Þórólfur ósammála þeim sem eru ósammála Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. maí 2020 14:40 Frá fundi dagsins. Mynd/Lögreglan „Ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um gagnrýni sem læknar hafa sett fram á áætlanir um að opna aftur fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Þetta kom fram í máli Þórólfs þegar hann svaraði spurningu um hvað honum fyndist um slíka gagnrýni. Þannig gagnrýndi Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum að búið væri að taka ákvörðun um að opna landamærin frá og með 15. júní án þess að til væri raunhæf áætlun um hvernig ætti að gera það. Þá sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun að ákvörðunin væri umdeild og að sumir læknar væru jafn vel reiðir yfir því að opna ætti landið á nýju. „Það er algjörlega ljóst að það eru margir ekki sáttir og nákvæmlega eins og margir voru ekki sáttir hvernig við stóðum að því að eiga við þennan faraldur í upphafi, jafnt læknar sem aðrir. Þannig að ég held að það lýsi bara því að fólk hefur áhyggjur af þessum faraldri og hvernig hann muni verða,“ sagði Þórólfur sem bætti við að læknum sem og öðrum væri frjálst að vera ósáttir áður en hann fór yfir því hvaða rök lægu að baki því að opna landamærin aftur. „Menn hafa fullan rétt á því að hafa skoðanir á þessu en ég held að læknar og aðrir þurfi líka að taka tillit til þess að það þarf á einhverjum tímapunkti að opna þetta land og eins og ég hef svo sem lýst áður, hvort sem það verður núna, eftir sex mánuði eða eitt ár, þá stöndum við frammi fyrir þessari spurningu hvernig ætlum við að gera þetta,“ sagði Þórólfur. Betra væri að nýta tækifæri nú á meðan eftirspurn eftir því að koma til Íslands væri lítil. „Ég held að það sé betra að gera þetta núna á meðan það er lítil ásókn í því að komast hingað inn þannig að við fáum þjálfun og reynslu í því hvernig eigi að eiga við þetta þannig að ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína og við fáum niðurstöðu í þetta með mál,“ sagði Þórólfur. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var vísað í viðtal við Má Kristjánsson og sagt að það hafi verið í Morgunútvarpi Rásar 2, hið rétta er að það var á Morgunvaktinni á Rás 1, það hefur nú verið lagað. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
„Ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um gagnrýni sem læknar hafa sett fram á áætlanir um að opna aftur fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Þetta kom fram í máli Þórólfs þegar hann svaraði spurningu um hvað honum fyndist um slíka gagnrýni. Þannig gagnrýndi Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum að búið væri að taka ákvörðun um að opna landamærin frá og með 15. júní án þess að til væri raunhæf áætlun um hvernig ætti að gera það. Þá sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun að ákvörðunin væri umdeild og að sumir læknar væru jafn vel reiðir yfir því að opna ætti landið á nýju. „Það er algjörlega ljóst að það eru margir ekki sáttir og nákvæmlega eins og margir voru ekki sáttir hvernig við stóðum að því að eiga við þennan faraldur í upphafi, jafnt læknar sem aðrir. Þannig að ég held að það lýsi bara því að fólk hefur áhyggjur af þessum faraldri og hvernig hann muni verða,“ sagði Þórólfur sem bætti við að læknum sem og öðrum væri frjálst að vera ósáttir áður en hann fór yfir því hvaða rök lægu að baki því að opna landamærin aftur. „Menn hafa fullan rétt á því að hafa skoðanir á þessu en ég held að læknar og aðrir þurfi líka að taka tillit til þess að það þarf á einhverjum tímapunkti að opna þetta land og eins og ég hef svo sem lýst áður, hvort sem það verður núna, eftir sex mánuði eða eitt ár, þá stöndum við frammi fyrir þessari spurningu hvernig ætlum við að gera þetta,“ sagði Þórólfur. Betra væri að nýta tækifæri nú á meðan eftirspurn eftir því að koma til Íslands væri lítil. „Ég held að það sé betra að gera þetta núna á meðan það er lítil ásókn í því að komast hingað inn þannig að við fáum þjálfun og reynslu í því hvernig eigi að eiga við þetta þannig að ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína og við fáum niðurstöðu í þetta með mál,“ sagði Þórólfur. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var vísað í viðtal við Má Kristjánsson og sagt að það hafi verið í Morgunútvarpi Rásar 2, hið rétta er að það var á Morgunvaktinni á Rás 1, það hefur nú verið lagað.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira