Isavia fær sex milljarða króna lán Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2020 14:27 Íslenska ríkið hafði áður lagt Isavia til fjóra milljarða króna í hlutafé. Vísir/Vilhelm Evrópski fjárfestingabankinn hefur samþykkt lánaádrátt Isavia upp á 40 milljónir evra sem samsvarar um 6,3 milljörðum króna. Um er að ræða lokaádrátt vegna láns upp á 100 milljónir evra sem bankinn veitti félaginu árið 2018 til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli að því er segir í tilkynningu frá Isavia. Þessi fjármögnun kemur til viðbótar við fjóra milljarða króna sem íslenska ríkið hefur lagt félaginu til í aukið hlutafé en þeir fjármunir voru skilyrtir við ákveðin fjárfestingaverkefni á Keflavíkurflugvelli. Samtals hefur félagið því tryggt sér yfir 10 milljarða króna í nýja fjármögnun frá því að flug til og frá Íslandi svo til lagðist af vegna Covid-19 faraldursins. „Það er ánægjulegt að sjá Evrópska fjárfestingabankann koma með þessum hætti að fjármögnun áframhaldandi uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli á þessum óvissutímum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. „Þessi ákvörðun bankans sýnir vilja hans í verki til að koma með myndarlegum hætti að verkefnum sem styðja beint við endurreisn hagkerfisins“. „Það er okkur verulega mikilvægt að hafa náð þessu samkomulagi við bankann, sérstaklega í ljósi afar þröngrar stöðu í okkar umhverfi. Við höfum síðustu vikur og mánuði leitað allra leiða til að tryggja aðgang að fjármagni með það að markmiði að styðja við umsvif Isavia þar til sjóðsstreymi félagsins verður jákvætt á ný,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Óvissan er engu að síður enn þá veruleg en þessi ákvörðun bankans gerir okkur kleift að halda verkefnum okkar gangandi enn um sinn og veitir okkur þannig mikilvægt svigrúm til áframhaldandi umsvifa.“ Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Evrópski fjárfestingabankinn hefur samþykkt lánaádrátt Isavia upp á 40 milljónir evra sem samsvarar um 6,3 milljörðum króna. Um er að ræða lokaádrátt vegna láns upp á 100 milljónir evra sem bankinn veitti félaginu árið 2018 til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli að því er segir í tilkynningu frá Isavia. Þessi fjármögnun kemur til viðbótar við fjóra milljarða króna sem íslenska ríkið hefur lagt félaginu til í aukið hlutafé en þeir fjármunir voru skilyrtir við ákveðin fjárfestingaverkefni á Keflavíkurflugvelli. Samtals hefur félagið því tryggt sér yfir 10 milljarða króna í nýja fjármögnun frá því að flug til og frá Íslandi svo til lagðist af vegna Covid-19 faraldursins. „Það er ánægjulegt að sjá Evrópska fjárfestingabankann koma með þessum hætti að fjármögnun áframhaldandi uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli á þessum óvissutímum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. „Þessi ákvörðun bankans sýnir vilja hans í verki til að koma með myndarlegum hætti að verkefnum sem styðja beint við endurreisn hagkerfisins“. „Það er okkur verulega mikilvægt að hafa náð þessu samkomulagi við bankann, sérstaklega í ljósi afar þröngrar stöðu í okkar umhverfi. Við höfum síðustu vikur og mánuði leitað allra leiða til að tryggja aðgang að fjármagni með það að markmiði að styðja við umsvif Isavia þar til sjóðsstreymi félagsins verður jákvætt á ný,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Óvissan er engu að síður enn þá veruleg en þessi ákvörðun bankans gerir okkur kleift að halda verkefnum okkar gangandi enn um sinn og veitir okkur þannig mikilvægt svigrúm til áframhaldandi umsvifa.“
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira