn eftir mistökin 2018 en hann hefur verið á láni hjá Besiktas í Tyrklandi þar sem hann hefur ekki vakið mikla lukku. Óvíst er hvað verður um hann í sumar en hann er á samningi hjá Liverpool til ársins 2022. #Loris #Karius über #Bundesliga-Rückkehr, #Jürgen #Klopp und Patzer gegen #Real #Madrid https://t.co/nFjnF5Tdej— SPORT BILD (@SPORTBILD) April 15, 2020
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira