Kátína hjá fastagestum að komast aftur í sundlaugina Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2020 20:37 Glatt var á hjalla í heitu pottunum í Árbæjarlaug í morgun þegar fastagestir hittust á ný eftir nærri tveggja mánaða sundbann. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Landsmenn voru greinilega orðnir óþreyjufullir að komast í sund, miðað við biðraðirnar sem mynduðust á miðnætti í Reykjavík þegar laugarnar voru opnaðar, eftir nærri tveggja mánaða lokun. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Það var skrækt þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar á miðnætti, slík var gleðin, - og óþreyjan svo mikil að tveggja metra reglan virtist hafa gleymst um stund. Biðraðirnar við laugarnar vitna um að þetta er einhver ánægjulegasti áfanginn til þessa í afléttingu samkomutakmarkana vegna veirunnar. Það virðist hafa verið unga fólkið sem mætti í miðnæturopnunina. Fastagestirnir komu á sínum venjulega tíma, að minnsta kosti í Árbæjarlaug í morgun. Þar virtust gestir leggja sig fram um að halda góðu millibili. Þegar pottarnir voru orðnir hæfilega setnir dreifðu menn sér bara um barnalaugina. Sundlaugargestir í Árbænum dreifðu sér um setlaugina og höfðu gott bil á milli sín.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Hvílík dásemd að geta komið hérna oní aftur. Maður hefur ekki getað baðað sig í tvo mánuði,“ sagði Styrmir Haukdal Þorgeirsson og uppskar hlátur annarra pottverja. Úlfar Antonsson sagði það hafa verið erfiðan tíma að vera án laugarinnar. „Alveg hræðilegt," sagði Theodór Sólonsson. „En það er gott að það er búið að opna,“ bætti hann við. -En hvernig hafið þið bætt ykkur upp sundleysið? „Ganga um dalinn, Elliðaárdalinn,“ svaraði Sigurjón H. Ólafsson. „Maður er búinn að telja niður dagana þangað til maður getur byrjað aftur,“ sagði Anni Haugen og sagði það hafa verið mikla tilhlökkun að komast aftur í sund. Anni Haugen segist hafa talið niður dagana í eftirvæntingu að komast aftur í sund. Nær situr Margrét Arnljótsdóttir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Það er gaman að hitta félagana,“ sagði Úlfar. „Það er eins og að mæta í félagsmiðstöð að koma hér,“ sagði Magnús Pétursson. Fólk naut þess einnig að taka sundtökin á ný, eftir langt hlé, og ekki var að sjá nein þrengsli á sundbrautunum í Árbæjarlauginni í morgun. -Er ekki erfitt að halda tveggja metra regluna? „Jú, það er mjög erfitt, - með þessum konum,“ svaraði Styrmir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Sundlaugar Sund Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Víðir hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðum fyrir utan sundlaugar Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. 18. maí 2020 12:00 Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15 Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44 Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. 11. maí 2020 16:49 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Landsmenn voru greinilega orðnir óþreyjufullir að komast í sund, miðað við biðraðirnar sem mynduðust á miðnætti í Reykjavík þegar laugarnar voru opnaðar, eftir nærri tveggja mánaða lokun. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Það var skrækt þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar á miðnætti, slík var gleðin, - og óþreyjan svo mikil að tveggja metra reglan virtist hafa gleymst um stund. Biðraðirnar við laugarnar vitna um að þetta er einhver ánægjulegasti áfanginn til þessa í afléttingu samkomutakmarkana vegna veirunnar. Það virðist hafa verið unga fólkið sem mætti í miðnæturopnunina. Fastagestirnir komu á sínum venjulega tíma, að minnsta kosti í Árbæjarlaug í morgun. Þar virtust gestir leggja sig fram um að halda góðu millibili. Þegar pottarnir voru orðnir hæfilega setnir dreifðu menn sér bara um barnalaugina. Sundlaugargestir í Árbænum dreifðu sér um setlaugina og höfðu gott bil á milli sín.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Hvílík dásemd að geta komið hérna oní aftur. Maður hefur ekki getað baðað sig í tvo mánuði,“ sagði Styrmir Haukdal Þorgeirsson og uppskar hlátur annarra pottverja. Úlfar Antonsson sagði það hafa verið erfiðan tíma að vera án laugarinnar. „Alveg hræðilegt," sagði Theodór Sólonsson. „En það er gott að það er búið að opna,“ bætti hann við. -En hvernig hafið þið bætt ykkur upp sundleysið? „Ganga um dalinn, Elliðaárdalinn,“ svaraði Sigurjón H. Ólafsson. „Maður er búinn að telja niður dagana þangað til maður getur byrjað aftur,“ sagði Anni Haugen og sagði það hafa verið mikla tilhlökkun að komast aftur í sund. Anni Haugen segist hafa talið niður dagana í eftirvæntingu að komast aftur í sund. Nær situr Margrét Arnljótsdóttir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Það er gaman að hitta félagana,“ sagði Úlfar. „Það er eins og að mæta í félagsmiðstöð að koma hér,“ sagði Magnús Pétursson. Fólk naut þess einnig að taka sundtökin á ný, eftir langt hlé, og ekki var að sjá nein þrengsli á sundbrautunum í Árbæjarlauginni í morgun. -Er ekki erfitt að halda tveggja metra regluna? „Jú, það er mjög erfitt, - með þessum konum,“ svaraði Styrmir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Sundlaugar Sund Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Víðir hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðum fyrir utan sundlaugar Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. 18. maí 2020 12:00 Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15 Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44 Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. 11. maí 2020 16:49 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Víðir hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðum fyrir utan sundlaugar Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. 18. maí 2020 12:00
Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15
Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44
Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. 11. maí 2020 16:49