Mótmæltu gæsluvarðhaldskröfu með vísan í faraldurinn Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2020 18:06 Margeir Pétur Jóhannsson var eini sakborningurinn sem var viðstaddur dómsuppkvaðningu í máli þremenninganna í desember. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn sem hlutu þunga fangelsisdóma fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði vísuðu til kórónuveirufaraldursins þegar þeir mótmælu kröfu saksóknara um að þær sæti gæsluvarðhaldi á meðan þeir bíða þess að áfrýjun þeirra verði tekin fyrir. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir þeim öllum. Alvar Óskarsson var dæmdur í sjö ára fangelsi og Einar Jökull Einarsson og Margeir Pétur Jóhannsson voru dæmdir í sex ára fangelsi fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústaði í Borgarfirði í desember. Þeir hafa allir áfrýjað til Landsréttar og bíða þess að málið verði tekið til meðferðar þar. Sjá einnig: Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Ákæruvaldið krafðist þess að þeir sættu gæsluvarðhaldi á meðan. Því mótmæltu þremenningarnir, meðal annars með vísan til sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Landsréttur hafnaði þeim rökum og taldi ekki séð að áhrif þess ástands og smitvarnarráðstafanir á borð við takmarkanir á heimsóknum til sakborninganna væru þeim þungbærari en vænta mætti að aðrir í samfélaginu þyrftu að þola við þessar aðstæður. Þá hafi ekkert komið fram um að ekki sé hægt að tryggja öryggi mannanna eða að heilsu þeirra sé stefnt í hættu með gæsluvarðhaldinu. Staðfesti Landsréttur því gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir mönnum. Þeir þurfa því að sæta varðhaldi á meðan málið er til meðferðar en þó ekki lengur en til 7. september. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Þrír karlmenn sem hlutu þunga fangelsisdóma fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði vísuðu til kórónuveirufaraldursins þegar þeir mótmælu kröfu saksóknara um að þær sæti gæsluvarðhaldi á meðan þeir bíða þess að áfrýjun þeirra verði tekin fyrir. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir þeim öllum. Alvar Óskarsson var dæmdur í sjö ára fangelsi og Einar Jökull Einarsson og Margeir Pétur Jóhannsson voru dæmdir í sex ára fangelsi fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústaði í Borgarfirði í desember. Þeir hafa allir áfrýjað til Landsréttar og bíða þess að málið verði tekið til meðferðar þar. Sjá einnig: Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Ákæruvaldið krafðist þess að þeir sættu gæsluvarðhaldi á meðan. Því mótmæltu þremenningarnir, meðal annars með vísan til sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Landsréttur hafnaði þeim rökum og taldi ekki séð að áhrif þess ástands og smitvarnarráðstafanir á borð við takmarkanir á heimsóknum til sakborninganna væru þeim þungbærari en vænta mætti að aðrir í samfélaginu þyrftu að þola við þessar aðstæður. Þá hafi ekkert komið fram um að ekki sé hægt að tryggja öryggi mannanna eða að heilsu þeirra sé stefnt í hættu með gæsluvarðhaldinu. Staðfesti Landsréttur því gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir mönnum. Þeir þurfa því að sæta varðhaldi á meðan málið er til meðferðar en þó ekki lengur en til 7. september.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira