Vissi að hann myndi lítið sem ekkert spila en var alveg sama því hann yrði milljónamæringur Anton Ingi Leifsson skrifar 18. maí 2020 23:00 Alex Song. Mynd/Nordic Photos/Getty Alex Song, fyrrum miðjumaður bæði Arsenal og Barcelona, segir að þegar hann hafi séð hvað spænski risinn var tilbúinn að borga honum í laun á viku hafi hann ekki hugsað sig tvisvar um að skrifa undir samning við félagið. Song var í skemmtilegu spjalli á samskiptamiðlinum Instagram á dögunum þar sem hann ræddi við körfuboltamanninn Pascal Siakam hjá Toronto Raptors. Þar ræddu þeir meðal annars um ákvörðun Son að fara frá Arsenal til Barcelona árið 2012. „Ég hitti yfirmann knattspyrnumála hjá Barcelona og hann sagði við mig að ég fengi ekki að spila marga leiki en mér var alveg sama. Ég vissi að ég yrði milljónamæringur. Þegar Barcelona bauð mér samninginn þá þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég sá hvað ég myndi þéna,“ sagði Song. Hann fékk 70 þúsund pund á viku hjá Barcelona en samningur hans á Arsenal hljóðaði upp á 55 þúsund pund. Hann henti svo í afar áhugaverða samlíkingu. „Ég hef alltaf sagt að tvítugur drengur sem keyrir Ferrari er blankur því þegar þú ert tvítugur þá áttu ekkert en maður sem er fimmtugur og keyrir um á Bentley er maður sem þú átt að bera virðingu fyrir.“ 'I would not play many games... but I didn't give a f***'Alex Song 'didn't think twice' about joining Barcelona after knowing he would become a millionairehttps://t.co/9mRaE0Rf04— MailOnline Sport (@MailSport) May 18, 2020 Song gekk í raðir Arsenal árið 2006 og spilaði 205 leiki fyrir félagið en hann segist hafa keypt sér sama bíl og goðsögn félagsins Thierry Henry eftir að séð hann koma á æfingasvæði félagsins í fyrsta sinn. „Þegar ég kom til Arsenal þá sá ég kónginn koma í bíl sem leit út eins og gimsteinn og ég sagði við sjálfan mig að ég þyrfti að fá mér þennan sama bíl, sama hvað hann kostaði. Ég sver það, eftir tvo mánuði þá skilaði ég bílnum, ég var búinn með peninginn og sagði við þá að gefa mér Toyota.“ „Þegar ég kom svo aftur á æfingasvæðið spurði Henry mig hvar bíllinn væri og ég sagði við hann að þetta væri ekki bíll á mínu stigi,“ sagði þessi mikli skemmtikraftur. Son er nú án liðs eftir að hafa verið rekinn frá svissneska félaginu FC Sion en það gerðist eftir að hann neitaði að taka á sig launalækkun vegna kórónuveirunnar. Spænski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Alex Song, fyrrum miðjumaður bæði Arsenal og Barcelona, segir að þegar hann hafi séð hvað spænski risinn var tilbúinn að borga honum í laun á viku hafi hann ekki hugsað sig tvisvar um að skrifa undir samning við félagið. Song var í skemmtilegu spjalli á samskiptamiðlinum Instagram á dögunum þar sem hann ræddi við körfuboltamanninn Pascal Siakam hjá Toronto Raptors. Þar ræddu þeir meðal annars um ákvörðun Son að fara frá Arsenal til Barcelona árið 2012. „Ég hitti yfirmann knattspyrnumála hjá Barcelona og hann sagði við mig að ég fengi ekki að spila marga leiki en mér var alveg sama. Ég vissi að ég yrði milljónamæringur. Þegar Barcelona bauð mér samninginn þá þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég sá hvað ég myndi þéna,“ sagði Song. Hann fékk 70 þúsund pund á viku hjá Barcelona en samningur hans á Arsenal hljóðaði upp á 55 þúsund pund. Hann henti svo í afar áhugaverða samlíkingu. „Ég hef alltaf sagt að tvítugur drengur sem keyrir Ferrari er blankur því þegar þú ert tvítugur þá áttu ekkert en maður sem er fimmtugur og keyrir um á Bentley er maður sem þú átt að bera virðingu fyrir.“ 'I would not play many games... but I didn't give a f***'Alex Song 'didn't think twice' about joining Barcelona after knowing he would become a millionairehttps://t.co/9mRaE0Rf04— MailOnline Sport (@MailSport) May 18, 2020 Song gekk í raðir Arsenal árið 2006 og spilaði 205 leiki fyrir félagið en hann segist hafa keypt sér sama bíl og goðsögn félagsins Thierry Henry eftir að séð hann koma á æfingasvæði félagsins í fyrsta sinn. „Þegar ég kom til Arsenal þá sá ég kónginn koma í bíl sem leit út eins og gimsteinn og ég sagði við sjálfan mig að ég þyrfti að fá mér þennan sama bíl, sama hvað hann kostaði. Ég sver það, eftir tvo mánuði þá skilaði ég bílnum, ég var búinn með peninginn og sagði við þá að gefa mér Toyota.“ „Þegar ég kom svo aftur á æfingasvæðið spurði Henry mig hvar bíllinn væri og ég sagði við hann að þetta væri ekki bíll á mínu stigi,“ sagði þessi mikli skemmtikraftur. Son er nú án liðs eftir að hafa verið rekinn frá svissneska félaginu FC Sion en það gerðist eftir að hann neitaði að taka á sig launalækkun vegna kórónuveirunnar.
Spænski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira