Mörg hótel muni bjóða upp á einangrunarganga Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2020 11:40 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er í forgrunni. Vísir/vilhelm Mörg hótel á landinu munu bjóða upp á einangrunarganga fyrir ferðamenn sem kunna að veikjast af kórónuveirunni hér á landi eftir opnun landamæra 15. júní. Þetta kom fram í máli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun, sem sagði jafnframt að verið væri að stíga mjög varlega til jarðar með því að haga opnun landamæra líkt og fyrirhugað er. Nú er unnið hörðum höndum að opnun landsins, sem ekki á að bera upp seinna en 15. júní. Þannig gefst ferðamönnum kostur á að heimsækja landið að nýju án þess að fara í tveggja vikna sóttkví, að því gefnu að þeir komist klakklaust í gegnum veiruskimun á Keflavíkuflugvelli. Borið hefur á nokkurri gagnrýni á þessa ákvörðun stjórnvalda. Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, kvaðst um helgina ósáttur við að búið væri að taka ákvörðun um að opna landamærin frá og með 15. júní án þess að til væri raunhæf áætlun um hvernig ætti að gera það. Þá sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, á Morgunvaktinni á Rás 1 í gærmorgun að ákvörðunin væri umdeild og að sumir læknar væru jafn vel reiðir yfir því að opna ætti landið á nýju. Þurfa að reyna á þetta á meðan ferðamenn eru fáir Áslaug Arna lagði áherslu á að með leiðinni sem valin hefði verið væru heilbrigðisyfirvöld að stíga varlega til jarðar. „En það að byrja að skima alla, gera ekki upp á milli landa, og stóla ekki á hvað önnur lönd hafa skimað þá erum við auðvitað að fara mjög varlega í þetta. En á sama tíma að selja Ísland sem öruggt land, lítil smithætta, lítið samfélagslegt smit, við erum að fara mjög varlega í þetta en samt að opna fyrir þá öll lönd sem hingað vilja ferðast. Og þurfum auðvitað að reyna svolítið á þetta á meðan það eru ekki mjög margir ferðamenn,“ sagði Áslaug Arna. Þá var það hennar mat að ferðamennirnir sjálfir ættu að taka einhvern þátt í kostnaðinum við sýnatökurnar á Keflavíkurflugvelli. „Nú erum við að meta hver sá kostnaður er í raun. Það er svolítið á reiki hvað kostar að framkvæma þetta en við erum að reyna að framkvæma þetta eins hratt og mögulegt er þannig að niðurstaða liggi fyrir innan fjögurra til sex klukkutíma frá því að einstaklingur kemur hér og fer í skimunina.“ Geta farið heim fullfrískir Fari svo að ferðalangur greinist með Covid-19 hér á landi skal hann sæta einangrun líkt og reglur kveða á um. „Mörg hótel ætla að bjóða upp á það að einn gangur sé einangrun. Þannig að þú getir haldið áfram á því hóteli sem þú hafðir bókað þér, þannig að þú þarft kannski að lengja þá dvöl, eða að þú getur farið á eitthvert af þeim einangrunarhótelum sem við munum bjóða upp á, með auðvitað kostnaði fyrir þig. Þú ert síðan í samskiptum við heilbrigðiskerfið í gegnum appið og getur þá auðvitað mætt á göngudeildina veikistu meira og þegar þú ert orðinn fullfrískur geturðu farið heim,“ sagði Áslaug Arna. Þá yrði fyrirkomulaginu mögulega breytt, allt eftir því hverjar niðurstöðurnar úr skimuninni verða. „Kannski komumst við að því að það eru bara örfáir smitaðir, einn af hverjum þúsund. Þá förum við kannski í stikkprufur á landamærum, það hefur komið til tals hjá sóttvarnalækni. Eða ef við sjáum að ákveðin heimssvæði séu smitaðri en önnur þá getum við byrjað á stikkprufum úr ákveðnum svæðum. Þetta er allt til skoðunar en staðreyndin er sú að við þurfum að opna, efnahagurinn býður ekki upp á annað.