Pólverjarnir skildu plönin eftir í ruslinu í Garðabæ Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2020 23:00 Ingvar Jónsson, núverandi markvörður Víkings R., var magnaður í Póllandi gegn Lech Poznan sumarið 2014. MYND/STÖÐ 2 SPORT Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld Íslandsmeistaraárið 2014. Það ár sló Stjarnan meðal annars út pólska liðið Lech Poznan, 1:0, í forkeppni Evrópudeildarinnar. Sigur Stjörnunnar á Lech Poznan er einn af þeim merkilegri hjá íslenskum félagsliðum í Evrópukeppni á þessari öld. Stjörnumenn unnu 1-0 á heimavelli og liðin gerðu svo markalaust jafntefli ytra. „Það er svolítið eftirminnilegt að þegar við komum inn í klefa hjá Pólverjunum daginn eftir leik á Samsung-vellinum þá sé ég að allt „set-up“ hjá þeim fyrir föst leikatriði, stór plaköt, voru þarna í ruslinu. Allt um það hver ætti að dekka hvern og hvað þeir ætluðu að gera í hornum og aukaspyrnum og allt. Ég pakkaði þessu bara vel saman, setti teygju á þetta og fór með þetta til Póllands. Ég hengdi þetta upp í fundarherberginu þar svo að við gátum alltaf séð hvað þeir ætluðu að gera. Þetta eru svolítið mikil byrjendamistök hjá svona stóru liði,“ sagði Rúnar Páll. Stjörnumenn náðu svo á einhvern ótrúlegan hátt að halda marki sínu hreinu úti í Póllandi, með markvörðinn Ingvar Jónsson fremstan í flokki. Með sigrinum komst Stjarnan í umspil og mætti þar stórliði Inter Mílanó, sem vann einvígið og komst í riðlakeppni Evrópudeilarinnar. „Á fundinum okkar fyrir leik [í Póllandi] vorum við bara „Heyrðu, við erum að fara að vinna þennan leik. Þeir komast hvorki lönd né strönd á móti okkur, hvort sem að það er á heimavelli eða ekki. Þeir eru að fara að spila nákvæmlega eins á móti okkur. Engar breytingar.“ Við þetta efldist mannskapurinn ennþá meira. Við vissum að þeir voru ekkert spes á Samsung-vellinum, þó að hann hafi verið þurr. En það var skothríð á markið okkar í 20 mínútur. Aðra eins frammistöðu hjá einum markverði hef ég bara ekki séð. Þó að Ingvar hafi verið góður allt sumarið þá var alveg ótrúlegt hvað hann varði í þessum leik,“ sagði Rúnar Páll, og bætti við: „Það var ólýsanlegt að heyra lokaflautið. Þetta var stórkostleg upplifun. Líka það að pólsku stuðningsmennirnir, um 30 þúsund manns, klöppuðu fyrir okkur. Þetta var allt saman ógleymanlegt fyrir okkur sem vorum þarna á vellinum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar Páll rifjar upp sigurinn á Lech Poznan Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA Stjarnan Sportið í kvöld Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld Íslandsmeistaraárið 2014. Það ár sló Stjarnan meðal annars út pólska liðið Lech Poznan, 1:0, í forkeppni Evrópudeildarinnar. Sigur Stjörnunnar á Lech Poznan er einn af þeim merkilegri hjá íslenskum félagsliðum í Evrópukeppni á þessari öld. Stjörnumenn unnu 1-0 á heimavelli og liðin gerðu svo markalaust jafntefli ytra. „Það er svolítið eftirminnilegt að þegar við komum inn í klefa hjá Pólverjunum daginn eftir leik á Samsung-vellinum þá sé ég að allt „set-up“ hjá þeim fyrir föst leikatriði, stór plaköt, voru þarna í ruslinu. Allt um það hver ætti að dekka hvern og hvað þeir ætluðu að gera í hornum og aukaspyrnum og allt. Ég pakkaði þessu bara vel saman, setti teygju á þetta og fór með þetta til Póllands. Ég hengdi þetta upp í fundarherberginu þar svo að við gátum alltaf séð hvað þeir ætluðu að gera. Þetta eru svolítið mikil byrjendamistök hjá svona stóru liði,“ sagði Rúnar Páll. Stjörnumenn náðu svo á einhvern ótrúlegan hátt að halda marki sínu hreinu úti í Póllandi, með markvörðinn Ingvar Jónsson fremstan í flokki. Með sigrinum komst Stjarnan í umspil og mætti þar stórliði Inter Mílanó, sem vann einvígið og komst í riðlakeppni Evrópudeilarinnar. „Á fundinum okkar fyrir leik [í Póllandi] vorum við bara „Heyrðu, við erum að fara að vinna þennan leik. Þeir komast hvorki lönd né strönd á móti okkur, hvort sem að það er á heimavelli eða ekki. Þeir eru að fara að spila nákvæmlega eins á móti okkur. Engar breytingar.“ Við þetta efldist mannskapurinn ennþá meira. Við vissum að þeir voru ekkert spes á Samsung-vellinum, þó að hann hafi verið þurr. En það var skothríð á markið okkar í 20 mínútur. Aðra eins frammistöðu hjá einum markverði hef ég bara ekki séð. Þó að Ingvar hafi verið góður allt sumarið þá var alveg ótrúlegt hvað hann varði í þessum leik,“ sagði Rúnar Páll, og bætti við: „Það var ólýsanlegt að heyra lokaflautið. Þetta var stórkostleg upplifun. Líka það að pólsku stuðningsmennirnir, um 30 þúsund manns, klöppuðu fyrir okkur. Þetta var allt saman ógleymanlegt fyrir okkur sem vorum þarna á vellinum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar Páll rifjar upp sigurinn á Lech Poznan Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA Stjarnan Sportið í kvöld Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira