Innlent

Nota sér­út­búinn dróna­kaf­bát við leitina

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá leitinni á Austfjörðum fyrir hádegi.
Frá leitinni á Austfjörðum fyrir hádegi. Jón Helgason

Leit að skipverjanum sem talið er hafa fallið útbyrðis af fiskiskipi í Vopnafirði í gær stendur enn yfir. Um hundrað og fjörutíu manna lið björgunarsveita tekur þátt í leitinni og þá er notast við sérútbúinn drónakafbát við leitina á sjó, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Austurlandi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar við leitina.LHG

Auk björgunarsveitarmanna taka Landhelgisgæslan og lögregla þátt í leitinni. Bæði er leitað í firðinum og gengið í fjörur. Um klukkan hálf tólf var flugvél Landhelgisgæslunnar við það að taka á loft til leitarinnar.

Jón Sigurðarson, svæðisstjóri hjá björgunarsveitinni Vopna í Vopnafirði, sagði í samtali við Vísi í morgun að leitað verði þar til dimmir í dag ef þörf krefur. Hlé var gert á leitinni eftir miðnætti í gær og henni haldið áfram klukkan níu í morgun.

Að neðan má sjá myndir sem Jón Helgason tók af leitinni fyrir hádegi.

Vopnafirði leitJón Helgason
Leit á VopnafirðiJón Helgason
Leit á VopnafirðiJón Helgason
Leit VopnafirðiJón Helgason
Leit VopnafirðiJón Helgason

Tengdar fréttir

Leit að skipverjanum stendur enn yfir

Sveitir Landhelgisgæslu, lögreglu og björgunarsveitarinnar Vopna á Vopnafirði leita enn að skipverjanum sem talinn er hafa fallið fyrir borð af fiskiskipi á leið þess til hafnar fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×