Erfitt að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2020 08:26 KOna með grímu og hanska opnar fataverslu í Vín. AP/Ronald Zak Yfirvöld ríkja víða um heim leita nú leiða til að endurvekja atvinnulíf þeirra ríkja. Reynslan í Kína og í Evrópu sýnir þó að það verði ekki auðvelt þar sem íbúar fara minna út og eyða mun minna af peningum. Viðskiptavinir forðast verslanir sem eru opnar og félagsforðun hefur haldið velli. Þetta kemur fram í umfjöllun AP fréttaveitunnar þar sem einnig segir að fólk óttist að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar taki annan kipp sé slakað of mikið á takmörkunum sem koma eigi í veg fyrir nýja faraldra. Í borgum í Kína hafa embættismenn farið út að borða og reynt að laða fólk út þannig, með misgóðum árangri. Í Bandaríkjunum er verið að gefa almenningi pening til að borga reikninga og halda hjólum atvinnulífsins á ferðinni. Verslanir hafa verið opnaðar í Róm en AP fréttaveitan segir götur borgarinnar tómar. Svipaða sögu er að segja frá Vín þar sem fáir eru á ferli. Marie Froehlich, sem rekur fataverslun í borginni, sagði starfsfólk sitt ánægt með að vera mætt aftur til vinnu. Hins vegar treystu þau verulega á ferðaþjónustu og ferðamenn og þess vegna muni það taka minnst einhverja mánuði að ná öllu í fyrra horf. Í Bandaríkjunum hefur framleiðsla dregist verulega saman og í raun hefur álíka samdráttur ekki átt sér stað frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Í mars drógust tekjur verslana verulega saman eða um 8,7 prósent og búist er að það verði mun verra í þessum mánuði. Donald Trump, forseti, segist vera að undirbúa viðmið varðandi það að draga úr félagsforðun og hefur hann reynt að fá forsvarsmenn viðskiptalífsins með sér í lið. Þeir segja það þó erfitt án mikillar aukningar í skimun fyrir kórónuveirunni og án hlífðarbúnaðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Yfirvöld ríkja víða um heim leita nú leiða til að endurvekja atvinnulíf þeirra ríkja. Reynslan í Kína og í Evrópu sýnir þó að það verði ekki auðvelt þar sem íbúar fara minna út og eyða mun minna af peningum. Viðskiptavinir forðast verslanir sem eru opnar og félagsforðun hefur haldið velli. Þetta kemur fram í umfjöllun AP fréttaveitunnar þar sem einnig segir að fólk óttist að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar taki annan kipp sé slakað of mikið á takmörkunum sem koma eigi í veg fyrir nýja faraldra. Í borgum í Kína hafa embættismenn farið út að borða og reynt að laða fólk út þannig, með misgóðum árangri. Í Bandaríkjunum er verið að gefa almenningi pening til að borga reikninga og halda hjólum atvinnulífsins á ferðinni. Verslanir hafa verið opnaðar í Róm en AP fréttaveitan segir götur borgarinnar tómar. Svipaða sögu er að segja frá Vín þar sem fáir eru á ferli. Marie Froehlich, sem rekur fataverslun í borginni, sagði starfsfólk sitt ánægt með að vera mætt aftur til vinnu. Hins vegar treystu þau verulega á ferðaþjónustu og ferðamenn og þess vegna muni það taka minnst einhverja mánuði að ná öllu í fyrra horf. Í Bandaríkjunum hefur framleiðsla dregist verulega saman og í raun hefur álíka samdráttur ekki átt sér stað frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Í mars drógust tekjur verslana verulega saman eða um 8,7 prósent og búist er að það verði mun verra í þessum mánuði. Donald Trump, forseti, segist vera að undirbúa viðmið varðandi það að draga úr félagsforðun og hefur hann reynt að fá forsvarsmenn viðskiptalífsins með sér í lið. Þeir segja það þó erfitt án mikillar aukningar í skimun fyrir kórónuveirunni og án hlífðarbúnaðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira