„Ömurlegt að horfa upp á að þessir gífurlegu fjármunir fari svona á milli kynslóða“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. maí 2020 19:07 Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir ömurlegt að hægt sé að framselja aflaheimildir milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafi gert. Aflaheimildir félagsins voru metnar á ríflega tuttugu og þrjá milljarða í síðasta ársreikningi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra telur réttast að setja tímamörk á aflaheimildir. Aðaleigendur Samherja framseldu nánast allan hlut sinn í félaginu til barna sinna í vikunni. Þar með fengu börn Þorsteins Más Baldvinssonar 43% hlut og börn Kristins Vilhelmssonar 41,5% hlut í félaginu. Tilfærslan var blanda af fyrirframgreiddum arfi og sölu hlutabréfa. Eignir metnar 105 milljarða króna á núverandi gengi Í síðasta ársreikning félagsins frá árinu 2018 kemur fram að eignir samstæðunnar voru sem samsvarar um 105 milljarða íslenskra króna reiknað á gengi dagsins en félagið gerir upp í evrum. Taka þarf fram að evran hefur styrkst mikið síðustu mánuði. Rekstrartekjur námu um 50 milljörðum íslenskra króna, hagnaður var um 10 milljarða og eigið fé um 70 milljarða. Þá voru aflaheimildir metnar á um 23 milljarða íslenskra króna. Fram kemur í ársreikningi um aflaheimildir að: Samstæðan hefur fjárfest í veiðiréttindum og aflaheimildum með ýmsum hætti, svo sem með öflun réttinda með veiðireynslu í nýjum tegundum, fjárfestingu í útgerðarfélögum og fiskiskipum, auk beinna fjárfestinga í framseljanlegum veiðiheimildum. Keyptar aflaheimildir og veiðiréttindi eru eignfærð við kaup en áunnin veiðiréttindi í formi veiðireynslu eru gjaldfærð á meðal útgerðarkostnaðar í rekstrarreikningi. Upplýsingar um aflahlutdeild útgerða frá Fiskistofu.Vísir/Hafsteinn Þá kemur fram í ársreikningi um aflaheimildir: Niðurstaðan var að endurheimtanlegt verð aflaheimilda var hærra en bókfært verð þeirra. Fyrirtækið ræður nú yfir 7% aflahlutdeilda og er í öðru sæti yfir stærstu útgerðirnar hér á land í því tilliti. Það samsvarar tæplega 30.500 þorskígildistonnum af um 453 þúsund þorskígildistonnum. Mat á aflaheimildum í ársreikningi Samherja hf. 2018. Vísir/Hafsteinn Segir málið endurspegla stórgallað kvótakerfi með óheftu framsal Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar telur óeðlilegt að hægt sé að framselja kvótann milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafi nú gert. „Þetta endurspeglar auðvitað stórgallað kvótakerfi með óheftu framsali, þetta er alveg úr takti við hagsmuni almennings eða sjávarbyggða í landinu. Það er bara ömurlegt að horfa upp á að þessir gífurlegu fjármunir fari svona á milli kynslóða, “segir Lilja. Hún gagnrýnir einnig að útgerðir greiði aðeins einu sinni fyrir kvótann. „Greiðslan á svo að duga um aldur og ævi milli kynslóða sem er auðvitað bara fáranlegt. Það er svo mikilvægt að koma auðlindarákvæði inn í stjórnarskrá og gera breytingar á þessu gallaða kvótakerfi sem felst í þessu framsali., segir Lilja. Telur að það þurfi að tímabinda veiðiréttinn Þorsteinn Pálsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sat í nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi árið 2017. Hann telur að það þurfi að setja þurfi 20-25 ára tímamörk á yfirráðarétt á kvóta. „Þetta minnir menn á að það þarf að ljúka sáttinni um þjóðareignina. Það sem þarf að gerast er að tillögur auðlindanefndarinnar sem Jóhannes Nordal fór fyrir þurfa að ná fram að ganga. Þar kom fram að mikilvægt væri að tímabinda veiðiréttinn . Þá tel ég æskilegt að stærstu útgerðafyrirtækin séu skráð á hlutabréfamarkað og þau allra stærstu þurfa að vera í dreifðri eignaraðild. Ákvæði um það þyrfti að koma inn í lögin,“ segir Þorsteinn. Risavaxnar eignatilfærslur milli kynslóða viðhaldi ójöfnuði Málið var rætt á Alþingi í dag. Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka sagði mikilvægt að stjórnvöld bregðist þegar við. „Það þurfa að koma til auknar skatttekjur frá fólki og fyrirtækjum sem eru aflögufær. Hér þarf að innleiða auðlegðarskatt þannig að fólk sem á hundruði milljóna eða milljarða í hreina eign leggi meira til samfélagsins. Við þurfum að styrkja fjármagnstekjuskatt, þrepaskipta honum og tenja hann við arðgreiðslur. Þá má umbylta erfðafjárskatti. Frkear en að hafa lága prósentu þarf að þrepaskipta honum rækilega og setja ofurþrep á ofurarf. Risavaxnar eignatilfærslur milli kynslóða viðhalda ójöfnuði og stéttarskiptingu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld var villa í grafík varðandi mat á aflaheimildum í ársreikningi Samherja hf. Rétt grafík er í Vísisútgáfu. Sjávarútvegur Alþingi Tengdar fréttir Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir ömurlegt að hægt sé að framselja aflaheimildir milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafi gert. Aflaheimildir félagsins voru metnar á ríflega tuttugu og þrjá milljarða í síðasta ársreikningi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra telur réttast að setja tímamörk á aflaheimildir. Aðaleigendur Samherja framseldu nánast allan hlut sinn í félaginu til barna sinna í vikunni. Þar með fengu börn Þorsteins Más Baldvinssonar 43% hlut og börn Kristins Vilhelmssonar 41,5% hlut í félaginu. Tilfærslan var blanda af fyrirframgreiddum arfi og sölu hlutabréfa. Eignir metnar 105 milljarða króna á núverandi gengi Í síðasta ársreikning félagsins frá árinu 2018 kemur fram að eignir samstæðunnar voru sem samsvarar um 105 milljarða íslenskra króna reiknað á gengi dagsins en félagið gerir upp í evrum. Taka þarf fram að evran hefur styrkst mikið síðustu mánuði. Rekstrartekjur námu um 50 milljörðum íslenskra króna, hagnaður var um 10 milljarða og eigið fé um 70 milljarða. Þá voru aflaheimildir metnar á um 23 milljarða íslenskra króna. Fram kemur í ársreikningi um aflaheimildir að: Samstæðan hefur fjárfest í veiðiréttindum og aflaheimildum með ýmsum hætti, svo sem með öflun réttinda með veiðireynslu í nýjum tegundum, fjárfestingu í útgerðarfélögum og fiskiskipum, auk beinna fjárfestinga í framseljanlegum veiðiheimildum. Keyptar aflaheimildir og veiðiréttindi eru eignfærð við kaup en áunnin veiðiréttindi í formi veiðireynslu eru gjaldfærð á meðal útgerðarkostnaðar í rekstrarreikningi. Upplýsingar um aflahlutdeild útgerða frá Fiskistofu.Vísir/Hafsteinn Þá kemur fram í ársreikningi um aflaheimildir: Niðurstaðan var að endurheimtanlegt verð aflaheimilda var hærra en bókfært verð þeirra. Fyrirtækið ræður nú yfir 7% aflahlutdeilda og er í öðru sæti yfir stærstu útgerðirnar hér á land í því tilliti. Það samsvarar tæplega 30.500 þorskígildistonnum af um 453 þúsund þorskígildistonnum. Mat á aflaheimildum í ársreikningi Samherja hf. 2018. Vísir/Hafsteinn Segir málið endurspegla stórgallað kvótakerfi með óheftu framsal Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar telur óeðlilegt að hægt sé að framselja kvótann milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafi nú gert. „Þetta endurspeglar auðvitað stórgallað kvótakerfi með óheftu framsali, þetta er alveg úr takti við hagsmuni almennings eða sjávarbyggða í landinu. Það er bara ömurlegt að horfa upp á að þessir gífurlegu fjármunir fari svona á milli kynslóða, “segir Lilja. Hún gagnrýnir einnig að útgerðir greiði aðeins einu sinni fyrir kvótann. „Greiðslan á svo að duga um aldur og ævi milli kynslóða sem er auðvitað bara fáranlegt. Það er svo mikilvægt að koma auðlindarákvæði inn í stjórnarskrá og gera breytingar á þessu gallaða kvótakerfi sem felst í þessu framsali., segir Lilja. Telur að það þurfi að tímabinda veiðiréttinn Þorsteinn Pálsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sat í nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi árið 2017. Hann telur að það þurfi að setja þurfi 20-25 ára tímamörk á yfirráðarétt á kvóta. „Þetta minnir menn á að það þarf að ljúka sáttinni um þjóðareignina. Það sem þarf að gerast er að tillögur auðlindanefndarinnar sem Jóhannes Nordal fór fyrir þurfa að ná fram að ganga. Þar kom fram að mikilvægt væri að tímabinda veiðiréttinn . Þá tel ég æskilegt að stærstu útgerðafyrirtækin séu skráð á hlutabréfamarkað og þau allra stærstu þurfa að vera í dreifðri eignaraðild. Ákvæði um það þyrfti að koma inn í lögin,“ segir Þorsteinn. Risavaxnar eignatilfærslur milli kynslóða viðhaldi ójöfnuði Málið var rætt á Alþingi í dag. Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka sagði mikilvægt að stjórnvöld bregðist þegar við. „Það þurfa að koma til auknar skatttekjur frá fólki og fyrirtækjum sem eru aflögufær. Hér þarf að innleiða auðlegðarskatt þannig að fólk sem á hundruði milljóna eða milljarða í hreina eign leggi meira til samfélagsins. Við þurfum að styrkja fjármagnstekjuskatt, þrepaskipta honum og tenja hann við arðgreiðslur. Þá má umbylta erfðafjárskatti. Frkear en að hafa lága prósentu þarf að þrepaskipta honum rækilega og setja ofurþrep á ofurarf. Risavaxnar eignatilfærslur milli kynslóða viðhalda ójöfnuði og stéttarskiptingu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld var villa í grafík varðandi mat á aflaheimildum í ársreikningi Samherja hf. Rétt grafík er í Vísisútgáfu.
Sjávarútvegur Alþingi Tengdar fréttir Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41