Erlent

Barcelona opnar strendurnar á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Strandirnar í Barcelona hafa verið svo gott sem mannlausar síðustu vikurnar.
Strandirnar í Barcelona hafa verið svo gott sem mannlausar síðustu vikurnar. Getty

Fólk sem býr innan við kílómetra frá baðströndum Barcelona á Spáni verður heimilt að snúa aftur á strendurnar til að baða sig í sólinni frá og með morgundeginum.

Borgaryfirvöld hafa greint frá þessu og segja að íbúar geti þannig nýtt sér strendurnar í afþreyingarskyni svo fremi sem þeir virði fjarlægðarmörk milli fólks.

Fólki verður hins vegar óheimilt að baða sig í sjónum og megi ekki vera lengur á ströndinni en klukkutíma í senn.

Guardian segir frá því að búið sé að skilgreina sérstaka tímaglugga fyrir einstaka aldurshópa og hreyfingu.

Þannig verður tíminn milli sex og tíu á morgnana ætlaður fyrr fullorðna og göngu og tíminn milli 19 og 20 fyrir eldri borgara og þá sem þarfnast sérstakrar liðveislu. Tíminn á milli hádegis og 19 er ætlaður fyrir börn í fylgd með fullorðnum og eru kvöldin svo hugsuð fyrir keppnisfólk í íþróttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×