Vissi að hann myndi lítið sem ekkert spila en var alveg sama því hann yrði milljónamæringur Anton Ingi Leifsson skrifar 18. maí 2020 23:00 Alex Song. Mynd/Nordic Photos/Getty Alex Song, fyrrum miðjumaður bæði Arsenal og Barcelona, segir að þegar hann hafi séð hvað spænski risinn var tilbúinn að borga honum í laun á viku hafi hann ekki hugsað sig tvisvar um að skrifa undir samning við félagið. Song var í skemmtilegu spjalli á samskiptamiðlinum Instagram á dögunum þar sem hann ræddi við körfuboltamanninn Pascal Siakam hjá Toronto Raptors. Þar ræddu þeir meðal annars um ákvörðun Son að fara frá Arsenal til Barcelona árið 2012. „Ég hitti yfirmann knattspyrnumála hjá Barcelona og hann sagði við mig að ég fengi ekki að spila marga leiki en mér var alveg sama. Ég vissi að ég yrði milljónamæringur. Þegar Barcelona bauð mér samninginn þá þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég sá hvað ég myndi þéna,“ sagði Song. Hann fékk 70 þúsund pund á viku hjá Barcelona en samningur hans á Arsenal hljóðaði upp á 55 þúsund pund. Hann henti svo í afar áhugaverða samlíkingu. „Ég hef alltaf sagt að tvítugur drengur sem keyrir Ferrari er blankur því þegar þú ert tvítugur þá áttu ekkert en maður sem er fimmtugur og keyrir um á Bentley er maður sem þú átt að bera virðingu fyrir.“ 'I would not play many games... but I didn't give a f***'Alex Song 'didn't think twice' about joining Barcelona after knowing he would become a millionairehttps://t.co/9mRaE0Rf04— MailOnline Sport (@MailSport) May 18, 2020 Song gekk í raðir Arsenal árið 2006 og spilaði 205 leiki fyrir félagið en hann segist hafa keypt sér sama bíl og goðsögn félagsins Thierry Henry eftir að séð hann koma á æfingasvæði félagsins í fyrsta sinn. „Þegar ég kom til Arsenal þá sá ég kónginn koma í bíl sem leit út eins og gimsteinn og ég sagði við sjálfan mig að ég þyrfti að fá mér þennan sama bíl, sama hvað hann kostaði. Ég sver það, eftir tvo mánuði þá skilaði ég bílnum, ég var búinn með peninginn og sagði við þá að gefa mér Toyota.“ „Þegar ég kom svo aftur á æfingasvæðið spurði Henry mig hvar bíllinn væri og ég sagði við hann að þetta væri ekki bíll á mínu stigi,“ sagði þessi mikli skemmtikraftur. Son er nú án liðs eftir að hafa verið rekinn frá svissneska félaginu FC Sion en það gerðist eftir að hann neitaði að taka á sig launalækkun vegna kórónuveirunnar. Spænski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Alex Song, fyrrum miðjumaður bæði Arsenal og Barcelona, segir að þegar hann hafi séð hvað spænski risinn var tilbúinn að borga honum í laun á viku hafi hann ekki hugsað sig tvisvar um að skrifa undir samning við félagið. Song var í skemmtilegu spjalli á samskiptamiðlinum Instagram á dögunum þar sem hann ræddi við körfuboltamanninn Pascal Siakam hjá Toronto Raptors. Þar ræddu þeir meðal annars um ákvörðun Son að fara frá Arsenal til Barcelona árið 2012. „Ég hitti yfirmann knattspyrnumála hjá Barcelona og hann sagði við mig að ég fengi ekki að spila marga leiki en mér var alveg sama. Ég vissi að ég yrði milljónamæringur. Þegar Barcelona bauð mér samninginn þá þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég sá hvað ég myndi þéna,“ sagði Song. Hann fékk 70 þúsund pund á viku hjá Barcelona en samningur hans á Arsenal hljóðaði upp á 55 þúsund pund. Hann henti svo í afar áhugaverða samlíkingu. „Ég hef alltaf sagt að tvítugur drengur sem keyrir Ferrari er blankur því þegar þú ert tvítugur þá áttu ekkert en maður sem er fimmtugur og keyrir um á Bentley er maður sem þú átt að bera virðingu fyrir.“ 'I would not play many games... but I didn't give a f***'Alex Song 'didn't think twice' about joining Barcelona after knowing he would become a millionairehttps://t.co/9mRaE0Rf04— MailOnline Sport (@MailSport) May 18, 2020 Song gekk í raðir Arsenal árið 2006 og spilaði 205 leiki fyrir félagið en hann segist hafa keypt sér sama bíl og goðsögn félagsins Thierry Henry eftir að séð hann koma á æfingasvæði félagsins í fyrsta sinn. „Þegar ég kom til Arsenal þá sá ég kónginn koma í bíl sem leit út eins og gimsteinn og ég sagði við sjálfan mig að ég þyrfti að fá mér þennan sama bíl, sama hvað hann kostaði. Ég sver það, eftir tvo mánuði þá skilaði ég bílnum, ég var búinn með peninginn og sagði við þá að gefa mér Toyota.“ „Þegar ég kom svo aftur á æfingasvæðið spurði Henry mig hvar bíllinn væri og ég sagði við hann að þetta væri ekki bíll á mínu stigi,“ sagði þessi mikli skemmtikraftur. Son er nú án liðs eftir að hafa verið rekinn frá svissneska félaginu FC Sion en það gerðist eftir að hann neitaði að taka á sig launalækkun vegna kórónuveirunnar.
Spænski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira