Fótbolti

Henry Birgir og Kjartan Atli rifjuðu upp þegar þyrla kom með Íslandsmeistaratitilinn í Frostaskjólið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KR-ingar urðu Íslandsmeistarar 2002 með eftirminnilegum hætti.
KR-ingar urðu Íslandsmeistarar 2002 með eftirminnilegum hætti. Mynd/Stöð 2 Sport

Íslandsmótið 2002 var eftirminnilegt fyrir margar sakir en helst var það sú staðreynd að Íslandsmeistaratitillinn vannst í lokaumferðinni og var sendur með þyrlu frá Akranesi í Frostaskjólið.

Sumarið 2002 var áhugavert knattspyrnusumar og vannst Íslandsmeistaratitillinn í lokaumferðinni. Í þættinum Sportið í dag fóru þeir Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson yfir lokaleik Íslandsmótsins.

„Þetta er árið 2002, þyrluleikurinn frægi þegar KR verður meistari. Þetta eru 18 ár síðan. HBG er á snúrunni á leiknum, ég er búinn að vera það lengi í þessu. Þetta er eitt af þessum risastóru augnablikum Íslandsmótsins þegar þyrlan kemur ofan af Skaga og lendir á Flyðrugrandanum fyir aftan völlinn,“ sagði Henry er þeir félagar ræddu liðinn Gullmola dagsins.

Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan en þar má sjá leik KR og Þórs Akureyrar í síðustu umferð Íslandsmótsins. Mörk, fagnaðarlæti, þyrla og viðtal Henry Birgis við Willum Þór Willumsson, þjálfar KR, í hálfleik er meðal þess sem má finna í innslaginu.

Klippa: Gullmoli dagsins: KR íslandsmeistarar 2002

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir

Rúnar fékk skýrsluna um Motherwell á kaffifilter

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp Íslandsmeistaraárið 2014 með Gumma Ben í Sportinu í kvöld. Stjörnumenn náðu einnig afar langt í Evrópukeppni það ár.

Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna

Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×