“ Aðrir möguleikar en algjör opnun landamæra hafi jafnframt verið skoðaðir. „Við skoðuðum auðvitað hvort það væri betra að skoða frekar tvíhliða opnanir milli landa, að ræða frekar svona „búbblur“ milli landa, að opna á þau svæði sem væru komin jafnlangt. Það felur auðvitað í sér meiri óvissu af því að lönd hafa auðvitað skimað mjög mismikið og við erum í algjörri forystu þar, hversu stóran hluta þjóðarinnar við höfum skimað, en það gerir það líka að verkum að við gerum mjög upp á milli landa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bítið Tengdar fréttir Katrín um opnun landsins: „Má ekki snúast um þrýsting“ Forsætisráðherra segir af og frá að verið sé að láta undan þrýstingi ferðaþjónustunnar með því að stefna að opnun landsins fyrir ferðamenn í júní. Varfærnasta leiðin hafi orðið fyrir valinu og heilbrigðisyfirvöld hafi ekki verið beitt þrýstingi um að láta það ganga upp. 18. maí 2020 19:16 Þórólfur ósammála þeim sem eru ósammála „Ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um gagnrýni sem læknar hafa sett fram á áætlanir um að opna aftur fyrir komu ferðamanna hingað til lands 18. maí 2020 14:40 Læknir á Landspítalanum afar gagnrýninn á áætlun stjórnvalda um opnun landamæra „Í fyrsta lagi, þessi ákvörðun var tekin án þess að það væri athugað hvort þetta væri raunhæf áætlun sem er hægt að framkvæma,“ segir Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, sem lýst illa á hvernig stjórnvöld hafa staðið að kynningu á áætlun um opnun landamæra 15. Júní. 16. maí 2020 18:53 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Mörg hótel á landinu munu bjóða upp á einangrunarganga fyrir ferðamenn sem kunna að veikjast af kórónuveirunni hér á landi eftir opnun landamæra 15. júní. Þetta kom fram í máli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun, sem sagði jafnframt að verið væri að stíga mjög varlega til jarðar með því að haga opnun landamæra líkt og fyrirhugað er. Nú er unnið hörðum höndum að opnun landsins, sem ekki á að bera upp seinna en 15. júní. Þannig gefst ferðamönnum kostur á að heimsækja landið að nýju án þess að fara í tveggja vikna sóttkví, að því gefnu að þeir komist klakklaust í gegnum veiruskimun á Keflavíkuflugvelli. Borið hefur á nokkurri gagnrýni á þessa ákvörðun stjórnvalda. Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, kvaðst um helgina ósáttur við að búið væri að taka ákvörðun um að opna landamærin frá og með 15. júní án þess að til væri raunhæf áætlun um hvernig ætti að gera það. Þá sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, á Morgunvaktinni á Rás 1 í gærmorgun að ákvörðunin væri umdeild og að sumir læknar væru jafn vel reiðir yfir því að opna ætti landið á nýju. Þurfa að reyna á þetta á meðan ferðamenn eru fáir Áslaug Arna lagði áherslu á að með leiðinni sem valin hefði verið væru heilbrigðisyfirvöld að stíga varlega til jarðar. „En það að byrja að skima alla, gera ekki upp á milli landa, og stóla ekki á hvað önnur lönd hafa skimað þá erum við auðvitað að fara mjög varlega í þetta. En á sama tíma að selja Ísland sem öruggt land, lítil smithætta, lítið samfélagslegt smit, við erum að fara mjög varlega í þetta en samt að opna fyrir þá öll lönd sem hingað vilja ferðast. Og þurfum auðvitað að reyna svolítið á þetta á meðan það eru ekki mjög margir ferðamenn,“ sagði Áslaug Arna. Þá var það hennar mat að ferðamennirnir sjálfir ættu að taka einhvern þátt í kostnaðinum við sýnatökurnar á Keflavíkurflugvelli. „Nú erum við að meta hver sá kostnaður er í raun. Það er svolítið á reiki hvað kostar að framkvæma þetta en við erum að reyna að framkvæma þetta eins hratt og mögulegt er þannig að niðurstaða liggi fyrir innan fjögurra til sex klukkutíma frá því að einstaklingur kemur hér og fer í skimunina.