Stúdentar senda fjögurra milljarða króna reikning á stjórnvöld Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. maí 2020 12:19 Stúdentaráð Háskóla Íslands sendir kröfuna fyrir hönd íslenskra stúdenta. vísir/vilhelm Háskólastúdentar krefjast endurgreiðslu á atvinnutryggingagjaldi sem greitt hefur verið af launum stúdenta frá árinu 2010. Útreikningar Stúdentaráðs Háskóla Íslands gefa til kynna að atvinnutryggingagjöld þessa hóps nemi 3,9 milljörðum króna og hefur stjórnvöldum verið sendur reikningurinn, sem má sjá hér að neðan. Krafan er liður í baráttu háskólanema fyrir efldum úrræðum stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. Stúdentar telja fyrirætlanir hins opinbera um atvinnusköpun í sumar hrökkva skammt og hafa kallað eftir því að námsmenn geti sótt um atvinnuleysisbætur í sumar, nú þegar fyrirtæki halda að sér höndum og sumarstörf af skornum skammti. Fyrir þessu eru fordæmi, en stúdentar voru sviptir rétti til atvinnuleysisbóta í námshléum árið 2010. Sjá einnig: „Störfin munu aldrei grípa alla“ „Stúdentar eru réttindalausir þar sem þeir falla á milli kerfa. Þeir missa réttinn til atvinnuleysisbóta ef þeir eru skráðir í meira en 10 eininga nám en á sama tíma er námsframvindukrafa LÍN 22 einingar fyrir lágmarks framfærsluláni. LÍN lánar aðeins 9 mánuði ársins og hina þrjá eiga stúdentar engan rétt á framfærslustuðningi frá ríkinu,“ segir þannig í ákalli námsmanna. Reikningurinn sem námsmenn senda á stjórnvöld. Íslenskir stúdentar vinna mikið meðfram námi í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt tölum Eurostudent IV starfa 70 prósent námsmanna í hálfu starfi samhliða námi og 90 prósent vinna fullt starf á sumrin. Útreikningar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, m.v. lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum SGS og SA, gefa því til kynna að námsmenn hafi greitt rúma 3,9 milljarða króna í atvinnutryggingagjöld frá árinu 2010 - sem námsmenn vilja nú fá endurgreitt. „Það má spyrja sig af hverju stúdentar eru að borga í sjóð sem býr til öryggisnet sem þeir hafa engan aðgang að,“ spyrja námsmenn. Ráðherrar kynntu aðgerðir fyrir námsmenn á blaðamannafundi í síðustu viku Stúdentaráð hefur bent á að úrræðin sem standa stúdentum til boða munu ekki grípa alla þó þau séu nauðsynleg skref í rétta átt. „3400 störfin sem verða í boði eru bæði ætluð framhaldsskólanemum og háskólanemum. Samanlagt gera það 30 þúsund námsmenn og það gefur augaleið að störfin munu ekki duga fyrir alla. Við erum enn að bíða eftir að sjá framboð þeirra og getum ekki stólað á að stjórnvöld sjái til hvernig störfin ganga fyrir sig og í framhaldinu tekið ákvörðun um að skapa fleiri,“ segir Stúdentaráð. Við teljum það sjálfsagt réttlætismál að námsmenn séu ekki undanskildir aðgengi að sama öryggisneti og annað vinnandi fólk. Óvissan sem við stöndum fyrir er gríðarleg og krefst lausna strax. Hagsmunir stúdenta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45 Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Háskólastúdentar krefjast endurgreiðslu á atvinnutryggingagjaldi sem greitt hefur verið af launum stúdenta frá árinu 2010. Útreikningar Stúdentaráðs Háskóla Íslands gefa til kynna að atvinnutryggingagjöld þessa hóps nemi 3,9 milljörðum króna og hefur stjórnvöldum verið sendur reikningurinn, sem má sjá hér að neðan. Krafan er liður í baráttu háskólanema fyrir efldum úrræðum stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. Stúdentar telja fyrirætlanir hins opinbera um atvinnusköpun í sumar hrökkva skammt og hafa kallað eftir því að námsmenn geti sótt um atvinnuleysisbætur í sumar, nú þegar fyrirtæki halda að sér höndum og sumarstörf af skornum skammti. Fyrir þessu eru fordæmi, en stúdentar voru sviptir rétti til atvinnuleysisbóta í námshléum árið 2010. Sjá einnig: „Störfin munu aldrei grípa alla“ „Stúdentar eru réttindalausir þar sem þeir falla á milli kerfa. Þeir missa réttinn til atvinnuleysisbóta ef þeir eru skráðir í meira en 10 eininga nám en á sama tíma er námsframvindukrafa LÍN 22 einingar fyrir lágmarks framfærsluláni. LÍN lánar aðeins 9 mánuði ársins og hina þrjá eiga stúdentar engan rétt á framfærslustuðningi frá ríkinu,“ segir þannig í ákalli námsmanna. Reikningurinn sem námsmenn senda á stjórnvöld. Íslenskir stúdentar vinna mikið meðfram námi í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt tölum Eurostudent IV starfa 70 prósent námsmanna í hálfu starfi samhliða námi og 90 prósent vinna fullt starf á sumrin. Útreikningar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, m.v. lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum SGS og SA, gefa því til kynna að námsmenn hafi greitt rúma 3,9 milljarða króna í atvinnutryggingagjöld frá árinu 2010 - sem námsmenn vilja nú fá endurgreitt. „Það má spyrja sig af hverju stúdentar eru að borga í sjóð sem býr til öryggisnet sem þeir hafa engan aðgang að,“ spyrja námsmenn. Ráðherrar kynntu aðgerðir fyrir námsmenn á blaðamannafundi í síðustu viku Stúdentaráð hefur bent á að úrræðin sem standa stúdentum til boða munu ekki grípa alla þó þau séu nauðsynleg skref í rétta átt. „3400 störfin sem verða í boði eru bæði ætluð framhaldsskólanemum og háskólanemum. Samanlagt gera það 30 þúsund námsmenn og það gefur augaleið að störfin munu ekki duga fyrir alla. Við erum enn að bíða eftir að sjá framboð þeirra og getum ekki stólað á að stjórnvöld sjái til hvernig störfin ganga fyrir sig og í framhaldinu tekið ákvörðun um að skapa fleiri,“ segir Stúdentaráð. Við teljum það sjálfsagt réttlætismál að námsmenn séu ekki undanskildir aðgengi að sama öryggisneti og annað vinnandi fólk. Óvissan sem við stöndum fyrir er gríðarleg og krefst lausna strax.
Hagsmunir stúdenta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45 Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
„Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45
Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48