Sport

Keppni í tennis frestað fram á haust

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mögulega fáum við að sjá Serenu Williams aftur á tennisvellinum í ágúst.
Mögulega fáum við að sjá Serenu Williams aftur á tennisvellinum í ágúst. vísir/getty

Öllum stærstu mótaröðunum í tennis hefur verið frestað þangað til í ágúst hið minnsta. Ekkert atvinnumannamót hefur farið fram síðan í byrjun marsmánaðar. Á þetta við um bæði ATP og WTA-mótaraðirnar.

Í fyrsta skipti síðan í síðari heimsstyrjöldinni var Wimbledon-mótinu í Englandi frestað en það átti að hefjast þann 29. júní næstkomandi. Þá var Opna franska meistaramótinu einnig frestað fram á haust.

Sem stendur er bandaríska meistaramótið sem fram fer í New York undir lok ágústmánaðar það næsta sem keppt verður á en dagsetning þess er sú sama og upprunalega var reiknað með. Verður það því fyrsta mótið sem keppt verður á síðan kórónufaraldurinn skall á heimsbyggðinni.

Ástandið í New York er þó ekki gott og ef það skánar ekki gæti verið að mótaröðunum verði frestað enn frekar.

„Líkt og aðdáendur, keppendur og gestgjafar um allan heim þá erum við einnig vonsvikin vegna áhrifanna sem faraldurinn hefur á mótaröðina,“ sagði Andrea Gaudenzi, formaður ATP-mótaraðarinnar í viðtali við BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×