“ Geta farið heim fullfrískir Fari svo að ferðalangur greinist með Covid-19 hér á landi skal hann sæta einangrun líkt og reglur kveða á um. „Mörg hótel ætla að bjóða upp á það að einn gangur sé einangrun. Þannig að þú getir haldið áfram á því hóteli sem þú hafðir bókað þér, þannig að þú þarft kannski að lengja þá dvöl, eða að þú getur farið á eitthvert af þeim einangrunarhótelum sem við munum bjóða upp á, með auðvitað kostnaði fyrir þig. Þú ert síðan í samskiptum við heilbrigðiskerfið í gegnum appið og getur þá auðvitað mætt á göngudeildina veikistu meira og þegar þú ert orðinn fullfrískur geturðu farið heim,“ sagði Áslaug Arna. Þá yrði fyrirkomulaginu mögulega breytt, allt eftir því hverjar niðurstöðurnar úr skimuninni verða. „Kannski komumst við að því að það eru bara örfáir smitaðir, einn af hverjum þúsund. Þá förum við kannski í stikkprufur á landamærum, það hefur komið til tals hjá sóttvarnalækni. Eða ef við sjáum að ákveðin heimssvæði séu smitaðri en önnur þá getum við byrjað á stikkprufum úr ákveðnum svæðum. Þetta er allt til skoðunar en staðreyndin er sú að við þurfum að opna, efnahagurinn býður ekki upp á annað.“ Aðrir möguleikar en algjör opnun landamæra hafi jafnframt verið skoðaðir. „Við skoðuðum auðvitað hvort það væri betra að skoða frekar tvíhliða opnanir milli landa, að ræða frekar svona „búbblur“ milli landa, að opna á þau svæði sem væru komin jafnlangt. Það felur auðvitað í sér meiri óvissu af því að lönd hafa auðvitað skimað mjög mismikið og við erum í algjörri forystu þar, hversu stóran hluta þjóðarinnar við höfum skimað, en það gerir það líka að verkum að við gerum mjög upp á milli landa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bítið Tengdar fréttir Katrín um opnun landsins: „Má ekki snúast um þrýsting“ Forsætisráðherra segir af og frá að verið sé að láta undan þrýstingi ferðaþjónustunnar með því að stefna að opnun landsins fyrir ferðamenn í júní. Varfærnasta leiðin hafi orðið fyrir valinu og heilbrigðisyfirvöld hafi ekki verið beitt þrýstingi um að láta það ganga upp. 18. maí 2020 19:16 Þórólfur ósammála þeim sem eru ósammála „Ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um gagnrýni sem læknar hafa sett fram á áætlanir um að opna aftur fyrir komu ferðamanna hingað til lands 18. maí 2020 14:40 Læknir á Landspítalanum afar gagnrýninn á áætlun stjórnvalda um opnun landamæra „Í fyrsta lagi, þessi ákvörðun var tekin án þess að það væri athugað hvort þetta væri raunhæf áætlun sem er hægt að framkvæma,“ segir Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, sem lýst illa á hvernig stjórnvöld hafa staðið að kynningu á áætlun um opnun landamæra 15. Júní. 16. maí 2020 18:53 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Katrín um opnun landsins: „Má ekki snúast um þrýsting“ Forsætisráðherra segir af og frá að verið sé að láta undan þrýstingi ferðaþjónustunnar með því að stefna að opnun landsins fyrir ferðamenn í júní. Varfærnasta leiðin hafi orðið fyrir valinu og heilbrigðisyfirvöld hafi ekki verið beitt þrýstingi um að láta það ganga upp. 18. maí 2020 19:16
Þórólfur ósammála þeim sem eru ósammála „Ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um gagnrýni sem læknar hafa sett fram á áætlanir um að opna aftur fyrir komu ferðamanna hingað til lands 18. maí 2020 14:40
Læknir á Landspítalanum afar gagnrýninn á áætlun stjórnvalda um opnun landamæra „Í fyrsta lagi, þessi ákvörðun var tekin án þess að það væri athugað hvort þetta væri raunhæf áætlun sem er hægt að framkvæma,“ segir Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, sem lýst illa á hvernig stjórnvöld hafa staðið að kynningu á áætlun um opnun landamæra 15. Júní. 16. maí 2020 18:53