Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2020 10:52 Útlitið var rautt í áströlsku kauphöllinni í morgun. ASX 200-vísitalan þar lækkaði um 7,3% við opnun i morgun og hafði þá ekki fallið meira á einum degi frá því í fjármálahruninu árið 2008. Vísir/EPA Markaðir tóku dýfu víða um heim í morgun eftir að heimsmarkaðsverð á olíu hrundi um fimmtung vegna deilna olíuútflutningsríkja sem reyna nú að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. Vísitölur lækkuðu umtalsvert þegar markaðir í Evrópu og Asíu opnuðu í morgun og nótt. Evrópska STOXX 600-vísitalan féll um 7% og stefnir nú á mestu lækkun frá því að Bretar kusu að ganga úr Evrópusambandinu í júní árið 2016, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í London féll FTSE 100-vísitalan um 8% og töpuðu hlutabréf í olíufyrirtækjunum BP og Royal Dutch Shell um nærri því fimmtungi af verði sínu. Áður hafði verð á asískum mörkuðum hrapað. Búist er við því að sambærilegur bölmóður setji mark sitt á Wall Street þegar opnað verður fyrir viðskipti þar í dag, að sögn New York Times. Svartsýni greip markaði eftir að olíuverð hrundi þegar markaðir opnuðu í nótt. Olíuverð lækkaði þá um meira en 20%. Hrunið má rekja til verðstríðs á milli Sádi-Arabíu og Rússlands. Sjá einnig: Deila Rússa og Sáda leiðir til verðfalls á olíu Það var í síðustu viku sem OPEC, samtök olíuútflutningsríkja þar sem Sádar ráða mestu, ákváðu að draga úr framleiðslu til að verja verð á olíu fyrir minnkandi eftirspurn vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem breiðist nú út um heiminn. Vildi OPEC að önnur olíuútflutningsríki eins og Rússland tækju þátt í þeim aðgerðum. Rússar höfnuðu því á föstudag. Sádar brugðust við með því að lækka verð á olíu og boðuðu aukna framleiðslu sem myndi lækka verðið enn frekar. Með því eru Sádar taldir reyna að þrýsta á Rússa, sem eru verulega háðir olíuútflutningi, um að láta undan og taka þátt í aðgerðum OPEC, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kórónuveiran hefur raskað samfélögum víða um heim. Nú um helgina settu ítölsk stjórnvöld hátt í sextán milljónir íbúa Langbarðalands og nokkurra héraða á Mið- og Norður-Ítalíu í sóttkví með því að takmarka verulega ferðir til og frá svæðunum. Víða um heim hafa takmarkanir verið settar á ferðalög, skólahald hefur verið lagt niður tímabundið og mannamót og samkomur slegnar af. Seðlabankar víða um heim hafa brugðist við með því að lækka stýrivexti sína til að milda efnahagslega höggið. Vangaveltur eru um að evrópski seðlabankinn feti í fótspor þeirra þegar stjórn hans fundar á fimmtudag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bensín og olía Tengdar fréttir Eldrauð Kauphöll sem tvöfaldar þröskuldinn Liturinn á Kauphöllinni hér á landi er sá sami og víða um heim í morgunsárið, rauður. Verð á hráolíu lækkaði um 30 prósent við opnun markaða í dag. 9. mars 2020 10:10 Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12 Frakkar banna fjöldasamkomur Frönsk stjórnvöld hafa bannað samkomur þar sem fleiri en þúsund manns eða fleiri koma saman. 8. mars 2020 21:54 Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Markaðir tóku dýfu víða um heim í morgun eftir að heimsmarkaðsverð á olíu hrundi um fimmtung vegna deilna olíuútflutningsríkja sem reyna nú að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. Vísitölur lækkuðu umtalsvert þegar markaðir í Evrópu og Asíu opnuðu í morgun og nótt. Evrópska STOXX 600-vísitalan féll um 7% og stefnir nú á mestu lækkun frá því að Bretar kusu að ganga úr Evrópusambandinu í júní árið 2016, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í London féll FTSE 100-vísitalan um 8% og töpuðu hlutabréf í olíufyrirtækjunum BP og Royal Dutch Shell um nærri því fimmtungi af verði sínu. Áður hafði verð á asískum mörkuðum hrapað. Búist er við því að sambærilegur bölmóður setji mark sitt á Wall Street þegar opnað verður fyrir viðskipti þar í dag, að sögn New York Times. Svartsýni greip markaði eftir að olíuverð hrundi þegar markaðir opnuðu í nótt. Olíuverð lækkaði þá um meira en 20%. Hrunið má rekja til verðstríðs á milli Sádi-Arabíu og Rússlands. Sjá einnig: Deila Rússa og Sáda leiðir til verðfalls á olíu Það var í síðustu viku sem OPEC, samtök olíuútflutningsríkja þar sem Sádar ráða mestu, ákváðu að draga úr framleiðslu til að verja verð á olíu fyrir minnkandi eftirspurn vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem breiðist nú út um heiminn. Vildi OPEC að önnur olíuútflutningsríki eins og Rússland tækju þátt í þeim aðgerðum. Rússar höfnuðu því á föstudag. Sádar brugðust við með því að lækka verð á olíu og boðuðu aukna framleiðslu sem myndi lækka verðið enn frekar. Með því eru Sádar taldir reyna að þrýsta á Rússa, sem eru verulega háðir olíuútflutningi, um að láta undan og taka þátt í aðgerðum OPEC, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kórónuveiran hefur raskað samfélögum víða um heim. Nú um helgina settu ítölsk stjórnvöld hátt í sextán milljónir íbúa Langbarðalands og nokkurra héraða á Mið- og Norður-Ítalíu í sóttkví með því að takmarka verulega ferðir til og frá svæðunum. Víða um heim hafa takmarkanir verið settar á ferðalög, skólahald hefur verið lagt niður tímabundið og mannamót og samkomur slegnar af. Seðlabankar víða um heim hafa brugðist við með því að lækka stýrivexti sína til að milda efnahagslega höggið. Vangaveltur eru um að evrópski seðlabankinn feti í fótspor þeirra þegar stjórn hans fundar á fimmtudag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bensín og olía Tengdar fréttir Eldrauð Kauphöll sem tvöfaldar þröskuldinn Liturinn á Kauphöllinni hér á landi er sá sami og víða um heim í morgunsárið, rauður. Verð á hráolíu lækkaði um 30 prósent við opnun markaða í dag. 9. mars 2020 10:10 Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12 Frakkar banna fjöldasamkomur Frönsk stjórnvöld hafa bannað samkomur þar sem fleiri en þúsund manns eða fleiri koma saman. 8. mars 2020 21:54 Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Eldrauð Kauphöll sem tvöfaldar þröskuldinn Liturinn á Kauphöllinni hér á landi er sá sami og víða um heim í morgunsárið, rauður. Verð á hráolíu lækkaði um 30 prósent við opnun markaða í dag. 9. mars 2020 10:10
Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12
Frakkar banna fjöldasamkomur Frönsk stjórnvöld hafa bannað samkomur þar sem fleiri en þúsund manns eða fleiri koma saman. 8. mars 2020 21:54
Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55