Ísland „fullkominn áfangastaður“ fyrir flóttann undan Covid-19 Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2020 11:37 Ferðamenn taka myndir í Vestri-Fellsfjöru sumarið 2019, þegar ný kórónuveira hafði ekki látið á sér kræla. Vísir/Vilhelm Ísland er „fullkominn áfangastaður“ til að komast í skjól undan kórónuveirunni, að mati pistlahöfundar bandarísku Bloomberg-fréttastofunnar, nú þegar opnun landamæra hefur víða verið boðuð á næstu vikum og mánuðum. Hann fer yfir góðan árangur íslenskra heilbrigðisyfirvalda í baráttunni við veiruna og segir að önnur lönd mættu taka sér Ísland til fyrirmyndar í þeim efnum. „Ísland er einn áfangastaður sem nefna má sérstaklega, sem gæti orðið að fullkomnum áfangastað til að komast undan Covid-19. Þessi agnarsmáa eyjaþjóð, hverrar fólksfjöldi telur 360 þúsund, hefur löngum verið þekkt fyrir stórbrotið landslag, norðurljós, hraunhella og bakgrunn sjónvarpsþátta á borð við Game of Thrones,“ skrifar Lionel Laurent, pistlahöfundur Bloomberg og fyrrverandi blaðamaður hjá Reuters-fréttaveitunni og tímaritinu Forbes, í grein sem birtist á vef Bloomberg í dag. Laurent bendir á að undanfarna mánuði hafi Íslandsumfjöllun á alþjóðlegum vettvangi þó að mestu snúist um viðbrögð landsins við faraldri kórónuveirunnar. Heilbrigðisyfirvöld hafi hlotið mikið lof fyrir að hafa náð að „halda faraldrinum í skefjum án þess að koma á óreiðukenndum og harðneskjulegum lokunum.“ „Frá upphafi faraldursins skar Ísland sig úr hópi flestra Evrópuríkja með því að hafa tilbúna fyrirbyggjandi áætlun og fylgja henni,“ skrifar Laurent. Hann fer þannig yfir víðtækar skimanir heilbrigðisyfirvalda og Íslenskrar erfðagreiningar fyrir veirunni sem hófust strax í febrúar. „Með því að beita sóttkví og smitrakningu sneiddi landið hjá öfgum á báða bóga, þ.e. algjöru útgöngubanni eða einfaldlega að sleppa veirunni lausri (í von um að ná hjarðónæmi). Niðurstaðan er þjóð þar sem aðeins hafa verið staðfest 1802 tilfelli og tíu dauðsföll,“ skrifar Laurent. Sanngjörn skipti Þá bendir hann á fyrirhugaða opnun landsins 15. júní, þar sem ferðalöngum mun standa til boða að gangast undir veirupróf í stað þess að fara í tveggja vikna sóttkví – líkt og stjórnvöld tilkynntu um nú fyrr í vikunni. Laurent leiðir að því líkum að með þessu verði ferðalangar hvattir til að hlaða niður smitrakningarappinu Rakning C-19, sem vakið hefur athygli utan landsteinanna – en virðist þó eftir allt saman ekki hafa valdið neinum straumhvörfum í smitrakningu. „En það virðist sanngjarnt, í ljósi öflugrar persónuverndarlöggjafar í landinu. Í skiptum fyrir þessi tiltölulega léttvægu skilyrði fá gestir að fara um landið, laust við mannmergð, harðar ferðatakmarkanir og andlitsgrímur. Það eru góð skipti,“ skrifar Laurent. „Á meðan önnur lönd eiga í erfiðleikum með að stíga upp úr útgöngubanni, og vilja um leið efla ferðamannaiðnaðin, er tilefni til að fylgjast með Íslandi. Ef lítil eyja hefur burði til að skima, rekja og einangra tilfelli kórónuveiru, og koma ferðamennsku af stað á nokkrum mánuðum, þá er hægt að gera það annars staðar.“ Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands vakti strax athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. Fjöldi erlendra miðla hefur til að mynda sagt að kórónuveiruprófin sem munu standa ferðamönnum til boða frá 15. júní verði greidd upp í topp af íslenska ríkinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að það yrði þannig allavega til að byrja með. „Eitt af því sem hefur verið rætt er að hún verði gjaldfrjás til að byrja með. Á meðan við erum að afla reynslunnar af því hvernig fyrirkomulagið virkar. En síðan þarf að taka ákvörðun um hvernig framhaldið verður til lengri tíma.