Innlent

Endurgreiðsla virðisaukaskatts hafin

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Snorri Olsen ríkisskattstjóri leiðir Skattinn.
Snorri Olsen ríkisskattstjóri leiðir Skattinn.

Hægt er að sækja um endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna viðgerða, sprautunar og réttingar á fólksbifreiðum frá og með deginum í dag. Réttur til endurgreiðslu er fyrir hendi hjá einstaklingum vegna eigin fólksbifreiða, samkvæmt reikningum frá og með 1. mars síðastliðnum.

Skatturinn undirstrikar í tilkynningu sinni um málið að ekki sé hægt að sækja um endurgreiðslu vegna bifreiða sem nýttar eru í atvinnurekstri. Fjárhæð vinnuliðar í þessu sambandi þarf að vera að lágmarki 25 þúsund krónur án virðisaukaskatts.

Þar að auki er nú hægt að sækja um 100 prósent endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu manna við íbúðarhúsnæði og frístundahúsnæði, vegna reikninga frá og með 1. mars síðastliðnum. Skatturinn segir þetta einnig eiga við um reikninga vegna heimilisaðstoðar og reglulegrar umhirðu íbúðarhúsnæðis, s.s. garðvinnu, ræstingar sameignar og annarra þrifa.

Nánari upplýsingur um endurgreiðslurnar má nálgast á vef Skattsins en umsóknir fara fram í gegnum þjónustusíðu Skattsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×