Þrjú ný smit úr Verónavélinni Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2020 20:30 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Vísir/vilhelm Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. Búið er að taka ellefu sýni úr fólki í flugvélinni en ekki liggur fyrir hve mörg þeirra er búið að greina, bara að þrjú smit hafi verið staðfest. Von er á fleiri niðurstöðum á morgun en sýni verða tekin úr öllum þeim sem voru í flugvélinni og sýna einkenni og óska þess. Sjá einnig: „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Alls hefur smitum því fjölgað um níu í dag og eru nú 58 á landinu. Þar af hafa tíu smitast innanlands. Eitt sýnanna sem greindist með veiruna í dag er úr aðila sem er þegar farinn úr landi. Enginn er alvarlega veikur. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins er einn þeirra sem hefur smitast hér innanlands leigubílstjóri sem keyrði fjóra smitaða farþega frá Keflavíkurflugvelli um síðustu helgi. Bílferðin tók um 40 mínútur. Enginn sem sá var í samskiptum við í kjölfarið hefur sýnt einkenni. Um er að ræða 21 aðila og eru allir komnir í sóttkví. Heilt yfir eru vel á 500 manns í sóttkví á landinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að öll smitin hér á landi tilheyri tveimur klösum og tengist Austurríki og Ítalíu. Fyrir utan eitt stakt smit frá Asíu sem skortir upplýsingar um. Smitum hefur fjölgað hratt síðustu daga en Víðir segir það í takt við þróunina í öðrum löndum. Enn sem komið er þykir ekki tilefni til að setja fram tilmæli varðandi fjöldasamkomur. „Okkur finnst ekki vera kominn tími á það allavega,“ segir Víðir. „En við erum alltaf að skoða hvaða leiðir eru bestar og hvað virkar.“ Hann segir fjölmargar rannsóknir hafa verið skoðaðar að undanförnu, þar sem árangurinn af slíkum aðgerðum og öðrum hafi verið dreginn saman. Hvað virki best og hvað ekki. „Ef það veðra settar einhverjar takmarkanir á samkomur hefur það mikil áhrif á samfélagið. Við þurfum að vera alveg viss um að það virki,“ segir Víðir. Nefnir hann sem dæmi þegar mat var lagt á hvort loka ætti landamærum Íslands. Það hafi verið unnið vísindalega og niðurstaðan hafi verið að það myndi ekki skila árangri. „Það er það sama með þetta. Ákvörðunin verður byggð á vísindalegum grunni og mati á árangrinum.“ Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06 Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 16:05 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. Búið er að taka ellefu sýni úr fólki í flugvélinni en ekki liggur fyrir hve mörg þeirra er búið að greina, bara að þrjú smit hafi verið staðfest. Von er á fleiri niðurstöðum á morgun en sýni verða tekin úr öllum þeim sem voru í flugvélinni og sýna einkenni og óska þess. Sjá einnig: „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Alls hefur smitum því fjölgað um níu í dag og eru nú 58 á landinu. Þar af hafa tíu smitast innanlands. Eitt sýnanna sem greindist með veiruna í dag er úr aðila sem er þegar farinn úr landi. Enginn er alvarlega veikur. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins er einn þeirra sem hefur smitast hér innanlands leigubílstjóri sem keyrði fjóra smitaða farþega frá Keflavíkurflugvelli um síðustu helgi. Bílferðin tók um 40 mínútur. Enginn sem sá var í samskiptum við í kjölfarið hefur sýnt einkenni. Um er að ræða 21 aðila og eru allir komnir í sóttkví. Heilt yfir eru vel á 500 manns í sóttkví á landinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að öll smitin hér á landi tilheyri tveimur klösum og tengist Austurríki og Ítalíu. Fyrir utan eitt stakt smit frá Asíu sem skortir upplýsingar um. Smitum hefur fjölgað hratt síðustu daga en Víðir segir það í takt við þróunina í öðrum löndum. Enn sem komið er þykir ekki tilefni til að setja fram tilmæli varðandi fjöldasamkomur. „Okkur finnst ekki vera kominn tími á það allavega,“ segir Víðir. „En við erum alltaf að skoða hvaða leiðir eru bestar og hvað virkar.“ Hann segir fjölmargar rannsóknir hafa verið skoðaðar að undanförnu, þar sem árangurinn af slíkum aðgerðum og öðrum hafi verið dreginn saman. Hvað virki best og hvað ekki. „Ef það veðra settar einhverjar takmarkanir á samkomur hefur það mikil áhrif á samfélagið. Við þurfum að vera alveg viss um að það virki,“ segir Víðir. Nefnir hann sem dæmi þegar mat var lagt á hvort loka ætti landamærum Íslands. Það hafi verið unnið vísindalega og niðurstaðan hafi verið að það myndi ekki skila árangri. „Það er það sama með þetta. Ákvörðunin verður byggð á vísindalegum grunni og mati á árangrinum.“
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06 Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 16:05 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06
Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 16:05