Tókst að klobba einn besta hlauparann í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 17:00 Saquon Barkley var svolítið vandræðalegur eftir að Lisu Zimouche tókst að klóbba hann. Lisa setti myndbandið líka inn á Instagram síðuna sína. Mynd/Instagram Lisa Zimouche fór illa með eina stærstu stjörnu NFL-deildarinnar á dögunum þegar hlauparinn Saquon Barkley taldi sig geta stoppað hana. Hann fékk meira að segja að byrja með boltann. Lisa þessi þykir betri með boltann en flestir og ferðast um heiminn til að sýna kúnstir sínar. Oftar en ekki eru það kokhraustir karlmenn sem falla í þá gildru að halda að hún nái ekki að leika á þá. Lisa Zimouche er af frönskum og alsírskum ættum og var einu sinni í unglingaliði Paris Saint Germain en yfirgaf venjubundin fótbolta og fór að sérhæfa sér í að sýna tilþrif með boltann. Tilþrif hennar hafa oft vakið mikla athygli og í þann hóp bættist myndband af því þegar NFL-stjarnan Saquon Barkley reyndi sig á móti henni. Saquon Barkley fékk að byrja með boltann en áður en hann vissi af þá var Lisa búinn að stela honum af honum og fljótlega tókst henni að klobba hann líka eins og sjá má hér fyrir neðan. She hit Saquon Barkley with the steal and nutmeg ??(via lisafreestyle/Instagram) pic.twitter.com/18R3ZE6afb— ESPN FC (@ESPNFC) May 16, 2020 Saquon Barkley sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í NFL-deildinni árið 2018 en hann var valinn af New York Giants. Barkley setti hin ýmsu met og var valinn nýliði ársins. Barkley er svakalegur íþróttamaður með magnaðan sprengikraft sem kemur varnarmönnum andstæðinganna hvað eftir annað í mikil vandræði. Saquon Barkley hefur alls spilað 29 leiki í NFL-deildinni og í þeim hefur hann hlaupið með boltann 2310 jarda og skorað alls 23 snertimörk. Fótbolti NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Sjá meira
Lisa Zimouche fór illa með eina stærstu stjörnu NFL-deildarinnar á dögunum þegar hlauparinn Saquon Barkley taldi sig geta stoppað hana. Hann fékk meira að segja að byrja með boltann. Lisa þessi þykir betri með boltann en flestir og ferðast um heiminn til að sýna kúnstir sínar. Oftar en ekki eru það kokhraustir karlmenn sem falla í þá gildru að halda að hún nái ekki að leika á þá. Lisa Zimouche er af frönskum og alsírskum ættum og var einu sinni í unglingaliði Paris Saint Germain en yfirgaf venjubundin fótbolta og fór að sérhæfa sér í að sýna tilþrif með boltann. Tilþrif hennar hafa oft vakið mikla athygli og í þann hóp bættist myndband af því þegar NFL-stjarnan Saquon Barkley reyndi sig á móti henni. Saquon Barkley fékk að byrja með boltann en áður en hann vissi af þá var Lisa búinn að stela honum af honum og fljótlega tókst henni að klobba hann líka eins og sjá má hér fyrir neðan. She hit Saquon Barkley with the steal and nutmeg ??(via lisafreestyle/Instagram) pic.twitter.com/18R3ZE6afb— ESPN FC (@ESPNFC) May 16, 2020 Saquon Barkley sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í NFL-deildinni árið 2018 en hann var valinn af New York Giants. Barkley setti hin ýmsu met og var valinn nýliði ársins. Barkley er svakalegur íþróttamaður með magnaðan sprengikraft sem kemur varnarmönnum andstæðinganna hvað eftir annað í mikil vandræði. Saquon Barkley hefur alls spilað 29 leiki í NFL-deildinni og í þeim hefur hann hlaupið með boltann 2310 jarda og skorað alls 23 snertimörk.
Fótbolti NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Sjá meira