Innlent

Mælir með því að fólk haldi sig við reglubundna bólfélaga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir er frekar á því að Íslendingar, sem og aðrir, eigi að halda sig við sína reglubundnu bólfélaga um þessar mundir, frekar en að flakka á milli.

Þetta kom fram í svari Þórólfs við einni spurningu „í léttari kantinum“ frá Birni Inga Hrafnssyni, blaðamanni Viljans, á upplýsingafundi almannavarna í dag. 

Þar spurði Björn Ingi þá félaga Þórólf og Víði hvort þeir hefðu einhverjar ráðleggingar til Íslendinga í anda þeirra sem landlæknir Dana gaf út í apríl, um að kórónuveirufaraldurinn ætti ekki að koma í veg fyrir að fólk stundaði kynlíf.

Víðir afþakkaði reyndar pent að svara spurningunni en Þórólfur greip boltann á lofti.

„Ég held að menn eigi að halda sig við sína reglubundnu bólfélaga og við erum það heppin að við höfum ekki þurft að loka fólk inni. Fólk hefur getað farið út og stundað sína leikfimi út í guðsgrænni náttúrunni þannig að við búum kannski betur en margar þjóðir,“ svaraði Þórólfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×