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Ísland er „fullkominn áfangastaður“ til að komast í skjól undan kórónuveirunni, að mati pistlahöfundar bandarísku Bloomberg-fréttastofunnar, nú þegar opnun landamæra hefur víða verið boðuð á næstu vikum og mánuðum. Hann fer yfir góðan árangur íslenskra heilbrigðisyfirvalda í baráttunni við veiruna og segir að önnur lönd mættu taka sér Ísland til fyrirmyndar í þeim efnum. „Ísland er einn áfangastaður sem nefna má sérstaklega, sem gæti orðið að fullkomnum áfangastað til að komast undan Covid-19. Þessi agnarsmáa eyjaþjóð, hverrar fólksfjöldi telur 360 þúsund, hefur löngum verið þekkt fyrir stórbrotið landslag, norðurljós, hraunhella og bakgrunn sjónvarpsþátta á borð við Game of Thrones,“ skrifar Lionel Laurent, pistlahöfundur Bloomberg og fyrrverandi blaðamaður hjá Reuters-fréttaveitunni og tímaritinu Forbes, í grein sem birtist á vef Bloomberg í dag. Laurent bendir á að undanfarna mánuði hafi Íslandsumfjöllun á alþjóðlegum vettvangi þó að mestu snúist um viðbrögð landsins við faraldri kórónuveirunnar. Heilbrigðisyfirvöld hafi hlotið mikið lof fyrir að hafa náð að „halda faraldrinum í skefjum án þess að koma á óreiðukenndum og harðneskjulegum lokunum.“ „Frá upphafi faraldursins skar Ísland sig úr hópi flestra Evrópuríkja með því að hafa tilbúna fyrirbyggjandi áætlun og fylgja henni,“ skrifar Laurent. Hann fer þannig yfir víðtækar skimanir heilbrigðisyfirvalda og Íslenskrar erfðagreiningar fyrir veirunni sem hófust strax í febrúar. „Með því að beita sóttkví og smitrakningu sneiddi landið hjá öfgum á báða bóga, þ.e. algjöru útgöngubanni eða einfaldlega að sleppa veirunni lausri (í von um að ná hjarðónæmi). Niðurstaðan er þjóð þar sem aðeins hafa verið staðfest 1802 tilfelli og tíu dauðsföll,“ skrifar Laurent. Sanngjörn skipti Þá bendir hann á fyrirhugaða opnun landsins 15. júní, þar sem ferðalöngum mun standa til boða að gangast undir veirupróf í stað þess að fara í tveggja vikna sóttkví – líkt og stjórnvöld tilkynntu um nú fyrr í vikunni. Laurent leiðir að því líkum að með þessu verði ferðalangar hvattir til að hlaða niður smitrakningarappinu Rakning C-19, sem vakið hefur athygli utan landsteinanna – en virðist þó eftir allt saman ekki hafa valdið neinum straumhvörfum í smitrakningu. „En það virðist sanngjarnt, í ljósi öflugrar persónuverndarlöggjafar í landinu. Í skiptum fyrir þessi tiltölulega léttvægu skilyrði fá gestir að fara um landið, laust við mannmergð, harðar ferðatakmarkanir og andlitsgrímur. Það eru góð skipti,“ skrifar Laurent. „Á meðan önnur lönd eiga í erfiðleikum með að stíga upp úr útgöngubanni, og vilja um leið efla ferðamannaiðnaðin, er tilefni til að fylgjast með Íslandi. Ef lítil eyja hefur burði til að skima, rekja og einangra tilfelli kórónuveiru, og koma ferðamennsku af stað á nokkrum mánuðum, þá er hægt að gera það annars staðar.“ Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands vakti strax athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. Fjöldi erlendra miðla hefur til að mynda sagt að kórónuveiruprófin sem munu standa ferðamönnum til boða frá 15. júní verði greidd upp í topp af íslenska ríkinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að það yrði þannig allavega til að byrja með. „Eitt af því sem hefur verið rætt er að hún verði gjaldfrjás til að byrja með. Á meðan við erum að afla reynslunnar af því hvernig fyrirkomulagið virkar. En síðan þarf að taka ákvörðun um hvernig framhaldið verður til lengri tíma.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira