Erlent

Jöfnuðu kæli­turna þýsks kjarn­orku­vers við jörðu í leyni

Atli Ísleifsson skrifar
Ákveðið var að sprengja kæliturnana í leyni til að koma í veg fyrir að fólk myndi safnast saman á staðnum.
Ákveðið var að sprengja kæliturnana í leyni til að koma í veg fyrir að fólk myndi safnast saman á staðnum. EPA

Tveir risakæliturnar kjarnorkuversins Philippsburg í Þýskalandi voru sprengdir og jafnaðir við jörðu í leyni síðastliðinn fimmtudag.

Lengi hefur staðið til að jafna kæliturnana við jörðu, en framleiðsla við Philippsburg 1 og 2 var hætt fyrir níu árum. Árið 2011 var líka hluti bygginganna fjarlægður.

Þjóðverjar vinna nú markvisst að því að stöðva framleiðslu á kjarnorku í fösum, en eftir að Philippsburg 2 var jafnað við jörðu eru einungis sex kjarnorkuver eftir í landinu. Til stendur að loka þeim á næstu tveimur árum.

Ákveðið var að sprengja kæliturnana í leyni til að koma í veg fyrir að fólk myndi safnast saman á staðnum.

Til stendur að koma upp vindmyllum á lóð kjarnorkuversins sem var reist árið 1982, ekki langt frá bænum Karlsruhe og skammt frá frönsku landamærunum í Baden-Württemberg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×