Arnar ætlaði að klófesta Inga Þór strax Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2020 15:47 Ingi Þór gerði KR að Íslandsmeisturum í fyrra en var sagt upp hjá vesturbæjarliðinu í vor. vísir/vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta, var staðráðinn í að næla í Inga Þór Steinþórsson eftir að honum var sagt upp störfum hjá KR. „Arnar sendi bæði á mig og menn í kringum mig að ég yrði að hafa samband við hann strax. Hann ætlaði að ná mér um leið. Hann var mjög áhugasamur um að við myndum ná saman,“ sagði Ingi Þór í Sportinu í dag. Hann var kynntur sem aðstoðarþjálfari Stjörnunnar ásamt Danielle Rodriguez í dag. Auk þess að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla mun Ingi Þór stýra drengja- og unglingaflokki hjá Stjörnunni. Ingi Þór var síðast aðstoðarþjálfari hjá KR tímabilið 2008-09. Hann hlakkar til að takast á við þessa nýju áskorun og vinna með Arnari. „Ég ætla að nota þetta sem áskorun og til að kveikja aðeins í mér. Arnar er ekki allra en er mjög áhugasamur um þá hluti sem hann er góður í og ég tel mig geta lært af því,“ sagði Ingi Þór. „Ég held að ég hafi líka fullt af hlutum sem hann er kannski ekki alveg nógu góður í. Og Dani kemur svo með þriðju víddina inn í þetta. Ég held að við eigum eftir að læra af hvort öðru og mynda gott teymi.“ Þjálfarateymi karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta.VÍSIR/KJARTAN ATLI Áskorunin var í Stjörnunni Ingi Þór hafði úr nokkrum tilboðum að velja og Þór á Akureyri vildi m.a. fá hann til að þjálfa karlalið félagsins. Stjarnan varð hins vegar fyrir valinu. „Maður hefur lengi verið í samkeppni við Stjörnuna og þetta er stórt félag. Ég sagði við Arnar, eins og alla aðra, að ég ætlaði að sjá hvað væri í boði. Og ég gerði það,“ sagði Ingi Þór. „Ég skoðaði alla möguleika og reyndi að meta hvað var best fyrir þjálfarann Inga Þór Steinþórsson. Ég var strax spenntur því ég fann að áskorunin sem ég vildi taka var klárlega þarna.“ Klippa: Sportið í dag - Ingi Þór vildi áskorunina í Garðabænum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Stjarnan Sportið í dag Tengdar fréttir Arnar Guðjóns fær Inga Þór og Dani Rodriguez sér til aðstoðar í Garðabænum Ingi Þór Steinþórsson og Danielle Rodriguez fara bæði úr Vesturbænum yfir í Garðabæ því þau voru kynnt í dag sem nýir aðstoðarþjálfarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla. 18. maí 2020 10:30 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta, var staðráðinn í að næla í Inga Þór Steinþórsson eftir að honum var sagt upp störfum hjá KR. „Arnar sendi bæði á mig og menn í kringum mig að ég yrði að hafa samband við hann strax. Hann ætlaði að ná mér um leið. Hann var mjög áhugasamur um að við myndum ná saman,“ sagði Ingi Þór í Sportinu í dag. Hann var kynntur sem aðstoðarþjálfari Stjörnunnar ásamt Danielle Rodriguez í dag. Auk þess að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla mun Ingi Þór stýra drengja- og unglingaflokki hjá Stjörnunni. Ingi Þór var síðast aðstoðarþjálfari hjá KR tímabilið 2008-09. Hann hlakkar til að takast á við þessa nýju áskorun og vinna með Arnari. „Ég ætla að nota þetta sem áskorun og til að kveikja aðeins í mér. Arnar er ekki allra en er mjög áhugasamur um þá hluti sem hann er góður í og ég tel mig geta lært af því,“ sagði Ingi Þór. „Ég held að ég hafi líka fullt af hlutum sem hann er kannski ekki alveg nógu góður í. Og Dani kemur svo með þriðju víddina inn í þetta. Ég held að við eigum eftir að læra af hvort öðru og mynda gott teymi.“ Þjálfarateymi karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta.VÍSIR/KJARTAN ATLI Áskorunin var í Stjörnunni Ingi Þór hafði úr nokkrum tilboðum að velja og Þór á Akureyri vildi m.a. fá hann til að þjálfa karlalið félagsins. Stjarnan varð hins vegar fyrir valinu. „Maður hefur lengi verið í samkeppni við Stjörnuna og þetta er stórt félag. Ég sagði við Arnar, eins og alla aðra, að ég ætlaði að sjá hvað væri í boði. Og ég gerði það,“ sagði Ingi Þór. „Ég skoðaði alla möguleika og reyndi að meta hvað var best fyrir þjálfarann Inga Þór Steinþórsson. Ég var strax spenntur því ég fann að áskorunin sem ég vildi taka var klárlega þarna.“ Klippa: Sportið í dag - Ingi Þór vildi áskorunina í Garðabænum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Stjarnan Sportið í dag Tengdar fréttir Arnar Guðjóns fær Inga Þór og Dani Rodriguez sér til aðstoðar í Garðabænum Ingi Þór Steinþórsson og Danielle Rodriguez fara bæði úr Vesturbænum yfir í Garðabæ því þau voru kynnt í dag sem nýir aðstoðarþjálfarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla. 18. maí 2020 10:30 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Arnar Guðjóns fær Inga Þór og Dani Rodriguez sér til aðstoðar í Garðabænum Ingi Þór Steinþórsson og Danielle Rodriguez fara bæði úr Vesturbænum yfir í Garðabæ því þau voru kynnt í dag sem nýir aðstoðarþjálfarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla. 18. maí 2020 10:30