Grundvallarbreytingar á námslánakerfi ná fram að ganga Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2020 12:23 Allt bendir til að frumvarp menntamálaráðherra um Menntasjóð verði að lögum eftir að það var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd í dag. VísirVilhelm Frumvarp menntamálaráðherra um menntasjóð var afgreitt út úr allsherjar- og menntamálanefnd í morgun. Frumvarpið felur í sér umtalsverðar breytingar á lánum til námsmanna sem að hluta til geta orðið styrkir og ábyrgðamannakerfið verður að fullu lagt niður. Samkvæmt frumvarpinu geta þeir sem taka lán hjá Menntasjóði, sem tæki við af Lánasjóði íslenskra námsmanna, fengið 30 prósentum af lánum sínum breytt í styrk ljúki þeir námi innan tilgreinds tíma. Námsstyrkur verði veittur vegna framfærslu barna og við námslok geti lántakandi valið hvort hann endurgreiði lánið með óverðtryggðu eða verðtryggðu skuldabréfi. Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar segir nýja lánakerfið mun réttlátara en lögin um LÍN sem hafi gengið sér til húðar.Vísir/Vilhelm Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar segir frumvarpið fela í sér grundvallarbreytingar á stuðning- og lánakerfi námsmanna. „Grunnhugmyndin og grunnhugsunin í þessu frumvarpi er eiginlega sú að efla stuðning við námsmenn með þessum tvíþætta hætti. Annars vegar með námslánum og hins vegar með námsstyrkjum. Sem eiga að fela í sér hvatningu til betri námsframvindu og búa til réttlátara og nútímalegra kerfi í kring um þetta allt saman heldur en gamla löggjöfin gerði,“ segir Páll. Meirihluti nefndarinnar leggur einnig til að námsmenn geti valið hvort afborganir verði tekjutengdar ef námslok eru á því ári sem þeir ná fjörtíu ára aldri, sem er fimm árum lengur en gert var ráð fyrir í frumvarpinu. Endurgreiðslum lána ljúki við 65 ára aldur að uppfylltum skilyrðum og lán vegna skólagjalda verða lögfest. Námslánakerfið nýja á að standa undir sér sjálft en styrkjahlutinn kemur úr ríkisjóði. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra lagði frumvarpið um Menntasjóð fram í nóvember í fyrra. Ríkisstjórnin lagði síðan til breytingartillögu í tengslum við lífskjarasamninganna um að ábyrgðir lána sem tekin voru fyrir árið 2009 yrðu felldar niður.Vísir/Vilhelm „Þannig að ég held að fyrir allan meginþorra námsmanna í landinu sem er á annað borð að byggja á þessu komi þetta mun betur út. Þessi lagasetning yrði bæði mjög tímabær og þörf. Enda hefur hitt kerfið gengið sér til húðar,“ segir formaður nefndarinnar. Hann vonist til að hægt verða að ljúka annarri umræðu um málið í næstu viku. Greiðslubyrði námsmanna að loknu námi ætti því að minnka töluvert. Síðan hafi komið breytingartillaga frá ríkisstjórninni í tengslum við lífskjarasamningana. „Sem felur í sér niðurfellingu á gjaldskyldu ábyrgðarmanna á eldri lánum. Sem hefur verið mikið til umræðu og hefur í rauninni skapað mikið óréttlæti. Það er að segja kröfugerð á hendur þeim sem hafa gengist undir ábyrgðir á tilteknu tímabili,“ segir Páll Magnússon. Áður hafði ábyrgðamannakerfið verið lagt niður gagnvart lánum sem tekin voru eftir árið 2009 og heyra því ábyrgðir að fullu sögunni til nái frumvarpið fram að ganga sem verður að teljast mjög líklegt. Námslán Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Alþingi Tengdar fréttir Afborganir námslána lækka Stjórnvöld hafa í hyggju að lækka bæðði vexti og endurgreiðsluhlutfall af eldri námslánum. 15. apríl 2020 11:56 Segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar og hún sé spennt að sjá það mál klárast í þinginu. 24. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Frumvarp menntamálaráðherra um menntasjóð var afgreitt út úr allsherjar- og menntamálanefnd í morgun. Frumvarpið felur í sér umtalsverðar breytingar á lánum til námsmanna sem að hluta til geta orðið styrkir og ábyrgðamannakerfið verður að fullu lagt niður. Samkvæmt frumvarpinu geta þeir sem taka lán hjá Menntasjóði, sem tæki við af Lánasjóði íslenskra námsmanna, fengið 30 prósentum af lánum sínum breytt í styrk ljúki þeir námi innan tilgreinds tíma. Námsstyrkur verði veittur vegna framfærslu barna og við námslok geti lántakandi valið hvort hann endurgreiði lánið með óverðtryggðu eða verðtryggðu skuldabréfi. Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar segir nýja lánakerfið mun réttlátara en lögin um LÍN sem hafi gengið sér til húðar.Vísir/Vilhelm Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar segir frumvarpið fela í sér grundvallarbreytingar á stuðning- og lánakerfi námsmanna. „Grunnhugmyndin og grunnhugsunin í þessu frumvarpi er eiginlega sú að efla stuðning við námsmenn með þessum tvíþætta hætti. Annars vegar með námslánum og hins vegar með námsstyrkjum. Sem eiga að fela í sér hvatningu til betri námsframvindu og búa til réttlátara og nútímalegra kerfi í kring um þetta allt saman heldur en gamla löggjöfin gerði,“ segir Páll. Meirihluti nefndarinnar leggur einnig til að námsmenn geti valið hvort afborganir verði tekjutengdar ef námslok eru á því ári sem þeir ná fjörtíu ára aldri, sem er fimm árum lengur en gert var ráð fyrir í frumvarpinu. Endurgreiðslum lána ljúki við 65 ára aldur að uppfylltum skilyrðum og lán vegna skólagjalda verða lögfest. Námslánakerfið nýja á að standa undir sér sjálft en styrkjahlutinn kemur úr ríkisjóði. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra lagði frumvarpið um Menntasjóð fram í nóvember í fyrra. Ríkisstjórnin lagði síðan til breytingartillögu í tengslum við lífskjarasamninganna um að ábyrgðir lána sem tekin voru fyrir árið 2009 yrðu felldar niður.Vísir/Vilhelm „Þannig að ég held að fyrir allan meginþorra námsmanna í landinu sem er á annað borð að byggja á þessu komi þetta mun betur út. Þessi lagasetning yrði bæði mjög tímabær og þörf. Enda hefur hitt kerfið gengið sér til húðar,“ segir formaður nefndarinnar. Hann vonist til að hægt verða að ljúka annarri umræðu um málið í næstu viku. Greiðslubyrði námsmanna að loknu námi ætti því að minnka töluvert. Síðan hafi komið breytingartillaga frá ríkisstjórninni í tengslum við lífskjarasamningana. „Sem felur í sér niðurfellingu á gjaldskyldu ábyrgðarmanna á eldri lánum. Sem hefur verið mikið til umræðu og hefur í rauninni skapað mikið óréttlæti. Það er að segja kröfugerð á hendur þeim sem hafa gengist undir ábyrgðir á tilteknu tímabili,“ segir Páll Magnússon. Áður hafði ábyrgðamannakerfið verið lagt niður gagnvart lánum sem tekin voru eftir árið 2009 og heyra því ábyrgðir að fullu sögunni til nái frumvarpið fram að ganga sem verður að teljast mjög líklegt.
Námslán Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Alþingi Tengdar fréttir Afborganir námslána lækka Stjórnvöld hafa í hyggju að lækka bæðði vexti og endurgreiðsluhlutfall af eldri námslánum. 15. apríl 2020 11:56 Segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar og hún sé spennt að sjá það mál klárast í þinginu. 24. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Afborganir námslána lækka Stjórnvöld hafa í hyggju að lækka bæðði vexti og endurgreiðsluhlutfall af eldri námslánum. 15. apríl 2020 11:56
Segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar og hún sé spennt að sjá það mál klárast í þinginu. 24. febrúar 2020 07:00