Sex látnir í fangaóeirðum á Ítalíu Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2020 16:18 Fangar klifruðu upp á þakið á San Vittore-fangelsinu í Mílanó og héldu á laki sem þeir höfðu letrað á „Náðun“. AP/Antonio Calanni Óeirðir brutust út í á þriðja tug fangelsa á Ítalíu vegna aðgerða sem er ætlað að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Sex fangar létu lífið eftir að þeir brutust inn í sjúkrastofu og tóku of stóran skammt af kvalastillandi lyfi. Fjölskylduheimsóknir í fangelsi hafa verið bannaðar til þess að koma í veg fyrir að kórónuveiran breiðist út í yfirfullum fangelsum landsins. Fangar eru afar ósáttir við ráðstafanirnar og létu hug sinn í ljós með óeirðum í dag og í gær. Í stærstu óeirðunum í Modena kveiktu fangar í dýnum og sex létust þegar þeir tóku of stóran skammt af lyifi sem er gefið vegna ópíóíðafíknar, að sögn AP-fréttastofunnar. Í San Vittore-fangelsinu í Mílanó klifruðu fangar upp á þak og héldu á lofti laki sem á stóð „Náðun“. Fangelsismál á Ítalíu hafa verið í ólestri lengi. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sektað landið fyrir slæman aðbúnað í fangelsum. Ítölsk fangelsi eru jafnframt yfirfull. Í sumum þeirra eru fangar hátt í tvöfalt fleiri en þau eru hönnuð til að hýsa. Kórónuveiran hefur breiðst hratt á Ítalíu undanfarnar vikur og hafa 366 manns látið lífið af völdum hennar. Yfirvöld settu á umfangsmiklar ferðatakmarkanir fyrir um sextán milljónir íbúa í Langbarðalandi og nokkrum héruðum á Mið- og Norður-Ítalíu um helgina. Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06 Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Óeirðir brutust út í á þriðja tug fangelsa á Ítalíu vegna aðgerða sem er ætlað að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Sex fangar létu lífið eftir að þeir brutust inn í sjúkrastofu og tóku of stóran skammt af kvalastillandi lyfi. Fjölskylduheimsóknir í fangelsi hafa verið bannaðar til þess að koma í veg fyrir að kórónuveiran breiðist út í yfirfullum fangelsum landsins. Fangar eru afar ósáttir við ráðstafanirnar og létu hug sinn í ljós með óeirðum í dag og í gær. Í stærstu óeirðunum í Modena kveiktu fangar í dýnum og sex létust þegar þeir tóku of stóran skammt af lyifi sem er gefið vegna ópíóíðafíknar, að sögn AP-fréttastofunnar. Í San Vittore-fangelsinu í Mílanó klifruðu fangar upp á þak og héldu á lofti laki sem á stóð „Náðun“. Fangelsismál á Ítalíu hafa verið í ólestri lengi. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sektað landið fyrir slæman aðbúnað í fangelsum. Ítölsk fangelsi eru jafnframt yfirfull. Í sumum þeirra eru fangar hátt í tvöfalt fleiri en þau eru hönnuð til að hýsa. Kórónuveiran hefur breiðst hratt á Ítalíu undanfarnar vikur og hafa 366 manns látið lífið af völdum hennar. Yfirvöld settu á umfangsmiklar ferðatakmarkanir fyrir um sextán milljónir íbúa í Langbarðalandi og nokkrum héruðum á Mið- og Norður-Ítalíu um helgina.
Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06 Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06
Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55